Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 15
FA KORINN „Við erum að leita aðfleirifélögum íMFA-kórinnþessa dagana. Þetta er stórkostlegt tœkifæri fyrirþá sem hafa áhuga að reyna sig íkórstarfi, í rauninniforréttindi okkarf segir Elísabet Sveinsdóttir í viðtali við Vinnuna. MFA-kórinn er nú að hefja vetrarstarfið. Við spyrjum Elísabetu, hvað sé framundan hjá kórnum í vetur. Stóra verkefnið framundan er tónlistarhátíð Tónlistarsambands Al- þýðu, sem haldin verður í Háskólabíói þ. 9. nóvember. Þar koma fram nokkrir kórar auk okkar og Lúðrasveitar verkalýðsins. Ég vek athygli á því að MFA-kórinn er ekki bara vettvangur söngsins, þó hann skipi heiðurssætið; þetta er ekki síður góður félagsskapur og við Iítum á kórinn sem kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að byrja að syngja. Við krefjumst ekki sérstakrar þjálfunar eða þekkingar á sönglistinni. Það eru tímamót hjá okkur nú að því leyti, að á skemmtuninni í Há- skólabíói komum við í fyrsta sinn fram með öðrum hópum listamanna. Við höfum áður komið fram á vettvangi verkalýðssamtakanna, sungið á afmælishátíðum, þingum og öðrum samkomum. Ég vil eindregið hvetja fólk, sem les þetta viðtal og hefur áhuga á að bætast í hópinn að hafa samband við okkur“, segir formaður kórsins, Elísabet Sveinsdóttir að lokum. Væntanlegir kórfélagar geta haft samband við Elísabetu í síma 42419, Ingu í síma 686047 eða Óla Runólfsson í síma 33277. Stjórnandi MFA-kórsins er Jakob Hallgrímsson. Myndirnar eru teknar á æfingu í Listasafni alþýðu. A neðri myndinni er Jakob Hallgrímsson að gefa hinn rétta tón. Þ.H. Starfsemi MFA í eitt ár: Þátttaka kvenna vex hröðum skrefum — 600 þátttakendur I grein um starfsemi MFA, sem birtist í skýrslu um starf ASÍ 1985 kemur fram að rúmlega 600 manns hafa sótt námskeið á vegum Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu á tímabilinu frá 1. október 1984 til 1. október 1985. Þetta er mikil aukning frá fyrra ári, en þátttökufjöldinn á námskeiðum MFA á undan- förnum árum hefur verið töluvert breytilegur frá einu ári til annars. Hlutfallið á milli kynjanna hefur verið nokkuð svipað á síðustu árum, en þó hefur þátttaka kvenna aukist. Þannig voru konur 38% þátttakenda í fræðslustarfi MFA 1981, 49% í fyrra og 55% nú 1985. Hér er yfirleitt um löng námskeið að ræða eins og trúnaðarmannanámskeið, sem flest standa í eina viku og Félagsmálaskólinn, þar sem hver önn er í tvær vikur, þannig að samanlagðar kennslustundir eru ansi margar. Um 40 félög og sambönd áttu aðild að námskeið- um á þessu tímabili, nokkur oftar en einu sinni. Námskeiðið „árin okkar“, þar sem fjallað er um mál- efni aldraðra var haldið á þremur stöðum og í vetur eru ein fimm námskeið fyrirhuguð. Þetta efni á því greinilega erindi til félagsmanna stéttarfélaganna og fleiri, en leiðbeinendur eru þrír félagsráðgjafar, sem allir hafa mikið unnið að málum aldraðra. VINNAN 15

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.