Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 18

Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 18
Vangæfar húsmæður og óhæfar vistir Fyrsta fundargerðarbók Sóknar, frá stofnfundi 20. 7. 1934 fram til ársins 1951, er geymd á skrifstofu Sóknar. Þetta er athyglisverð lesning og birtum við hér óbreytta fundargerð 9. fundar sem haldinn var 28. mars 1935 og fjallaði að mestu leyti um styttingu vinnudagsins og málefni stúlkna í vist. „Fyrst var rætt um styttingu vinnudagsins. Aðalheiður Hólm tai- aði um nauðsyn á takmörkun vinnu- tímans og benti á að öll félög hefðu fastan taxta um vinnutíma og kaup. Aftur á móti vissi hún nokkur dæmi þess að stúlkur mættu vinna í vistum tiLkl. 12 og 1 (eftir miðnætti, innskot Vinnan). Skoraði hún á stúlkur að taka til máls og láta skoðanir sínar í ljósi. Vilborg Björnsdóttir vítti félags- stúlkur fyrir áhugaleysi um að sækja fundi og sagði að efling félagsskap- arins hjálpaði best nauðsynjamálum stúlknanna til sigurs. Vilborg Ólafsdóttir sagði að mál- efni þetta væri of lengi búið að liggja í þagnargildi, og þau kjör sem stúlk- urnar ættu við að búa í mörgum vist- um væru eftirstöðvar frá þrælahald- inu. Fríða Jóhannsdóttir taldi að framgangur þessa máls mundi ekki eins erfiður og margur héldi. Bara vera ákveðin hver við sína húsmóður og myndu þær flestar taka það til greina. Hver og einn væri líka skyld- ugur að stofna ekki heilsu sinni í voða með of löngum vinnutíma og svefnleysi. Margrét Árnadóttir sagði frá ýms- um dæmum um vangæfar húsmæð- ur og óhæfar vistir. Talaði hún skýrt og skorinort. Aðalheiður Hólm benti á það að ef vinnutími stúlkna væri úti kl. 8 myndi það stuðla að reglubundnum máltíðum, því flestar húsmæður mundu hugsa um að kvöldstörfum yrði lokið áður en stúlkan færi. Hrefna Björnsdóttir talaði um að frídagar í vistum þyrftu að verða ákveðnir. Menntunarmál sem koma þeim í opna skjöldu Sókn gaf út afmælisblað 1974 í tilefni 40 ára afmælisins. í vandaðri grein um sögu félags- ins segir Ólafur Einarsson á einum stað: „Þann 14. september (1934) er tekið fyrir sem þriðja mál fundarins „Menntun andleg og líkamleg fyrir félagskonur“. Málshefjandi var Aðalheiður Hólm. Svo segir í fund- argerð: Leitaði hún eftir áliti fundarins um það hvort ekki væri æskilegt að félagsstúlkur leituðu fyrir sér um ódýra tímakennslu í ýmsum greinum, svo sem leikfimi og tungumálum o. fl. En þar sem stúlkur virtust hikandi og óundir- búnar að gefa svör við þessu var málið tekið út af dagskrá“. Svo virtist, segir Ólafur, sem hin 19 ára forystukona félagsins hafi þarna hreyft menntunarmáli sem hafi komið félagskonum algerlega i opna skjöldu og var þetta mál ekki frekar rætt á félagsfundum fyrr en löngu síðar. mennar tryggingar greiða ekki slíkan kostnað. Kom þessi klásúla ekki mjög snemma inn i samninga hjá ykkur? — Jú, þetta er vegna þess að starfs- stúlkur voru í smithættu á spítölunum hér áður fyrr. Þær gátu til dæmis fengið berkla vegna umgengni við berklasjúkl- inga. Okkur fannst að spítalarnir yrðu hér að bera sérstaka ábyrgð. Við fórum fram á að stúlkurnar okkar yrðu skoð- aðar í byrjun starfs og að inn á spítala yrðu ekki teknar yngri stúlkur en 18 ára. Þarna fóru saman hagsmunir okkar og spitalanna. Að vísu tók þetta ekki gildi fyrr en stúlkurnar höfðu starfað sam- fleytt í þrjá mánuði. — Var þetta kannski að þakka víð- sýni Vilmundar landlæknis? — Ja, ég man það ekki, allavega var þetta samþykkt af ráðuneytinu. Vil- mundur var sniðugur kall, ég man að hann kallaði mig einu sinni inn til sín í miðjum samningum og við töluðum um heima og geima, mest um bókmenntir. Svo ætlaði hann að fá mig til að lofa einhverju í sambandi við samningana, en þá svaraði ég að ég hefði ekki umboð til að lofa einu eða öðru. En ég tók þetta þannig að hann væri að prófa mig. Ég var aldrei hrædd við að ganga á milli stofnana og spyrja um rétt minn og annarra. Á spítölum viðgekkst það um tíma að starfsfólki voru leigð herbergi á spítölunum og þegar ég fór að kanna hvaðan kæmi heimild til að leigja út herbergi i eigu ríkisins þá kom á daginn að engin slík heimild var fyrir hendi. Á sama hátt fengum við fæðiskostnað lækkaðan, því að spítalarnir höfðu eng- an rétt til að ákveða fæðiskostnað öðru- vísi en út frá innkaupsverði hráefnisins, og þannig má lengi telja. Þegar við sömdum síðar við Landa- kot þá fengum við að heyra það hjá nunnunum að við ættum ekki að vera að gera kröfur, því að guð sæi fyrir þörfum fólksins. Ég sagði þá að ef hann gæfi okkar fólki föt, mat, peninga og húsaskjól þá væri allt í lagi, en því væri bara ekki þannig farið. Elliheimilið vildi lengi vel ekki semja við okkur, en að lokum urðu þeir að ganga til samn- inga eins og aðrir. Einu sinni gengu 17 stúlkur út af Elliheimilinu og í einhverj- um æsingi felldi ein stúlkan bala með einhverju í og þá var kallað á lögregluna til að kasta okkur út. Ég sagði að ef lög- reglan gengi á undan út úr húsinu skyld- um við koma á eftir, en þeir skyldu ekki reka okkur út eins og hjörð. Þetta end- aði þannig að við gengum eins og þjóð- höfðingjar á eftir lögreglunni út á Hringbraut. Þetta var gaman. S. J. 18 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.