Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Síða 25

Vinnan - 01.11.1985, Síða 25
staðið í samningagerðum við ótal aðila. Jón Helgason hefur verið formaður nefndarinnar ábyggingartímabilinu, en auk hans hafa starfað í nefndinni: Guð- jón Jónsson,' Jóna Steinbergsdóttir, Guðmundur Ó. Guðmundsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Hákon Hákonarson, Sævar Frímanns- son og Heimir Ingimarsson. Við uppbyggingu hússins hafa að sjálfsögðu margir verktakar komið við sögu, einstaklingar og fyrirtæki, og óteljandi þeir, sem lagt hafa okkur lið í einni eða annarri mynd við að leysa þetta stóra verkefni. Öllum þessum að- ilum, samstarfsfólki innan verkalýðs- félaganna, verktökum og öðrum, sem lagt hafa hönd á plóginn frá byrjún til þessa dags, færum við þakkir fyrir vel unnin störf. Helstu verktakar við bygginguna hafa verið þessir: Teiknistofan sf.: Hönnun og teikningar. Raftákn hf.: Teikningar raflagna. Verkfræðistofa Þorgeirs Bergssonar sf.: Hönnun loftræsikerfis. Smári hf.: Steypuvinna. Júlíus og Guðni sf.: Múrverk og flísalagnir. Haukur Þ. Adolfsson: Pípulagnir. Raf: Raflagnir í veggi og plötur. Blikkvirki sf.: Loftræsikerfi. Stefán og Björn sf.: Málning utanhúss. Húsprýði sf.: Málning innanhúss. Slippstöðin hf.: Innréttingar og raflagnir innanhúss. Norðurverk hf.: Múrbrot o. fl. Járntækni hf.: Handrið á svalir, brunastigar o. fl. Sandblástur og málmhúðun sf.: Húðun handriða. Fagtún hf.: Frágangur á svölum og þökum. Þór hf. og Fagverk sf.: Frágangur á lofti á 5. hæð og í sal á 4. hæð. Rafós sf.: Raflagnir á 4. og 5. hæð. Gunnar Óskarsson: Ýmis verk við múrvinnu o. fl. Héðinn hf.: Lyfta. Eftirlitsmenn með framkvæmdum hafa verið: Guðmundur Ó. Guðmundsson, Sævar Frímanns- son og Sigurður Hannesson. Gjaldkeri á byggingartíma: Oddný Ólafsdóttir. Endurskoðandi reikninga og ráðgjafi við samningsgerð: Þorvaldur Þorsteinsson. Daglegur tengiliður aðila: Sævar Frímannsson. Ljósalampar voru keyptir frá Rafha hf. Brunaviðvörunarkerfi frá I. Pálmason. Kapalrennur og fylgihlutir frá Jóhann Rönning hf. Hreinlætistæki frá Kaupfélagi Austur-Hún- vetninga. Borð í sal frá Kótó sf. Stólar í sal frá Stáliðjunni í Kópavogi. Ég ætla ekki að gera neina tilraun til þess hér að lýsa þessu húsi fyrir ykkur, enda sjón sögu ríkari. Gestir á opnunarhátíðinni höfðu margt að rœða. En heildarflatarmál hússins telst vera 2794,94 fermetrar, þar af eru 1473,27 fermetrar séreignir Alþýðubankans hf. og einstakra stéttarfélaga, en flatarmál sameigna er 1321,67 fermetrar. Húsið eign 12 aðila Séreignir skiptast þannig milli eign- araðila, talið í fermetrum: 1. hæð: Alþýðubankinn hf. 362,70 2. hæð: Verkalýðsfélagið Eining 358,07 Iðja, fél. verksmiðjufólks 174,63 3. hæð: Félag verslunar- og skrifstofufólks 98,00 Rafvirkjafélag Akureyrar 64,99 Verkstjórafél. Akureyrar 46,73 Fél. málmiðnaðarmanna Akureyri 69,89 Sjómannafél. Eyjafjarðar 80,59 Skipstjórafélag Norðlend- inga og Vélstjórafélag Islands 79,22 4. hæð: Trésmiðafél. Akureyrar 76,15 Lífeyrissjóður trésmiða 62,30 Sameignir eru: Geymslurými í kjall- ara, verslunarhúsnæði og vinnupláss á 1. hæð, salur á 4. hæð, salur á 5. hæð ásamt eldhúsi og geymslum, gangar og snyrtingar. Eins og þið sjáið hanga hér á veggjum í salnum málverk eftir ýmsa þekkta listamenn. Þau eru fengin að láni frá Listasafni alþýðu, og þakka ég safninu velvilja þess. Þá sýna tveir akureyskir listamenn verk sín hér í húsinu um þessar mundir, Örn Ingi í húskynnum Einingar og Val- garður Stefánsson í Alþýðubankanum. Færi ég þeim báðum þakkir fyrir að leggja sitt af mörkum til að gera húsa- kynni okkar fegurri og aðlaðandi. Vöna ég að framhald verði á góðum sam- skiptum við listamenn í bænum á þess- um vettvangi, þannig að bæjarbúar geti hér séð verk þeirra, þegar þeir líta inn til okkar. Ég held, að allir, sem lagt hafa hér hönd að verki, geti verið stoltir af þess- ari byggingu. Öllum ber saman um, að þetta er fög- ur bygging, sem setur svip á bæinn. Hér skapast góð aðstaða fyrir starfs- fólk félaganna til að vinna að málefn- um verkafólks. Hér er funda- og ráð- stefnuaðstaða, eins og best verður á kosið. Það er von mín og trú, að innan þess- ara veggja verði góð samvinna og sam- staða um málefni alls launafólks, því til hagsbóta um ókomna tíma. Og að sjálf- sögðu vonum við, að samvinna verði einnig góð við aðra aðila vinnumarkað- arins. Að svo mæltu bið ég góðan Guð að vernda þetta hús og segi það formlega tekið í notkun. VINNAN 25

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.