Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Side 26

Vinnan - 01.11.1985, Side 26
í ár eru 70 ár frá því að konur fengu kosningarétt. í eftirfar- andi grein er á fróðlegan og á stundum gamansaman hátt rakin réttindabarátta kvenna á þessum 70 árum. „ Ekki f ærar í embætti sem karlmönnum eru sérstaklega ætluö . . . í samantekt Ásdísar Rafnar og fleiri. Flutt í Háskólabíói 8. mars sl., alþjóðabaráttudegi kvenna. Konur á íslandi hafa, eins og kynsystur þeirra uin ailan heim, háð baráttu fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum að vera viður- kenndar jafnnSttháar körlum í þjóðfélaginu. Konur vilja jöfn iaun á við karla á vinnumark- aðnum og njóta sömu aðstöðu og karlar á öllum sviðum þjóð- lífsins. í ár eru 70 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi og var þessi réttur kvenna bundinn skilyrðum fyrstu 5 árin, eða til 1920, þegar réttindi þeirra urðu þau sömu og karla. Aliir þekkja hver hlutur kvenna á íslandi er á vettvangi stjórnmálanna árið 1985, þrátt fyrir það að jafn margar konur og karlar neyti atkvæðisréttar síns í almennum kosningum. Kannanir á launum, kjörum og að- stöðu karla og kvenna á vinnumarkaðn- um sýna töluverðan mun milli kynj- anna. Baráttu kvenna á þessum vett- vangi er ekki lokið, enda viljum við vinna að því saman á þessu lokaári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna að baráttan fái hljómgrunn og nái markmiði sínu. En hver er saga afskipta löggjafans að þessu réttindamáli — jafnréttinu? 1891 kom fram tillaga á Alþingi um fullt jafnrétti kvenna á við karla um vist í æðri skólum og rétt til embætta. Það var fyrst árið 1911 að samþykkt var á Al- þingi jafnrétti kynjanna til skólagöngu, námsstyrkja og embætta. Áður en þessu takmarki var náð heyrðust þessi viðhorf hjá hæstvirtum alþingismönnum þjóðarinnar: Jón í Múla sagði: „Ég er svo sannfærður, sem maður getur verið, að öll þessi svonefnda kvenréttindahreyfing, sem nú er að ná yfirtökunum, er óheillaspor er hlýtur að leiða til lífskvalar, sem þó mun varla vera á bætandi“. Aðrir töldu lítið að óttast og Bjarni frá Vogi sagði þegar kosningaréttur kvenna og kjörgengi var til umræðu á Alþingi: „Konur eru íhaldssamari og er því engin hætta á hvirfilbylj- um. Tilfinningar þeirra eru stöðugri, það er kenning sög- unnar“. Annar þingmaður óttaðist yfirráð kvenna í öllum hreppsnefndum og sagði að svo gæti farið, að til að mynda í hreppsnefndum yrðu eintómar konur. Annar sagði: „Karlmenn hafa tekið að sér störfin út á við. Pólitísku störfin eru ekkert leikfang, þau eru hálfgerð skítverk. Og við þess háttar störfum eigum við að hlífa kvenþjóðinni“. En konur áttu sér ágætan málsvara þar sem var Bjarni frá Vogi sem sagði: „Og um kynferðið er það að segja, að það er nú öllum Ijóst, að hér er um gamlar ófrelsis- leifar að ræða og tel ég það ósæmilegt svo menntuðum mönnum sem íslendingar eru að sýna þann hroka að álíta sig sjálfkjörna til þess réttar, en vilja gera mæður sínar að hornkerlingum“. Jón Ólafsson, sem studdi frumvarpið um jafnrétti til embættisveitinga sagði þó, að hann teldi hæpið að veita konum lögreglustjóra- og dómarastarf, a. m. k. þar til þær eru á fertugsaldri. Vitnaði hann m. a. til þeirrar náttúru kvenna að ganga með börn og liggja á sæng, — sem gæti oft hentað illa við rannsókn glæpamála í sýslum, sem væru erfiðar yfir- ferðar. Björn svaraði Jóni og sagði að sýslumenn gætu feng- ið lungnabólgu og héraðs- læknir gigt, — gegn slíku væru karlar ekki vátryggðir. Létta- sótt væri ekki fyrirvaralaus sjúkdómur. Bogi Melsteð sagði að konur hefðu ekki beðið um þessi réttindi og óþarfi og ástæðulaust af þinginu að fara að skenkja þeim þetta að fyrra bragði. Hannes Hafstein sagði, að hann og hans skoðanabræður, vildu koma í veg fyrir að kona, sem sækti um embætti og væri bæði að andans- og líkamsburðum hæfari en mótkandidatinn, væri útilok- uð af þeirri ástæðu einni að hún væri 26 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.