Vinnan - 01.11.1985, Page 30
Jóhannes S. Kjarval
1885-1930
í tilefni aldarafmælis Jóhannesar S.
Kjarvals mun Listasafn alþýðu gefa
út þrjár litskyggnuraðir með 36
myndum í hverri og ítarlegum kynn-
ingartexta um hvert timabil á starfs-
ferli hans. í fyrstu litskyggnubók-
inni, sem kemur út, fjallar Björn Th.
Björnsson listfræðingur um tímabil-
ið 1885—1930, en Hrafnhildur
Schram listfræðingur fjallar um tvö
næstu tímabil. Þær litskyggnuraðir
eru væntanlegar innan skamms.
Gerð þessarar litskyggnubókar er
afar vönduð og frumleg. Innan
venjulegra bókaspjalda eru 36 lit-
myndir og 32 síðna bæklingur með
ritgerð Björns og ítarlegum frásögn-
um af viðkomandi litskyggnum og
hverjir eru eigendur myndanna.
Engan
söluskatt
á matvörur!
■ „Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands krefst þess, að hætt verði við
öll áform um innheimtu söluskatts
af matvælum og varar ríkisstjórqina
við þvi að skera með þeim hætti upp
herör gegn fólkinu í Iandinu. Launa-
fólki hefur þegar verið gert að axla
of þungar byrðar og aukin skatt-
heimta af almenningi kemur ekki til
greina. Fari,ríkisstjórnin sinu fram í
þessu efni hlýtur verkalýðshreyfing-
in að bregðast við af fyllsta þunga.“
Hvað kostar að lána 70
þúsund í 10 mánuði?
Nú vitum við öll, og sum af beiskri
reynslu, að lán eru mjög dýr. Ásókn í
lífeyrissjóðslán hefur snarminnkað,
samanber frétt frá Sambandi almennra
lífeyrissjóða á öðrum stað í blaðinu,
enda komst einn maður, sem sæti á í
stjórn lífeyrissjóðs og var að úthluta,
svo að orði: Já, það reyndust nokkrir
svo efnaðir að þeir töldu sig hafa ráð á
að taka lífeyrissjóðslán!
• Við báðum Alþýðubankann að
reikna út fyrir okkur hvað kostaði að
taka 70 þúsund króna lán, sem greitt
væri niður mánaðarlega með lOjöfnum
afborgunum. Þeir reiknuðu þetta út
fyrir okkur, annarsvegar lán með vísi-
tölubindingu og hinsvegar lán með
verðbótahluta. Við sjáum af dæmunum
að það eru auðvitað verðbæturnar sem
kosta sitt. Á 10 mánuðum þurfum við
að vinna okkur inn aukalega 12.033
krónur, eða 10.222, til að geta staðið í
skilum með lánið.
• Við sjáum að ekki má mikið út af
bera hjá venjulegum launamanni ef
hann á að geta endurgreitt slíkt lán. Við
skulum gefa okkur að hann taki auka-
vinnu til að eiga auðveldara með að
greiða niður lánið. Ef hann fær greiddar
180 krónur fyrir aukavinnutímann, þá
þarf hann að vinna í tæpar 70 stundir til
að eiga fyrir kostnaðinum við lánið.
• Fólk ætti því að hugsa sig um tvisvar
ef það er að hugsa um kaup á einhverju
sem gæti talist óþarfi, a. m. k. verður
slíkt fólk að búa við talsvert atvinnu-
öryggi, ef það ætlar sér að standa í skil-
um.
S. J.
Með vísitölubindingu
Eftirstöðvar 2,550 0/0 Verðbót 2,550 0/0 Afborgun Est/gre eft Grunnvextir 4,000 0/0 Greiðsla 12 árl
1 70.000 1.785 7.179 238 7.417 9
2 64.606 1.647 7.361 220 7.581 8
3 58.892 1.502 7.549 201 7.750 7
4 52.845 1.348 7.742 180 7.922 6
5 46.451 1.185 7.939 158 8.097 5
6 39.697 1.012 8.142 135 8.277 4
7 32.567 830 8.349 110 8.459 3
8 25.048 639 8.562 85 8.647 2
9 17.125 437 8.781 58 8.839 1
10 8.781 224 9.005 29 9.034
10.609 80.609 1.414 82.023
Með verðbótahluta
Eftirstöðvar 32,000 0/0 Verðbótahl. vx 1,917 0/0 Afborgun Est/gre eft Grunnvextir 588 0/0 Greiðsla 12 árl
1 70.000 1.342 7.134 412 7.546 9
2 64.208 1.231 7.271 378 7.649 8
3 58.168 1.115 7.410 342 7.752 7
4 51.873 994 7.552 305 7.857 6
5 45.315 869 7.697 266 7.963 5
6 38.487 738 7.845 226 8.071 4
7 31.380 602 7.996 185 8.181 3
8 23.986 460 8.149 141 8.290 2
9 16.297 312 8.305 96 8.401 1
10 8.304 159 8.463 49 8.512
7.822 77.822 2.400 80.222
30 VINNAN