Vinnan - 01.11.1986, Síða 4
Með velferð
fjölskyldunnar
að leiðarljósi
Á SÍÐUSTU misserum hafa
oröið miklar sviptingar í ís-
lensku efnahagslífi. Launavísi-
talan var tekin úr sambandi án
þess að hreyft væri við láns-
kjaravísitölunni. Afleiðingin
varð sú, að kaupmáttur launa
dróst saman samtímis því að
afborganir af lánum hækkuðu.
Samdráttur varð á fasteigna-
markaðinum með þeim afleið-
ingum, að verð á húsnæði féll. í
kjölfar síðustu kjarasamninga
voru tollar af bílum lækkaðir
mjög mikið. Það hafði í för með
sér verulega lækkun á nýjum
bílum, sem aftur leiddi til þess,
að eldri bílar féllu í verði. Dæmi
eru til um, að fólk hafi þurft að
selja ofan af sér húsnæði vegna
þess að sambandið milli launa
og afborgana af lánum rofnaði.
Þegar lánskjaravísitalan var
tekin úr sambandi. Einnig eru
dæmi þess, að í slíkum tilvik-
um hafi fólk staðið uppi með
nokkur hundruð þúsund króna
skuld á bakinu vegna lækkunar
á fasteignaverði miðað við verð-
lag. Loks eru dæmi þess, að
sama fólk hafi verið nýbúið að
kaupa sér bíl með afborgunum,
þegar verðfall varð á bílum í
kjölfar síðustu kjarasamninga.
Hér hefur því sama fólkið í tví-
gang keypt sér eign, sem fallið
hefur í verði án þess þó að
grynnkaði á skuldunum. Hrein
eign hjá þessu fólki hefur því
minnkað stöðugt þrátt fyrir
miklar greiðslur af lánum.
Sjálfsagt eru til þveröfug dæmi.
Tilvik þar sem fólk hefur hagn-
ast í tvígang og unir því vel við
sitt. Samt sem áður held ég að
flestir geti verið sammála um,
að það hlýtur að vera skylda
stjórnvalda og aðila vinnu-
markaðarins að hafa efnahags-
lífið sem stöðugast þannig að líf
; og hamingja einstaklingsins
' verði sem minnst tilviljunum
j háð.
Ég tel einnig að flestir geti verið sam-
mála um það, að hverjum og einum ber
skylda til að gera það, sem í hans valdi
stendur til að koma í veg fyrir fjárhags-
leg skakkaföll hjá sjálfum sér. Þrátt fyrir
miklar sveiflur i efnahagslífinu geta ef-
laust margir litið í eigin barm og fundið
þar einhverja sök. Staðreyndin er nefni-
lega sú, að almennt virðist fólk ekki
fylgjast nógu vel með eigin fjárhag. Þó
má nefna mörgum það til afsökunar, að
fjárhagur þeirra er svo þröngur, að þar
er ekkert svigrúm og enn aðrir vita ekki
hvernig á að fara að þvi að hafa eftirlit
með fjármáium heimilisins og hvernig á
að gera fjárhagsáætlanir. Það er einmitt
þetta síðarnefnda atriði, fjármálastjórn
heimilanna, sem hér er ætiunin að fjalla
um. Til að byrja með er fróðlegt í þessu
sambandi að bera saman heimili og fyr-
irtæki.
Heimili — fyrirtæki
Hver er munurinn á heimili og fyrir-
tæki? Hvort tveggja eru þetta grundvall-
arrekstrareiningar í þjóðfélaginu. Fyrir-
tæki hafa tekjur og gjöld. Mismunur
tekna og gjalda er rekstrarafgangur eða
hagnaður. Meginmarkmið fyrirtækja er
yfirleitt að hámarka þennan hagnað.
Eins og fyrirtækin hafa heimilin sínar
tekjur og sín gjöld. Mismun tekna og
gjalda heimilis getum við einnig kallað
rekstrarafgang. Lokamarkmið heimila
er hins vegar yfirleitt ekki það að há-
marka rekstrarafganginn. Aðalmark-
miðið með rekstri heimilisins er að há-
marka hamingju eða velferð fjölskyld-
unnar. í sumum tilvikum verður það
best gert með því að hámarka rekstrar-
afganginn eða í það minnsta að hafa
hann jákvæðan. í öðrum tilvikum verð-
ur það best gert með því að láta rekstur-
inn koma út á núlli og loks getur það
stundum verið happadrýgst fyrir fjöl-
skylduna, að heimilið sé rekið með
halla.
Til þess að skýra þetta betur mætti
skoða lifshlaup einstaklings, sem ekki
gengur menntaveginn. Hann stofnar
heimili og lætur það í upphafi skila
rekstrarafgangi svo að hægt sé að koma
sér upp íbúð, húsbúnaði, bíl o.þ.h. Jafn-
vel heldur hann áfram að láta heimilið
skila rekstrarafgangi eftir að hann hefur
komið sér upp þessum eignum til þess
að eignast sparifé (varasjóð), sem hægt
er að ganga í, ef illa árar eða þegar tekjur
dragast saman á efri árum . Með tíman-
um hættir hann að stefna að þvi að hafa
afgang, lætur aðeins tekjur nægja fyrir
gjöldum. Á efri árum getur svo komið
tímabil þar sem gjöld heimilisins eru
hærri en tekjur og heimilið gengur á
eignir sínar. Hjá einstaklingi, sem fer í
langskólanám gæti lífsskeiðið orðið
svipað nema hvað þá yrði að öllum lík-
indum byrjað á því að reka heimilið með
halla meðan á námi stæði. Síðan kæmi
tímabil þar sem stefnt er að rekstraraf-
gangi til þess að greiða niður námslán
og eignast eitthvað o.s.frv.
Sem fyrr segir eru markmið heimila
og fyrirtækja gjörólik, en rekstrarlega
séð er enginn munur á þessu tvennu.
Hvort sem heimili stefnir að rekstraraf-
gangi eða ekki verður alltaf að gæta að-
halds og hagkvæmni í rekstri þess alveg
eins og hjá fyrirtækjum. Eins og í fyrir-
tækjum verður eftirlit með rekstri heim-
ilis ekki framkvæmt öðruvísi en með
bókhaldi. Sé heimilinu sett einhver
markmið verður það ekki gert öðruvísi
en með áætlunargerð, sem niðurstöður
Ágreiningur um
Svo sem áður hefur verið skýrt frá, hefur verið nokkur
ágreiningur milli Alþýðusambands íslands og Vinnuveit-
endasambands íslands um túlkun á veikindarétti, og því
hverju lög nr. 19/1979 kunni að hafa breytt um rétt manna
til launa í sjúkdóms og slysatilfellum.
Nú nýlega var kveðinn upp dómur í bæjarþingi ísafjarðar
þar sem reyndi á reglur um endurtekin veikindi. Hér á eftir
er úrdráttur úr dóminum:
Málavextir voru þeir að maður
sem starfað hafði hjá sama frysti-
húsi um árabil var veikur 5. mars
til 9. april 1985. Áður hafði sami
maður verið veikur frá 4. desem-
ber 1984 til 28. janúar 1985. Hér
var um tvo mismunandi sjúk-
dóma að ræða, og neitaði frysti-
húsið að greiða starfsmanninum
annað en dagvinnulaunin i síðari
veikindunum. Starfsmaðurinn
taldi sig hins vegar eiga rétt á
staðgengilskaupi fyrsta mánuð-
inn í síðari veikindunum. Hann
höfðaði því mál og krafði frysti-
húsið um það sem upp á vantaði,
þ.e. mismun staðgengilslauna og
dagvinnulauna. I þessu tilviki
voru dagvinnulaun fyrir umrætt
tímabil kr. 5.511.04, en staðgeng-
ilslaun kr. 18.236.72. Hér mun-
aði því kr. 12.725.65 auk orlofs.
og var það stefnufjárhæð máls-
ins.
Maðurinn byggði kröfur sinar á
lögum um greiðslur launa i sjúk-
dóms- og slysatilvikum þar sem
segir að allt fastráðið verkafólk,
sem ráðið hefur verið hjá sama at-
vinnurekanda i fimm ár samfellt,
er það forfallast frá vinnu vegna
sjúkdóms eða slysa, skuli eigi
missa neins í af launum sinum, í
hverju sem þau eru greidd í einn
mánuð, auk þess sem það skuli
halda dagvinnulaunum í tvo
mánuði.
Stefndi í málinu, frystihúsið,
taldi að með því að hafa greitt
manninum dagvinnulaun fyrir
tímabilið 5. mars til 4. apríl 1985
hafi hann að fullu staðið skil á
lögboðnum Iaunum í veikindum
stefnanda, og vísaði í framan-
greind lög um greiðslur launa í
sjúkdóms og slysatilvikum, þar
sem skylt er að greiða staðgeng-
ilskaup í einn mánuð og dag-
vinnulaun í tvo mánuði til viðbót-
ar.
Árið 1958 voru sett lög um rétt
launa í sjúkdóms- og slysatilvik-
um, þar sem segir að fastir starfs-
menn og tíma- og vikukaups-
menn, sem rétt eiga á uppsagnar-
fresti skulu eigi missa neins í af
launum sínum, i hverju sem þau
eru greidd fyrstu fjórtán daganá
lira V. Júlíusdóttir
skrifar um
dómsmál
laun í veikindum
eftir að þeir forfallast frá vinnu
sökum sjúkdóma eða slysa. Fljót-
lega kom upp ágreiningur um
túlkun á því hvernig telja bæri
saman veikindarétt skv. þessu
ákvæði.
Hæstiréttur skýrði þetta
ákvæði svo í dómi frá 1960 að
þegar um mismunandi sjúk-
dóma eða slys væri að ræða beri
starfsmanni réttur til launa
fyrstu 14 dagana í hvert sinn sem
slík forföll bæri að höndum. Jafn-
framt sagði að orðalag greinar-
innar leyfði ekki þá skýringu að
einskorða réttinn við nokkurt til-
tekið tímabil, hvort heldur
almanaksárið, 12 mánaða tíma
með tilfærslu milli almanaksára
eða annað tímabil.
Stefndi taldi að sú skýring sem
meirihluti Hæstaréttar gaf á
þessu lagaákvæði 1960 geti ekki
átt við um ákvæði laganna frá
1979. Hann sagði m.a. að skýring
meirihluta Hæstaréttar á ákvæð-
inu leiði út í hreinar ógöngur,
m.a. til þess að eftir að hlutaðeig-
andi launþegi og sjúklingur hafi
einu sinni verið frá í fjórtán daga
vegna tiltekins sjúkdóms, eigi sá
launþegi engan rétt, komi þessi
sami sjúkdómur upp hjá honum
aftur einhvern tima seinna á
starfsæfinni. Með nýrri löggjöf ár-
ið 1979 hafi komið inn í lögin
ákveðin tímaviðmiðunarmörk,
sem Hæstiréttur hafði talið vanta
i eldri lög og þar með séu þær for-
sendur sem Hæstiréttur gaf til
synjunar því að miða réttindin
við hvert tólf mánaða tímabil
brottfallnar. eigi menn því skv.
nýju lögunum rétt á greiðslu
launa samt 3 mánuði á hveru 12
mánaða tímabili. I niðurstöðum
hérðasdómsins segir m.a.: Þær
veikindafjarvistir stefnanda, sem
hér er fjallað um voru á fimm
mánaða tímabili frá því í desem-
ber 1984 fram i apríl 1985. Sam-
kvæmt gögnum málsins er ótví-
rætt að um mismunandi sjúk-
dóma var að ræða hjá stefnanda i
fyrra og síðara veikindatilviki.
Eftir uppsögu dóms Hæstaréttar
frá 1960 hefur ekki orðið sú efnis-
breyting á löggjöf um rétt verka-
fólks í veikinda- og slysatilvikum
að rétt sé að leggja að þessu leyti
annan skilning í 5. gr. 1. 16/1958.
Það verður því að telja að stefn-
anda beri svonefnd staðgengils-
laun fyrir veikindafjarvistir sinar
frá 5. mars til 4. apríl 1985. enda
var ekki um sama sjúkdóm að
ræða og fyrra veikindatímabil.
Hins vegar eru ekki eins og þetta
mál liggur fyrir efni til að taka af-
stöðu til þess, hvort veikinda-
launaréttur skv. 5. gr. 1. 19/1979
endurnýist á hverju tólf mánaða
timabili. Samkvæmt þessu verð-
ur að taka launakröfur stefnanda
til greina, en ekki er ágreiningur
um fjárhæð".
Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður
á ísafirði kvað upp dóminn. Á það
skal bent að hér er um undirrétt-
ardóm að ræða. Ekki hefur ennþá
verið tekin ákvörðun um áfrýjun
málsins til Hæstaréttar.
^Utnncin