Vinnan - 01.11.1986, Side 6
urþví aldrei talist lokiðfyrr en
búið er að stemma afpeninga-
eign á upphafi árs, peninga-
eign i lok desember og sam-
tölu línunnarfyrir mismun.
í töflu 1 er einn dálkur fyrir
hvern mánuð og samtöludálk-
ur, sem sýnir heildartölur árs-
ins. Hver tala í samtöludálkin-
um fæst með því að leggja sam-
an tölumar tólf í sömu línu.
Ekki er tekin samtala fyrir
neðstu línuna, PENINGAEIGN
í LOK MÁNAÐAR. Það hefur
enga þýðingu.
Sem fyrr segir er þriðja talan
í samtöludálkinum, þ.e. sam-
talan á mismun mánaðanna,
mjög mikilvæg, þegar verið er
að kanna hvort rétt er reiknað i
töflunni. Hún á að stemma við
peningaeign í lok desember.
En það er fleira, sem kemur til.
Það er nefnilega hægt að reikna
þessa tölu út á tvo vegu og í
báðum tilvikum á niðurstaðan
að vera sú sama. Önnur leiðin
er, eins og segir hér að framan,
að leggja saman tölurnar tólf í
sömu línu. Hin leiðin er að taka
mismuninn á tölunum tveim
fyrir ofan þ.e.a.s. draga samtölu
fyrir línu 2 (764000 kr.) frá
samtölu fyrir línu 1 (784000
kr.). Við gerð greiðsluáætlunar
á alltaf að fara þessar tvær leið-
ir. Fáist ekki sama niðurstaða
eru ein eða fleiri reikningsvill-
ur í línu 3 og samtöludálkin-
um. Fáist hins vegar sama nið-
urstaða er mjög líklegt, að þar
sé allt rétt reiknað. Gerð
greiðsluáœtiunar getur því
aldrei talist lokið.fyrr en búið
er að stemma af samtölu lín-
unnar fyrir mismun.
Af neðstu línunni í töflu 1 má
sjá, að greiðsluerfiðleikar blasa
við því heimili, sem hér er tekið
sem dæmi. Og það stóð jafnvel
til að fara í sumarfrí, en kostn-
aðurinn við það er ekki enn
kominn inn í greiðsluáætlun-
ina. Hér er einmitt komið að
því, sem er svo mikilvægt við
gerð greiðsluáætlana. Við sjá-
um vandamálin með góðum
fyrirvara. En hvað er til ráða?
Þær leiðir, sem eru til úrbóta
má flokka i þrennt. i fyrsta lagi
fá meiri peninga, m.ö.o. hækka
tölurnar í línu 1. í öðru lagi
draga úr greiðslum, þ.e.a.s.
minnka tölurnar í línu 2. Og í
þriðja lagi færa til greiðslur.
Hægt er að fara eina, tvær eða
allar leiðirnar samtimis. En
hvað getum við gert til að fá
meiri peninga eða draga úr út-
gjöldum og öðrum greiðslum?
Og hvaða greiðslur getum við
fært til? Til þess að geta svarað
þessu þurfum við upplýsingar
um það hvað liggur að baki töl-
unum í fyrstu og annarri línu í
töflu 1. Með öðrum orðum það
þarf að sundurliða greiðslu-
áætlunina meira.
Sundurliðun
greiðsluáætlunar-
innar
Eins og fram kom hér að ofan er
mjög mikilvægt að hafa ekki of
fáa liði í greiðsluáætlun til þess
að hægt sé að sjá hvar unnt er
að breyta. Liðirnir mega heldur
ekki vera of margir því þá fæst
verri yfirsýn yfir áætlunina og
vinnan við hana verður óþarf-
lega mikil. í töflu 2 er búið að
sundurliða þá greiðsluáætlun,
sem við vorum með í töflu 1.
Þessi sundurliðun gæti hentað
mjög mörgum, en þarf alls ekki
að henta öllum. Á það skal lögð
áhersla, að hver og einn verður
að reyna að aðlaga greiðslu-
áætlun að sínum þörfum þó
svo að grunnuppbyggingin sé
alltaf sú sama.
í töflu 2 eru fjórar aðallinur
merktar 1—4. Þessar línur eru
þær sömu og í töflu 1. Þó hefur
heiti tveggja fyrstu línanna ver-
ið breytt í 1. SAMTALS PEN-
INGAR INN og 2. SAMTALS
'PENINGAR ÚT (A + B). Sá er
hins vegar munurinn á töflu 1
og töflu 2, að nú má sjá hvemig
einstakar töflur í línum 1 og 2
em fengnar. Við skulum nú
skoða töflu 2 lið fyrir lið.
1. SAMTALS PENINGAR INN:
GREIÐSLUÁÆTLUN 1987: Jan. Feb. Mars Tafla 1 April Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Samtölu- dálkur
1. Peningar inn 162000 56000 56000 56000 56000 56000 62000 56000 56000 56000 56000 56000 784000
2. Peningar út 148000 67000 65000 55000 67000 65000 38000 57000 55000 45000 57000 45000 764000
3. Mismunur (1— 2) 14000 -11000 -9000 1000 -11000 -9000 24000 -1000 1000 11000 -1000 11000 20000*
Peningaeign í lok mánaðar 14000 3000 -6000 -5000 -16000 -25000 -1000 -2000 -1000 10000 9000 20000**
GREIÐSLUÁÆTLUN 1987: Jan. Feb. Mars April Tafla 2 Maí Júní Júli Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Samtölu- dálkur
Laun, eiginmaöur 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 360000
Laun, eiginkona 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 360000
Aðrar tekjur 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 60000
Lffeyrissj. + stéttarfél. 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 36000
Opinber gjöld 0 6000 6000 6000 6000 6000 0 6000 6000 6000 6000 6000 60000
Ráðstöfunartekjur 62000 56000 56000 56000 56000 56000 62000 56000 56000 56000 56000 56000 684000*
Aðrir peningar inn 100000 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 100000
1. Samtals peningar inn 162000 56000 56000 56000 56000 56000 62000 56000 56000 56000 56000 56000 784000*
Fæði og hreinl.vörur 17000 17000 17000 17000 17000 17000 17000 17000 17000 17000 17000 17000 204000
Fatnaður og skór 4000 4000 4000 4000 4000 4000 4000 4000 4000 4000 4000 4000 48000
Rafmagn, hiti og simi 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 36000
Húsnæðiskostnaöur 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 24000
Ferðalög og skemmtanir 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 60000
Annaö reglul. v. heimilis 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 24000
ýmislegt óreglulegt 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 24000
B(ll (bensln) 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 36000
Bfll (annaö) 0 0 10000 0 0 10000 0 0 10000 0 0 0 30000
Opinber gjöld 0 7000 7000 7000 7000 7000 0 7000 7000 7000 7000 7000 70000
A. Samtals gjöld án vaxta 38000 45000 55000 45000 45000 55000 38000 45000 55000 45000 45000 45000 556000*
Vextir og verðbætur 15000 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 39000
Afborganir af lánum 85000 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 109.000
Fjárfesting 10000 10000 10000 10000 10000 10000 0 0 0 0 0 0 60000
Reglulegur sparnaður 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
B. Samt. önnur
ráðstöfun 110000 22000 10000 10000 22000 10000 0 12000 0 0 12000 0 208000*
2. Samtals peningar út
(A + B) 148000 67000 65000 55000 67000 65000 38000 57000 55000 45000 57000 45000 764000*
3. Mismunur (1-2) Peningaeign í upphafi árs 4. Peningaeign í lok 14000 0 -11000 -9000 1000 -11000 -9000 24000 -1000 1000 11000 -1000 11000 20000*
mánaðar 14000 3000 -6000 -5000 -16000 -25000 -1000 -2000 -1000 10000 9000 20000**
Hér hefur sú leið verið valin, að
skipta i tvennt þeim möguleik-
um, sem við höfum til að fá
peninga. Annars vegar em það
tekjur og hins vegar allt annað.
Línan 1. SAMTALS PENINGAR
INN fæst þá með því að leggja
saman næstu tvær línur fyrir
ofan.
Tekjurnar flokkum við í laun
hvors hjóna um sig og aðrar
tekjur, t.d. vaxtatekjur og leigu-
tekjur. Laun gefa hins vegar
. ekki rétta mynd af þeim pen-
ingum, sem heimilið fær til ráð-
stöfunar. Það þarf að draga frá
það, sem atvinnurekendur
dragaaf launum þ.e.a.s. greiðsl-
ur í lífeyrissjóð, stéttarfélags-
gjald og opinber gjöld. Ráðstöf-
unartekjur fást þá með því að
leggja saman laun beggja
hjóna og aðrar tekjur, en draga
frá það, sem atvinnurekandinn
dregur af launum. Í því dæmi,
sem tafla 2 sýnir er gert ráð fyr-
ir því, að atvinnurekandi ann-
ars hjónanna dragi ekki opin-
ber gjöld frá launum. Það er því
gert ráð fyrir þeim greiðslum
neðar í greiðsluáætluninni.
Fram hefur komið, að heimil-
ið öðlast peninga með öðru
móti en í gegnum tekjur t.d.
með sölu eigna, lántökum
o.s.frv. Ekki er ástæða til að
flokka þessa liði sérstaklega,
heldur er allt sett í eina línu
undir heitinu Aðrir peningar
inn. í því dæmi, sem hér er
stuðst við er gert ráð fyrir því,
að skipt hafi verð um bíl nýlega
og gamli bíllinn seldur gegn
100000 kr. víxli, sem greiðist í
janúar.
2. SAMTALS PENINGAR ÚT
(A + B): Hér hefur verið reynt að
flokka allar greiðslur heimilis-
ins í tvennt. Annars vegar
greiðslur vegna heimilishalds-
ins, lína A, og hins vegar aðrar
greiðslur, lína B. Hvort tveggja
er svo flokkað enn meira. Þann-
ig samanstendur lína A af
næstu tíu línum fyrir ofan og
lína B samanstendur af næstu
fjórum línum fyrir ofan hana.
Sé litið aðeins nánar á þær tíu
línur, sem mynda linu A, má
flokka þær í hreint heimilis-
hald (fyrstu sjö línurnar), rekst-
ur bíla (næstu tvær línur) og op-
inber gjöld. Ástæða þess, að
fæði og hreinlætisvörur eru
teknar saman er einfaldlega
sú, að þetta er yfirleitt keypt
saman. Útgjöld vegna fata- og
skókaupa eru líklega sjaldnast
eins regluleg og gert er ráð fyrir
í töflu 2. Aðalatriðið er aðeins
það, að þessl liður gleymist
ekki og sé fyrir árið í heild
nokkuð nærri lagi. Sama er að
segja um rafmagn, hita og
síma. Þessa kostnaðarliði
mætti áætla nákvæmar eftir
mánuðum. Liðurinn Húsnæð-
iskostnaður stendur fyrir allt
er tengist húsnæðinu. Sem
dæmi mætti nefna leigu, við-
hald, greiðslu í hússjóð, fast-
eignagjöld o.s.frv. Oft er sam-
eiginlegur hitakostnaður í fjöl-
býlishúsum greiddur af hús-
sjóði. } slíkum tilvikum er
þægilegast að taka hann með
húsnæðiskostnaðinum til þess
að losna við útreikninga. Sem
fyrr er aðalatriðið, að kostnað-
arliðir gleymist ekki og hver og
einn viti hvernig hann flokkar
sín gjöld. Ferðalög og skemmt-
anir ættu varla að þarfnast
skýringa. Þó mætti spyrja
hvernig eigi að flokka matar-
kostnað á þriggja vikna ferða-
lagi. Hér gildir sama og sagt var
um sameiginlega hitakostnað-
inn hér að framan. í mörgum
6°Uinnnn
NÓVEMBER 1986