Vinnan - 01.11.1986, Síða 7
tilvikum væri þægilegast að
flokka heildarkostnað við ferð-
ina, þar með talinn matar-
kostnað, undir liðinn ferðalög
og skemmtanir, en lækka í
staðinn liðinn fæði og hreinlæt-
isvörur. Undir liðinn Annað
reglulegt vegna heimilis flokk-
ast þeir reglulegu útgjaldaliðir
vegna heimilisins, sem ekki
falla undir neinn af liðunum
fyrir ofan. Sem dæmi mætti
nefna áskriftir af blöðum og
tímaritum, áskriftir af sjón-
varpi og útvarpi, félagsgjöld
ýmiss konar o.s.frv. Liðurinn
Ýmislegt óreglulegt er hálfgerð
ruslakista. Par er áætluð ein-
hver upphæð til að standa
straum af ýmsu óvæntu. T.d.
einhver kunningi á stórafmæli,
sjónvarpið bilar o.s.frv. Ástæða
þess, að kostnaði við rekstur
bíla er skipt í bensínkostnað og
annan kostnað er sú, að
bensínið er reglulegur kostnað-
ur, sem ekki verður slegið á
frest, en öllum öðrum kostnað-
arliðum vegna bílsins má slá á
frest í lengri eða skemmri tíma.
Loks er það liðurinn Opinber
gjöld. Hér færast áætluð opin-
ber gjöld þess hjóna, sem vinn-
ur hjá atvinnurekanda, sem
ekki dregur opinber gjöld frá
launum.
Sem fyrr segir eru aðrar
greiðslur heimilisins, lína B,
flokkaðar í fernt. Ástæða þess,
að vextir og verðbætur eru
hafðar hér er sú, að greiddar
verðbætur og vextir vegna hús-
næðiskaupa koma til frádráttar
á skatti. í töflu 2 er í janúar gert
ráð fyrir síðustu afborgun
vegna húsnæðiskaupa (85000
kr.) með tilheyrandi vöxtum
(15000 kr.), en aðrar afborganir
ásamt vöxtum og verðbótum
séu vegna húsnæðisstjórnar-
lána. Undir liðinn Fjárfesting
flokkast öll meiri háttar eigna-
kaup eins og húsnæði, bíll.
húsgögn og tæki. Eins og fram
hefur komið er í því dæmi, sem
tafla 2 sýnir gert ráð fyrir, að
nýlega hafi verið skipt um bil.
Við gefum okkur, að nýi bíllinn
hafi verið keyptur með ákveð-
inni útborgun og sex 10000 kr.
víxlum, sem greiðast í janúar
til júní á næsta ári. Af þessum
sökum hef ég fært 10000 kr.
undir fjárfestingu fyrstu sex
mánuði ársins. Formlega er
rangt að færa þetta svona. Rétt-
ast er að færa fjárfestinguna í
einu lagi i upphafi og víxlana
sem lán, sem við síðan greið-
um smátt og smátt. Víxlarnir
ættu því að flokkast undir lið-
inn Afborganir af lánum. Ég
færi þetta samt sem áður á
þennan hátt, þar sem ég tel að
mörgum muni þykja það þægi-
legra og til að leggja áherslu á,
að hver og einn gerir sina
greiðsluáætlun fyrir sig og er
ekki skyldugur að fara eftir öðr-
um reglum en þeim, sem hann
setur sér sjálfur. Þá getur einn-
ig verið gott að halda algerlega
sér vöxtum og verðbótum, sem
eru vegna fasteignakaupa. Ef
við höfum sett okkur ákveðið
markmið um sparnað færist
það undir liðinn Regluleg'ur
sparnaður.
3. MISMUNUR (1-2): Pessi
lína er reiknuð út á sama hátt
og í töflu 1. Tölurnar í línu 2 eru
dregnar frá tölunum í línu 1.
4. PENINGAEIGN í LOK MÁN-
AÐAR: Um þessa línu má segja
það sama og um línu 3, hún er
GREIÐSLUÁÆTLUN 1987: Jan. Feb. Mars April Tafla 3 Maí Júní JÚIÍ Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Samtölu- dálkur
Laun, eiginmaður 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 360000
Laun, eiginkona 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 30000 360000
Aðrar tekjur 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 5000 60000
Lifeyrissj. + stéttarfél. 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 36000
Opinber gjöld 0 6000 6000 6000 6000 6000 0 6000 6000 6000 6000 6000 60000
Ráðstöfunartekjur 62000 56000 56000 56000 56000 56000 62000 56000 56000 56000 56000 56000 684000*
Aðrir peningar inn 100000 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 100000
1. Samtals peningar inn 162000 56000 56000 56000 56000 56000 62000 56000 56000 56000 56000 56000 784000*
Fæði og hreinl.vörur 15000 15000 15000 15000 15000 15000 15000 15000 15000 15000 15000 15000 180000
Fatnaður og skór 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 36000
Rafmagn, hiti og sími 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 30000
Húsnæðiskostnaður 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 2000 24000
Ferðalög og skemmtanir 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 2500 30000
Annað reglul. v. heimilis 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 18000
ýmislegt óreglulegt 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 1500 18000
Bíll (bensín) 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 3000 36000
Bíll (annað) 0 0 10000 0 0 10000 0 0 10000 0 0 0 30000
Opinber gjöld 0 7000 7000 7000 7000 7000 0 7000 7000 7000 7000 7000 70000
A. Samtals gjöid án vaxta 31000 38000 48000 38000 38000 48000 31000 38000 48000 38000 38000 38000 472000*
Vextir og verðbætur 15000 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 39000
Afborganir af lánum 85000 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 0 6000 0 60000
Fjárfesting 10000 10000 10000 10000 10000 10000 0 0 0 0 0 0 60000
Reglulegur sparnaður 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
B. Samt. önnur
ráðstöfun 110000 22000 10000 10000 22000 10000 0 12000 0 0 12000 0 208000*
2. Samtals peningar út
(A+B) 141000 60000 58000 48000 60000 58000 31000 50000 48000 38000 50000 38000 680000*
3. Mismunur (1-2) 21000 -4000 -2000 8000 -4000 -2000 31000 6000 8000 18000 6000 18000 104000*
Peningaeign í upphafi árs 0
4. Peningaeign í lok
mánaöar 21000 17000 15000 23000 19000 17000 48000 54000 62000 80000 86000 104000**
reiknuð út á sama hátt og í
töflu 1. Eini munurinn er sá, að
nú hefur verið bætt inn í töfl-
una liðnum Peningaeign í upp-
hafi ársins. í töflu 1 var þessum
lið haldið fyrir utan töfluna
sjálfa, en þó tekið tillit til hans.
A það skal lögð áhersla, að á
sama hátt og í töflu 1 gegnir
peningaeign í lok desember
(merkt **) Igkilhlutverki við
að tryggja rétta útreikninga í
greiðsluáœtluninni.
Táfla 2 er eins og tafla 1 að því
leyti, að það er einn dálkur fyrir
hvern mánuð og samtöludálk-
ur, sem er samtala mánaðanna
tólf. / töflu 1 gegndi samtalan
fyrir línu 3 lykilhlutverki við
að koma í veg fyrir reiknings-
villur í greiðsluáœtluninni. í
töflu 2 eru sex slíkar lykiltölur
í samtöludálkinum, tölur þar
sem fá verður sömu niðurstöðu
bæði þegar lagt er saman lárétt
(tölurnar tólf í sömu línu lagðar
saman) og þegar lagt er saman
eða dregið frá lóðrétt (unnið
með tölur fyrir ofan). Þessar
sex tölur eru merktar með *.
Þegar tafla 2 er skoðuð kann
tveimur spurningum að skjóta
upp í huga manns við fyrstu at-
hugun. Af hverju er verið að
skrifa öll þessi núll og af hverju
er ekki tekið tillit til verðbólgu?
Fyrri spurningunni er fljót-
svarað. Núllin þarf ekki að
skrifa. Pau eru eingöngu til
hægðarauka við lestur töflunn-
ar, svo að minni likur séu á að
maður fari línuvillt. Varðandi
seinni spurninguna þá er verð-
bólgan ekki tekin með, til þess
að flækja dæmið ekki um of.
Áætlunin er jafnrétt eftir sem
áður, því að ekki er óeðlilegt að
gera ráð fyrir, að verðbólgan
hafi yfirleitt svipuð áhrif til
hækkunar bæði á tekjur og
greiðslur.
Af töflu 2 sést vel, að
greiðsluerfiðleikar næsta árs
eru ekki mjög miklir. Auðvelt
er að fresta ýmsum greiðslum,
þannig að ekki komi mínustöl-
ur í neðstu línuna. Þannig
mætti fresta fatakaupum og
skemmtunum. í verri tilvikum
væri hægt að draga í skamman
tíma greiðslur fyrir rafmagn og
hita og opinber gjöld, sem ekki
eru dregin af launum. En það
er ekki nóg að færa til liði, ef
ætlunin er að fara í gott sumar-
frí án þess að taka lán. Þá er
nauðsynlegt annað hvort að
auka tekjurnar eða draga úr út-
gjöldum. Tékjurnar getum við
aukið með því að vinna meira
eða fá okkur betur launað starf.
Ef við gefum okkur, að hvorki
sé möguleiki né vilji til að
vinna meira og betur launað
starf ekki á lausu, þarf að skera
niður útgjöldin. Að vandlega
athuguðu máli gætum við
kannski komist að þeirri niður-
stöðu, að það væri ekki svo ýkja
erfitt að skera útgjöldin niður í
það, sem tafla 3 sýnir. Alla vega
væri það vel þess virði til þess
að afgangur ársins yrði 104000
kr. í stað 20000 kr. og við kæm-
umst í frí.
Táfla 3 er einungis áætlun.
Það, sem nú þarf að gera er að
halda bókhald yfir rekstur
heimilisins og láta áætlunina
ganga upp. í næstu grein mun
ég fjalla um það hvernig hægt
er að hafa einfalt bókhald yfir
tekjur og gjöld heimilisins, án
þess að eyða í það miklum
tíma. Þeir, sem hafa áhuga á að
færa bókhald ættu samt að
byija strax, til þess að reka sig
á vankanta, þvi af því lærir
maður.
NÓVEMBER 1986
Uinnan °7