Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 14
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR
Sovéskt beitiskip búið flugskeytum. Skipið er afSlava gerð.
forsenda allra ákvarðana um eigin varnar-
viðbúnað. Eru stjórnmálamenn okkar
ánægðir með það, að þurfa sífellt að leita
til erlendra aðila til að fá hernaðarlega
ráðgjöf, þegar ákvarðanir um íslenska
öryggis- og varnarhagsmuni eru teknar?
Því trúi ég ekki að óreyndu.
18. Það er almennt viðurkennt, að varnarliðið
á Keflavíkurflugvelli er staðarvörn og
getur því ekki varið Island allt nema til
komi liðsauki annars staðar frá. Engar
upplýsingar eru fyrirliggjandi um slíka
liðsaukaflutninga.
íslensk stjórnvöld þurfa hinsvegar að
taka afstöðu til eftirfarandi atriða í sam-
bandi við fyrirhugaða liðs- og birgðaflutn-
inga til íslands:
- Hverskonar liðsauka er um að ræða.
Landher, flugher eða flota?
- Heildarfjöldi og samansetning?
- Hlutverk og staðsetning?
- Yfirstjórn liðsins og þátttaka Islendinga
í stjórnun?
19. Ef verja á fiskimið, siglingaleiðir og hafnir
umhverfis landið gegn tundurduflum sem
leggja má með flugvélum eða kafbátum
verður að koma á fót tundurduflavörnum.
Samkvæmt lögum er það hlutverk Land-
helgisgæslunnar, en í dag á hún þess enga
möguleika að sinna þessu verkefni vegna
skorts á tækjum og kunnáttu. Tundurdufl-
aslæðarar liggja heldur ekki á lausu hjá
öðrum NATO-ríkjum. Þetta er því mikið
hagsmunamál sem kallar á úrræði.
20. Það er hernaðarlega ómögulegt að verja
flugvelli í dag svo vel, að engin flugvél eða
eldflaug sleppi í gegn í árásarferð. A
Keflavíkurflugvelli sjá 14 F-4E þotur um
loftvarnir gegn hugsanlegum loftárásum
Norðurfiotans. Það er að mínu mati ófull-
nægjandi loftvarnir fyrir sjálfan flugvöllinn
og þá ekki síður allt landið. Eftirfarandi
spurningum þarf að svara:
- Hverskonar loftvarnir eru nauðsynleg-
ar fyrir Island?
- Staðsetning loftvarna. Hluti af landinu
eða allt landið? Árásarmörk?
- Varaflugvellir fyrir orrustuþotur ef
Keflavíkurflugvöllur lokast? Fyrir
liðs- og birgðaflutninga? Móttökugeta?
- Flugvallarviðgerðir (Rapid Runway
Repair)?
- Mönnun loftvarnarkerfa?
- Stjórnun?
21. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þrjá
stóra málaflokka í varnarviðbúnaði Is-
lendinga sem skipt geta sköpum fyrir þjóð-
ina ef að til styrjaldar kemur. Við erum á
allan hátt illa undir slíka atburði búin. Ég
hef þá ekki rætt um efnahagsleg og félags-
leg vandamál sem upp mundu koma. Og
ekki heldur um aðflutninga birgða og
birgðasöfnun í landinu til þess að mæta
óvæntum atburðum. Stjórnmálaleg vanda-
mál sem snerta herumsvif Atlantshafs-
bandalagsþjóða hér á landi á stríðstímum
verða heldur ekki rædd hér.
22. Niðurstaða rnín er hinsvegar sú, að hern-
aðarlegt mikilvægi Islands aukist stöðugt.
Ástæða þess er lega landsins og lykilhlut-
verk í öllum hernaðarumsvifum á Norður-
Atlantshafi.
ísland mun því ekki komast hjá átökum
skelli á styrjöld. Helstu varnar- og öryggis-
hagsmunir íslendinga cru því að:
- Tryggja sjálfstæði íslenska lýðveldis-
ins og yfirráðarétt yfir landi og sjó.
- Efla varnir landsins svo mæta megi ár-
ásum eða hótunum um árásir.
- Stjórnkerfi og samfélag sé hluti af þess-
um allsherjarvörnum og geri þeim fært
að standa af sér ófrið og hættuástand,
án þess að riðlast og lamast.
Telja má rfkjandi utanríkis- og varnar-
málastefnu stjórnvalda í samræmi við þessa
hagsmuni svo langt sem það nær. Það er hins-
vegar brýn þörf á því, að Islendingar sjálfir í
þágu stjórnvalda geri heildarúttekt á varnar-
þörf og varnargetu Islands og taki þátt í áætl-
anagerð og skipulagningu eigin varna. Aðeins
virk þátttaka íslendinga sjálfra í eigin vörnum
getur tryggt það, að tekið verði tillit til örygg-
ishagsmuna okkar í samkeppni við sjónarmið
annarra þjóða í Atlantshafsbandalaginu.
NATO - iiðsauki
„Allied Mobile Force“: 3 Bn 4 Sq orustuflugvélar ca. 2-ódagar + 1 Sq CF-5 sprengjuflugvél
„Herlið SACLANT'S“: STANAVFORLANDT 5-8 herskip
(Standing Naval Forces Atlantic) STRIKING FLEET ca. 0-5 dagar
ATLANTIC 2-5 flugmóðurskip 250-450 orustuflugvélar ca. lOdagar
MARCONFORLANT (Maritime Contingency Force Atlantic) „Varalið SACLANT‘S“: 2-3 enskar sérsveitir 1 hollensksérsveit ca. 7 dagar
MAB (Marine Amphibious 1 Regimental LandingTem
Brigade) 1 sveit orustuflugvéla 1 birgða- og þjónustufylki ca. 35 dagar
Liðs- og birgðaflutningar
til íslands
- Hverskonar liðsauka er um að ræða, land-
her, flugher, eða flota?
- Heildarfjöldi og samansetning?
- Móttökugeta íslenskra hafna og flugvalla?
- Vopnabúnaður og önnur tæki?
- Hlutverk og staðsetning?
14
STEFNIR