Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 25

Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 25
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR Evrópu eru. Það eykur líkurnar á átökum, af því að heybrókin flæmist undan, andæfir ekki yfirganginum. Friðarhreyfingarnar eru vottur um veiklyndi Vesturlanda. Það væri sögulegt stórslys ef þær næðu markmiðum sínum. Máttur sjálfsblekkingarinnar er mikill. f>að þarf engum að koma á óvart að hagsmunir, ást- ríður eða tilfinningar geti komið í veg fyrir að menn beri skynbragð á sjálfa sig, umhverfi sitt og þarfir. Eitt slagorð sem sést hefur er „Við krefjumst framtíðar.“ Hver ætti að neita þeim um hana? Það er einungis ein ríkisstjórn í ver- öldinni sem hefur áhuga á því. Annað slagorð er „Við viljum frið.“ Það þarf sterkan vilja og mikla glámskyggni til að trúa því að hér hafi verið ófríður eða að allar horfur séu á því að hann brjótist út á næstunni. Af hverju er þá svo brýnt nú þessar vikur og mánuði að ganga fyrir friði? Hvaða þarfir eða hagsmunir eru það sem krefjast þess? Þeim sem stendur utan þeirrar friðarhreyf- ingar sem nú ber hæst er allsekki ljóst hvað það er sem gerir það svo brýnt einmitt nú að fara í friðargöngu víðsvegar um Vestur-Evrópu. Það, sem venjulega er nefnt, eru þær flaugar, sem fyrirhugað er að koma fyrir í Vestur-Evrópu, Pershing- og stýriflaugarnar. En af hverju þarf sérstaklega að koma í veg fyrir að þeim verði komið upp? Ekki á að skjóta þeim á Vestur- Evrópu heldur eru þær hugsaðar til varnar henni gegn flaugum Varsjárbandalagsins. Það er varasamt að álykta sem svo að starf- semi friðarhreyfinganna sé stjórnað af Sovét- mönnum, þótt ýmsar vísbendingar megi hafa um áhrif þeirra. Til dæmis er óvenjulega hátt hlutfall stjórnar- og áhrifamanna í baráttunni fyrir kjarnorkuafvopnun (CND) í Bretlandi félagar í breska kommúnistaflokknum, en félagatafla hans hleypur á örfáum þúsundum. Hver áhrifin nákvæmlega eru, er ómögulegt að færa nokkrar sönnur á. Það er erfitt að átta sig á samsetningu þessarar hreyfingar hér á landi. En það má huga að öðru. Markmið friðar- hreyfinoanna og hagsmunir Sovétríkj anna fara saman í fjölmörgu. Það þyrfti engan að undra þótt Sovétstjórnin beiti leppfélögum sínum á Vesturlöndum til að efla friðarhreyfingarnar. Það er til kunn stofnun, sem nefnist Heims- friðarráðið, hefur aðsetur sitt í Helsinki og er stjórnað af Rússum, þótt ekki megi heita svo. Áætlun Heimsfriðarráðsins fyrir 1983 er mjög fróðleg fyrir þá sem fylgjast með viðgangi friðarhreyfinganna. í henni segir til dæmis: „Frekari aðgerðir gegn hættunni af kjarn- orkustríði og staðsetningu nýrra bandarískra gjöreyðingarvopna í Vestur-Evrópu. Viðburðir í ýmsum þjóðlöndum (mótmæla- göngur, semínor, umræðufundir o.s.frv.) með alþjóðlegri þátttöku gegn uppbyggingu kjarn- orkuvígbúnaðar og staðsetningu bandarískra flauga í Vestur-Evrópu... Alþjóðlegir fundir borgarstjóra og kjörinna fulltrúa og friðarafla frá þeim bæjum og svæð- um þar sem setja á niður bandarísku flaug- arnar...“ (Úr Encounter, apríl 1983, bls. 27.) Friðarfundir, friðartónleikar, stofnun félaga um frið, mótmælagöngur, allt fellur þetta undir orðalagið „viðburðir í ýmsum þjóðlöndum". Það er ekki þar með sagt að einhver tiltekinn fundur, félagsstofnun eða tónleikar hafi verið skipulagt samkvæmt áætlun heimsfriðar- ráðsins. Það væri rangt að því er ég best veit. En það er ekki meginatriðið. Það sem megin- máli skiptir í þessu samhengi, og er aldrei of oft sagt, er að markmið friðarhreyfinganna og utanríkisstefnu Sovétríkjanna eru í sumum atriðum hin sömu. Þess vegna þjóna friðarhreyfingar hagsmunum Sovétríkjanna. Það breytir í sjálfu sér engu, hvort því er haldið fram að einstaklingarnir í hreyfingunum eru vitandi vits að þjóna hagsmunum Sovétríkj- anna. Ég held raunar að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra sem vilja kenna sig við þessar friðarhreyfingar hafi megnan ímugust á þjóð- félagskerfi Sovétríkjanna og vilji ekki með neinu móti þurfa að lifa við það. Samt eru þeir óbeint að þjóna hagsmunum þeirra með þátt- töku sinni í starfsemi friðarhreyfinganna. Þetta virðist mótsagnakennt en er það ekki, þegar nánar er að gáð. Eitt markmið utanríkisstefnu Sovétríkjanna um þessar mundir er að koma í veg fyrir stað- setningu meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu. Langtímamarkmið þeirra er náttúrulega að halda Vestur-Evrópu í álíka úlfakreppu og Finnar eru. Rússar vilja finn- landísera Vestur-Evrópu með öðrum orðum. Ein leiðin að þessu marki er að splundra At- lantshafsbandalaginu með því að ala á misklíð og óánægju í aðildarríkjunum með hvaðeina scm lýtur að sameiginlegum vörnum eða hags- munum. Ef það tækist að kljúfa Atlantshafs- bandalagið, styttist leiðin í að Vestur-Evrópa verði hlutlaus. Þá værum við komin í úlfa- kreppu, Sovétríkin hefðu náð markmiðum sínum í Vestur-Evrópu, allir ættu verra hlut- skipti eftir en áður. Það er svolítið erfitt að átta sig á markmiðum friðarhreyfingarinnar hér á landi. Yfirlýsingar þeirra sem tala í nafni hennar eru óljósar og stangast iðulega á. Kirkjan til að mynda, sem hefur tekið undir málflutning friðarhreyf- inganna, tekur það skýrt fram að hún vilji ekki einhliða afvopnun, en aðrir sem vilja telja sig innan friðarhreyfinganna eru eindregnir and- stæðingar einhliða afvopnunar. Sumir láta sig dreyma um að kjarnorkuvopn verði þurrkuð út af jörðinni, aðrir óttast að mistök kunni að valda kjarnorkustríði, þeir þriðju láta sér jafn- vel detta í hug að öll vopn, ekki einungis kjarn- orkuvopn, verði þurrkuð út af jörðinni. Svo eru þeir sem vilja að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði og Island þar með. Sama eigi einnig að gilda um hafið umhverfis landið. Þettaer gjarnan rökstutt með því, hvað yrði um okkur ef slys yrði út af ströndum Is- lands, þar strandaði kjarnorkukafbátur og fiskurinn á miðunum mengaðist af geislavirkni. í Vestur-Evrópu fer ekkert á milli mála að höfuðmarkmið friðarhreyfinganna er að koma í veg fyrir staðsetningu meðaldrægra kjarna- flauga. í Bretlandi hefur baráttan fyrir kjarn- orkuvopnun það einnig á stefnuskrá sinni að Bretland skuli afvopnast einhliða. Fleira mætti tína til, en þetta nægir. Sovétríkin og friðarhreyfingin eiga það sam- eiginlegt að vilja koma í veg fyrir staðsetningu meðaldrægra kjarnaflauga í Vestur-Evrópu. Þeir, sem vilja einhliða afvopnun Vestur-Ey- rópu, hljóta einnig að styðja að hún verði hlut- laus og finnlandíseruð. Sovétríkin hafa lengi verið fylgjandi því að Norðurlönd yrðu form- lega lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. I íslensku friðarhreyfingunni hafa verið uppi háværar raddir um það. Það fer margt saman í stefnumálum friðar- hreyfinganna og sovéskri utanríkisstefnu. Það þarf umtalsverða hæfileika til að blekkja sjálfan sig til að sjá ekki hvernig friðarhreyf- ingarnar efla hagsmuni ráðstjórnarinnar. GuAmundur HviAar Frímanns.s»n lauk B.A. prófi í heimspeki frá Háskóla íslands 1976. Stundaði framhaldsnám við Lundúnaháskóla 1976-1979. Menn- taskólakennari á Akureyri frá 1979. Guðmundur var formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akur- eyri 1980-1981, á sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri og kjördæmisráði sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra og hefur átt sæti í stjórn SUS frá 1981. STEFNIR 21

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.