Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 27
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR
þess að koma í veg fyrir að hildarleikurinn
1914-18 yrði endurtekinn og ýmsum stjórn-
málamönnum þóttu sumar kröfur Hitlers eiga
rétt á sér í Ijósi stefnunnar um sjálfsákvörð-
unarrétt þjóða. Það kom þó að því, að Bretum
þótti Hitler hafa gengið of langt og ákváðu að
auka vígbúnað sinn til þess að sýna Þjóðverj-
um, að þeir myndu ekki sætta sig við forræði
þeirra í Evrópu. Bretum og Frökkum hefur
verið legið á hálsi fyrir andvaraleysi, sem talið
er hafa magnað yfirgang Hitlers.
Hliðstæðu við ástandið fyrir síðari heims-
styrjöld má finna í riti Þúkidítesar um Pelóps-
skaga-styrjaldirnar. Þýskaland er sett í stað
Aþenu, en Bretland í stað Spörtu. Þúkidítes
sagði, að þegar Aþena (Þýskaland) hafi verið
orðin svo öflug, að hún hafi tekið að sýna
bandamönnum Spörtu (Bretlands) yfirgang,
hafi Spartverjum (Bretum) þótt ástandið óþol-
andi og ákveðið að nota alla krafta sína til þess
að ráðast á Aþenu (Þýskaland) í von um að
brjóta veldi hennar á bak aftur.
Orsakir síðari heimsstyrjaldarinnar hafa
ekki vafist eins fyrir mönnum og orsakir þeirrar
fyrri og fram til 1960 voru flestir sammála um
að Þjóðverjar eða jafnvel Hitler einn væri
sökudólgurinn. Breski sagnfræðingurinn
A.J.P. Taylor mótmælti þessari skoðun í riti
sínu um orsakir síðari heimsstyrjaldarinnar,
sem út kom 1961. Hann heldur því fram, að
Hitler hafi ekki ætlað í stríð 1939 og heimsstyrj-
öldin hafi orsakast af mistökum stjórnmála-
manna allra aðila. Taylor rökstyður mál sitt
snilldarlega, en hefur þó ekki tekist að sann-
færa marga um sakleysi Hitlers. Enda er óhugs-
andi fyrir nútímann að viðurkenna að styrjöld
fyrir mannleg mistök sé raunverulegur mögu-
leiki, því að úr næstu heimsstyrjöld verðurekki
aftur snúið.
Það er nokkur huggun í þeirri skoðun Mic-
haels Howards, að styrjöld fyrir slysni sé
óþekkt fyrirbæri. Til allra styrjalda sé stofnað
af yfirlögðu ráði, en að vísu hafi gangur þeirra
og niðurstöður í rúmlega helmingi tilvika orðið
aðraren upphafsmennirnir væntu. Tilfinninga-
semi og óraunsæi séu sjaldgæfar styrjaldaror-
sakir, þróuð samfélög meti áhrif viðburða á
framtíðina t.d. hvort þeir geti komið af stað
skriðu, sem svipti þau vinum og áhrifum og
skilji eftir einangruð í heimi þar sem óvinir
ráða lögum og lofum. Að mati Howards hafa
flestar styrjaldir undanfarin 200 ár verið háðar
vegna þess að menn hafi reynt að meta aðstæð-
ur af skynsemi, en ekki vegna þess að þeir séu
í eðli sínu árásargjarnir eins og líffræðingar
hafa stundum haldið fram. Menn hafa séð fyrir
hættur og brugðist við þeim eins og Spart-
verjar. Flestum Þjóðverjum 1914 og nærri
öllum Bretum 1939 þótti réttlætanlegt að fara í
stríð til þess að viðhalda valdajafnvæginu, áður
en þeir yrðu einangraðir í fjandsamlegum
heimi
Úrslit beggja heimsstyrjalda komu á óvart.
Það voru ekki Bretar og Frakkar, sem náðu
forræði í Evrópu að lokinni síðari heimsstyrj-
öldinni. Veldi Sovétríkjanna teigði sig yfir
landflæmið frá Vladivostok til Elbu og í augum
Sovétmanna að minnsta kosti réðu Banda-
ríkjamenn öðrum heimshlutum. Vestur-Ev-
rópumenn hafa sætt sig við forræði Banda-
ríkjanna, þótt það mun fýsilegra en forræði
hins risaveldisins.
Það er ef til vill gæfa heimsins á kjarn-
orkuöld, að bæði risaveldin hafa yfir miklu
landssvæði og auðlindum að ráða, eru það sem
kallað hefur verið södd stórveldi. Þó er alltaf
sú hætta fyrir hendi, að annað þeirra óttist ein-
angrun vegna röskunar valdajafnvægisins. Ef
sagnfræðingar lifa af kjarnorkustyrjöld, er
hugsanlegt að þeir skrifi eftir þúsund ár eins og
Þúkidítes gerði fyrir Krist, að ótti Bandaríkj-
anna við vaxandi veldi Sovétríkjanna hafi gert
styrjöld óumflýjanlega.
En tímarnir hafa breyst og í stað þess að
styrjaldir séu taldar eðlileg og jafnvel æskileg
leið til þess að jafna deilur og ná stjórnmála-
legum árangri, er sú skoðun æ útbreiddari, að
þær séu óverjandi. Meðan allir eru ekki
sammála er hætta á að þjóðfélögin, sem sætta sig
við ófrið til lausnar stjórnmáladeilum nái yfir-
ráðum og þurfi ekki einu sinni að berjast til
þess.
Eðli valdsins hefur einnig breyst. Fram á 17.
öld var veldi ríkis mælt í landsstærð, auð-
lindum og mannfjölda. Með iðnbyltingunni
bættist auðveld nýting auðlinda í dæmið og í
upphafi aldarinnar var hernaðarmáttur
mældur í fjölda hermanna og hve hratt járn-
brautakerfið gat borið þá til vígvalianna. í upp-
hafi fyrri heimsstyrjaldar hafði enn einn nýr
þáttur bæst við, tæknilegar nýjungar í vopna-
búnaði og frá þeim tíma hefur kapphlaupið
ekki verið um fjölda hermanna heldur háþró-
aðri og áhrifameiri vopn. Þetta er vígbúnaðar-
kapphlaup nútímans, en vígbúnaðarkapp-
hlaup veldur ekki styrjöld. Eins og fyrr á öldum
ciga orsakirnar rætur í mati stjórnmálamanna
á útþenslu óvinaríkja og ótta við að valdajafn-
vægið raskist um of þeim í óhag. Hugsanleg
dæmi um slíkt í nútímanum væru stórfelldir
áróðurssigrar Sovétríkjanna í Mið- og Suður-
Ameríku annars vegar en hins vegar fljótfærn-
islegar og vanhugsaðar tilraunir Vesturveld-
anna til þess að breyta stjórnarfari á yfir-
ráðasvæði Sovétríkjanna. Að líkindum stafar
þó meiri hætta af því að smærri ríki með óstöð-
ugra stjórnarfar freistist til að hugleiða tak-
markaða kjarnorkustyrjöld gegn fjandsamleg-
um nágranna, t.d. Indland gegn Pakistan,
ísrael gegn Arabaríkjum.
Fram á kjarnorkuöld lögðu menn út í styrj-
öld í vissu um hagnað, en risaveldunum er
ljóst, að kjarnorkustyrjöld fylgir gereyðing
stórra hluta eigin landssvæðis og hugsanleg tor-
tíming alls lífs á jörðinni. Manndráp hafa
löngum verið talin réttlætanleg til þess að út-
kljá deilur milli ríkja og eru það sumstaðar
enn, en sjálfsmorð hefur aldrei þótt vænleg
aðferð. Michael Howard bendir á þetta og
telur erfitt að fullyrða, að eyðilegging kjarn-
orkuvopna sé æskileg ein sér, því að ekkert,
sem auðveldi stjórnmálamönnum að sjá hagn-
aðarvon í styrjöld sé vænlegt til að tryggja var-
anlegan frið. Það eina, sem tryggt getur slíkan
frið er samkomulag allra manna um að styrj-
aldir séu óverjandi.
Helstu heimildir.
Grimberg, Carl, Verdens Historien, 2, (Kaup-
mannahöfn 1958).
Howard, Michael, The Causes of Wars, (London
1983).
Lee, Dwight E., The Outbreak of the First World
War. Who or What Was Responsible? (Lexington,
Mass. 1970).
Northedge, F.S., Grieve, M.J., A Hundred Years
of International Relations, (London 1971).
Roberts, J.M., Europe 1880-1945 (London 1978).
Taylor, A.J.P., The Origins of the Second World
War, (London 1963) og The Struggle for Mastery in
Europe 1848-1918, (Oxford 1971).
Sólrún Jensdóttir (f. 1940) lauk stúd-
entsprófi frá V.í. 1960 og B.A. prófi í
íslensku og sögu frá H.í. 1971. Hún
lauk M.Phil. prófi frá London School of
Economics. Sólrún hefur starfað sem
blaðamaður við Morgunblaðid og
einnig sem kennari við framhaldsskóla
og Háskólann. Hún á sæti í stjórn
Landssambands sjálfstæðiskvenna og er
skrifstofustjóri í Menntamálaráðu-
neytinu.
STEFNIR
23