Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 9

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 9
3 II. Læknar, yfirsetukonur og sótthreinsunarmenn. (I. og II. skrá). Með læknaskipunarlögunum 16. nóv. 1907 var landinu skift í 43 læknishéruð. Arið 1907 voru 3 héruð læknislaus, en 1908 2. Yfirsetukonuumdæmi voru 198 árið 1908, en þá vantaði yfirsetukonur i 14 umdæmi. Auk hinna skipuðu yfirsetukvenna eru sumstaðar aðrar konur, sem fást við að sitja yfir. Árið 1907 voru þær 40. Þar af 26 lærðar, en 14 ólærðar og að auki tveir karlmenn, báðir ólærðir. Árið 1908 voru þessar óskipuðu yfirsetukonur 33 í samtals 18 héruðum, þar af 21 lærð og 12 ólærðar, enn fremur tveir ólærðir karlmenn, annar í Hafnarfjarðar-héraði, hinn í Hesteyrarhéraði. Sótthreinsunarmenn eiga að vera einn eða fleiri í hverjum hreppi, samkv. sóttvarnarlögunum 16, nóv. 1906. Þeir hafa verið skipaðir smátt og smátt eftir þvi sem nauðsyn hefir krafið. Árið 1908 voru þeir orðnir 158. IV. Skottulæknar. (III. og IV. skrá). Frá fyrri tíð mun ekki vera til nein vitneskja um tölu skottulækna liér á landi, en allir kunnugir segja, að þeim hafi óðum fækkað síðan læknunum fjölgaði. Á síðari árum hefir verið lagt fyrir héraðslækna að senda sérstaka skýrslu um skottu- lækna. Árið 1907 voru skottulæknar 53 i samtals 27 héruðum, þar af 45 smá- skamtalæknar og 8 stórskamtalæknar. Eftir atvinnu skiftust þeir sem hér segir: Bændur ............................ 32 Konur .............................. 8 Husmenn ............................ 6 Prestar ............................ 4 Sjómenn ............................ 2 Trúboði ............................ 1 Samtals 53 Árið 1908 voru skottulæknar 48 í samtals 23 héruðum, þar af 42 smáskamta- læknar og 6 stórskamtalæknar. Meðal þeirra voru: Bændur ............................ 26 Húsmenn ............................ 9 Konur .............................. 7 Prestar ............................ 4 Trúboðar............................ 2 Samtals 48 Hvergi á landinu er jafnmikið um skottulækna sem i Skagafirði, þar voru þeir i Sauðárkróks og Hofsóshéruðum 8 talsins árið 1907 og 10 árið 1908. IV. Farsóttir. (V.—VIII. skrá). Ýmsar farsóttir hafa komið harðar niður á þjóðinni þessi ár, en að undan- förnu og er það einkum mislingar 1907—1908 og kíghósti 1908.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.