Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 11

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 11
0 í Akureyrarhéraði segir læknir að varnir hafi gefist vel i sveitunum. í Grímsneshér- aði vörðust 3 hreppar. í Skaftártungum í Síðuhéraði komst veikin að eins á einn bæ. í Vopnafjarðarhéraði vörðust sumir hlutir landsveitanna. í Strandahéraði kom veikin á einn bæ og var stöðvuð. I Skipaskagahéraði vörðust einstaka sveitabæir. í Þingeyrarhéraði vörðust ýmsir einstakir bæir, þar varðist allur Ingjaldssandur, 7 bæir; þar varðist og allur Önundarfjörður, og gekk þó sóttin í sveitunum bæði að sunnan og norðan, og mikil mannaferð um fjörðinn. Jafnvel í Reykjavík vörðust einstöku heimili sóttinni. Vörnin var alstaðar í því fólgin, að þau heimili, sem vörðust, gættu þess: 1. að láta engan af heimilinu á mislingaaldri koma á sóttarheimili eða grunuð heim- ili. 2. Að taka ekki á móti neinum gestum, nema þeim, sem víst var um að þeir hefðu áður haft mislinga. Mislingar fara ávalt fljótt yfir og sóttkveykjan getur ekki haldist lifandi i hús- uin eða fatnaði, svo að hvert heimili er hættulaust undir eins og sóttin er þar um garð gengin. Sóttkveikjan deyr út með sóttinni og sótthreinsun er því óþörf. ÖIl reynsla hér á landi bendir til þess, að sóttin berist aldrei með heilbrigðum. Þess vegna er svo hægt að verjast veikinni til sveita, og eflaust hefði það mátt takast miklu víðar en raun hefur á orðið. Tveir læknar þykjast þó hafa orðið þess varir, að sóttin geti borist með heilbrigðum, en það verður þó ekki talið fullsannað. Hins vegar nú fengin þúsundföld reynsla fyrir því, að heilbrigðir menn (sem hafa haft mislinga) bera sóttina ekki með sér húsa í milli. 2. Taugaveiki. Árið 1907 gerðu læknar grein fyrir 241 sjúkling og 1908 334. Veikin kemur mjög misjafnt niður á héruðin; fyrra árið varð hennar alls ekki vart í 17 héruðum. og síðara árið ber ekki á henni í 14 héruðum. Það ernú margreynt og margsannað, að jafnan er hægt að stöðva veikina þegar hún kemur upp á sveitaheimili, með því að sóttkvía heimilið og sótthreinsa það þegar veikinni er lokið. Þegar þetta mistekst, þá er það af því, að veikinni er leynt fyrir læknum eða brotnar sóttvarnarfyrirskipanir. Veikin er langerfiðust viðfangs i kauptúnunum. Því veldur skortur á góðum vatnsbólum og utanhússóþrifnaður með saur og sorp, samfara þéttbýlinu. í flestum kauptúnum landsins er neyzluvatn tekið úr grunnum og illa gerðum brunnum; víða vanta salerni og sorpi er safnað í hauga eða gryfjur. Komi nú upp taugaveiki, er hættan mikil að jarðvegurinn sóttmengist og vatnsbólin, og verður þá oftast óvinnandi verk að uppræta veikina til fulls, ef ekki er bætt úr þrifnaðarskortinum. Þannig hefir veikin tekið sér bólfestu í ýmsum kauptúnum landsins undanfarin ár t. d. Sauðárkrók, Blönduós og Stykkishólmi. Úr kauptúnum berst hún svo út um sveitir í ýmsar áttir, án þess að við verði ráðið. Þessi hætta vofir yfir öllum kauptúnum landsins og umhverfum þeirra. En það er segin saga að alstaðar þar sem góðar vatnsveitur eru gerðar og viðunandi þrifnaður heimtaður utanhúss, þar dregur stórkostlega úr taugaveikinni, svo að hún hverfur smámsaman að mestu leyti. Þetta hefir t. d. sannast á Isafjarðarkaupstað. 3. Barnaveiki. Barnaveiki hefir þessi tvö ár gert vart við sig i fullum helming læknahér- aðanna. I mjög mörgum héruðum hefur veikin orðið stöðvuð með sóttvörnum, t. d.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.