Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 15
9
X. Sárasótt (Syphilis).
(XI. og XII. skrá).
1907 eru taldir 16 sjúklingar í 7 héruðum og 1908 14 sjúklingar í 5 héruð-
um. Þessir sjúklingar cru ílestir útlendir. Sárasótt hefir margsinnis borist hingað
til landsins á undanförnum öldum og undanfarna áratugi hefir hennar orðið vart á
hverju ári. Þó er lnin einlægt mjög fátíð og virðist alls ekki fara i vöxt.
í öðrum löndum er þessi sjúkdómur margfalt algengari. Þar hafa víða
verið reyndar lögboðnar sótlvarnir, en gefist mjög misjafnlega og þess vegna sum-
staðar hætt við þær með öllu.
Lekandi og sárasótt eru sjúkdómar, sem allir vilja leyna, og lögboðin sótt-
varnarfyrirmæli verða því mjög oft þess valdandi að fjöldi sjúklinganna leitar sér
ekki læknishjálpar eða fer til skottulækna. Ég veit að læknar hér á landi láta sér
jafnan umhugað um að brýna fyrir þessum sjúklingum nauðsynlegar varúðarreglur
og vekja athygli þeirra á þvi, að þung hegning liggur við ef einhver ber slíkan
sjúkdóm vísvitandi á aðra. Þegar það hefir komið fyrir að sárasótt hefir borist á
fálæk heimili í kaupstöðum og margir sýkst sökum óþrifnaðar og slóðaskapar, þá
hafa slík heimili jafnan verið tekin til meðferðar á landsins kostnað.
Ég læt þessa alls getið af því, að það hefir stundum komið til orða, að
hér á landi væri þörf á strangari lögskipuðum vörnum gegn þessum sjúkdómum,
en nú eru til. Ég tel mjög efasamt að slík lagasetning kæmi að tilætluðum notum.
XI. Kláði.
(XI. og XII. skrá).
Kláði virðist fara heldur þverrandi; 1905 sáu læknar 225 sjúklinga, 1906
212, 1907 194 og 1908 163. Rénun þessa sjúkdóms er augljós vottur um batnandi
heimilisþrifnað.
XII. Sjúkrahús.
(XIV. og XV. skrá).
Sjúkrahús fyrir alla algenga sjúkdóma eru nú orðin 11.
Skýrslurnar (sjá bls. 35) þurfa ekki neinnar skýringar við. Af þeim má sjá
að aðsóknin að sjúkrahúsunum fer vaxandi. Það er og víst, að mönnum er alstað-
ar orðið ljóst, að brýn nauðsyn ber til þess að hafa lítið sjúkrahús á liverju lækn-
issetri, enda er i mörgum héruðum vaknaður rikur áhugi á því máli.
Geöveikir menn og geðveikrahælið á Kleppi.
(XVI. og XVII. skrá).
Undanfarna mannsaldra hefur geðveiki ágerst í öðrum löndum og einnig hér
á landi. Árið 1887 voru hér 81 manneskja geðveik, en árið 1901 fundust 133 geð-
veikar.
LIISK. 1909.
2