Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 13

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 13
7 hér liggja í landi og eru allra kvilla algengastar. Árið 1907 eru taldir 1722 sjúkl- ingar með kvefsótt, en 1908 eru taldir 3029. Má þó telja víst, að læknar sjái ekki helminginn af þeim manneskjum, er kvefsótt taka. Árið 1905 eru taldir 1566 með kvefsótt og 1906 1457. Það má telja efalaust, að hin mikla kvefsótt 1908 standi í sambundi við mislingana. 10. Garnakvef. Garnakvef er jafnan algengur sjúkdómur hér á landi, en þó naumast eins algengur og hættulegur eins og hann er í mörgum öðrum löndum. 1907 eru taldir 1450 en 1908 1398, 1905 eru taldir 1024 og 1906 1303 sjúklingar. Þessi sjúkdómur er jafnan langhættuiegastur fyrir ungbörn, en enginn veit hversu miklum barnadauða hann veldur. V. Bólusetningar. (IX. og X. skrá). Árið 1907 voru 3317 börn frumbólusett og kom bólan út á 2454 (74°/«)- Endurbólusett voru 2270 börn og kom bólan út á 931 (41%). Árið 1908 voru 2931 barn bólusett og kom bólan út á 1799 (61%). Þá voru endurbólusett 2948 börn og kom bólan út á 1260 (43%). VI. Berklaveiki. (XI. og XII. skrá). Árið 1907 hafa læknar skrásett 272 nýja sjúklinga með lungnatæringu og 134 sjúklinga með berklaveiki í öðrum líffærum. Árið 1908 eru skráðir 280 nýir sjúklingar með lungnatæringu og 179 með berklaveiki i öðrum líffærum. Þessar tölur eru efalaust ekki áreiðanlegar, Það veitir mjög erfitt að koma í veg fyrir að sjúklingar séu tvískráðir, þeir sem leita margra lækna. Og hinsvegar er það víst, að mjög margir eru ekki skráðir á þvi ári, er þeir veikjasl, af því að þeir leita ekki læknis i upphafi veikinnar eða þá að veikin er svo óljós, að læknar bera ekki kensl á hana. En bagalegast af öllu er það, að vita ekki hversu margir látast af þessari veiki á hverju ári. Um það getur engin vitneskja fengist, sem að gagni megi koma, fyr en dánarskýrslur eru leiddar í lög. Mjög margir héraðslæknar láta í Ijósi, að berklaveiki sé að ágerast; segja þeir, að eftir mislingana hafi mörgum sjúklingum þyngt og margir nýir bæzt við; kemur það vel heim við reynslu annara þjóða. Eru miklar likur fyrir því, að berklaveikin bafi verið bísna sjaldgæf hér á landi fram undir 1880, en magnast stórkostlega eftir mislingana miklu 1882.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.