Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 16

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 16
10 Geðveiki er álíka algeng hér og í öðrum löndum. Arið 1890 kom 1 geðveik manneskja á hverja 563 íbúa á íslandi, á 554 í Noregi, á 390 í Danmörku. í öðrum löndum er geðveiki álíka algeng í körlum og konum; hér á landi er hún miklu algengari í kvennfólki en karlmönnum. Geðveikir: Karlar Konur Samtals 1880 22 59 81 1890 ... . 38 88 126 1901 36 97 133 Fábjánar eru liér ekki taldir með geðveikum mönnum. Árið 1901 voru fá- bjánarnir 84. Flestir geðveikir menn eru á sveit. Árið 1902 voru 124 geðveikir menn á sveit. Fyrir árin 1902—1908 eru ekki til skýrslur um geðveika. Með lögum 20. október 1905 um stofnun geðveikrahælis var fé veitt, 90,000 kr., til að koma upp geðveikrahæli i nánd við Reykjavík yfir 50 geðveika menn. Þetta hæli var svo reist á jörðinni Kleppur, sem er eign Reykjavíkurkaupstaðar. Það var fullgert 1907. Fyrsta sjúkling var veitt viðtaka 26. maí 1907. Aðsóknin varð þegar mjög mikil. Árið 1907 komu 67 sjúklingar, 30 karlar og 37 konur, en 15 fóru, 5 karlar og 10 konur. 7 fóru albata, 3 betri, 2 batalausir, 3 dóu. 1 ársbyrjun 1908 voru 52 sjúklingar í hælinu. Á því ári komu 32 nýir sjúk- lingar, 14 karlar og 18 konur. En 22 fóru, 11 karlar og 11 konur. 7 fóru albata, 12 betri, 1 batalaus, og 2 dóu. í árslok voru í hælinu 62 sjúklingar. XIV. Meðferð á ungbörnum og barnadauði. Meðferð á ungbörnum er enn ábótavant í ýmsum greinum, einkum að þvi leyti, að í mörgum héruðum landsins fást því nær engar konur til að hafa börn sín á brjósti. Þó er það víst, að hér hefur orðið mikil framför á síðasta mannsaldri; börnin eru betur hirt, enda hafa húsakynni stórurn batnað og allur heimilisþrifnaður. Fæði ungbarna er nú líka miklu benlugra. »Dúsurnar« eru horfnar, kúamjólkin er þynt handa nýfæddum börnum og seinna farið að gefa þeim þunga fæðu; nú mun líka mjög óvíða vera tuggið í börnin. Öll þessi framför er tilkomin síðan þjóðin fékk lærðar yfirsetukonur, og er mestmegnis þeim að þakka. Árangurinn er sá, að barna- dauðinn hefur stórum þverrað. Þegar talað er um »barnadauða«, er átt við það, hversu mörg börn deyi á fyrsta ári af þeirn sem fæðast lifandi; ef sagt er t. d. að barnadauði sé 20, þá merkir það, að af lifandi fæddum börnum deyi 20 af hundr- aði á 1. ári. Barnadauði á íslandi. 1841—1850 .......................... 31.3% 1851—1860 23.8— 1861—1870 ......................... 25.2— 1871—1880 18.9—

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.