Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 38

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Blaðsíða 38
32 XIII. C. Læknisskýrsla frá holdsveikraspítalanum í Laugarnesi um árið 1907. (Les lepreux dans 1’ hopital de Laugarnes pendant 1’ année 1907). Influenza gekk þar seinni part vetrar 1906—’07 og fengu hana fleslir sjúkl- ingarnir, en eigi dóu neinir úr henni. Mislingasóttina fengu flestir hinna yngri starfsmanna spítalans, þar á meðal ein hjúkrunarkonan, en með strangri einangrun tókst að verja þá 5 holdsveiklinga, sem heíðu getað fengið þessa veiki. Eins og að undanförnu fengu allmargir sjúklingar heimakomu, en engir dóu úr henni. Á þessu ári voru tveir sjúldíngar lálnir fara i burtu úr spítalanum, þar eð þeim virtist albatnað. Annar þeirra er nú (1910) dáinn, en banameinið mun ekki liafa verið holdsveiki. Hinn sjúklingurinn hefur eigi lieldur nein áreiðanleg holds- veikiseinkenni enn þá. Alls dóu 9 sjúklingar þetta ár. Varanleiki veikinnar var: 40 ár (1); 14 ár (1); 13 ár (1); 11 ár (1); 10 ár (1); 6 ár (1); 5 ár (1); 4 ár (1) og 2 ár (1). Tata hjukrunardaga var 19543. Meðattal sjúldinga daglega 53.5. Tafla I. Líkþráir Limafallssjúkir Samlals karlar konur karlar konur Tala sjúklinganna 1. jan. 1907 25 10 10 12 57 Það ár kom ... ... ... 1 1 Sjúklingafjöldinn 1907, alls 25 10 10 13 58 Heim fóru það ár 1 ... 1 ... 2 Dánir 1907, alls 8 ... ... 1 9 Tala sjúklingannna B1/i2 1907 16 10 9 12 47 Eins og sjá má af þessari töflu fækkaði sjúklingum spítalans þetta ár all- mikið þar sem 58 voru þar í byrjun ársins, en eigi nema 47 í árslok. Þessi eini sjúklingur sem kom í spítalann þetta ár var norðan úr Húnavatnssj'siu.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.