Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Side 5

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Side 5
147* 1912 Miklu fleiri sár varö aö sauma saman. Einn kvenmann svæföi eg lauslega og tók úr henni 4 tennur. Af einni stúlku skar eg æxli, sem var neöan og aftan viö eyrað, en eigi var eg svo fróður, að vita með vissu, hvers eðlis það var. Einn kvenmann hefi jeg sjeð með sterkoralfistil eftir appendicitis. Hún sagðist hafa legið um tíma og haft kýli í nára. Einn af þeim þremur sullaveikissjúklingum, sem eg sá í ár, hefir haft mikla en verkjalausa þykt í 20 ár, en aldrei leitað læknis. Síðastliðið sumar fór að bera á eins og blöðrumyndun og bungu um naflann. Eigi sýndi hann mér þetta. Einn dag varð honum fótaskortur, og lenti hann með lífið á stein-nibbu. Kom þá gat um naflann og gekk út mikið af vatni og smá- sullum. Eg var sóttur, og þar sem auðsjáanlega var gróinn saman sullur- og kviðveggur, víkkaði eg með gætni út gatið og lagði inn holkera. Afar mikið gekk út af sullurn og vilsu í margar vikur, og er maðurinn nú alheill. Beinbrot mörg að vanda: Fr. claviculae ................... 2 Fr. fibulae .................... 1 — condyli humeri ............... 1 — radii....................... 1 — costae ....................... 2 — supracondyl. humeri ......... 1 — cruris ....................... 1 Af liðhlaupum voru: Luxat. humeri .. — antibrachii 1 Luxat. pollicis 1 1 Að því er snertir konur í barnsnauð, visa jeg til eyðublaðs G. — Þó skal getið einnar fæðingar, sem var að öllu eðlileg, en börnin voru 3. Þau fæddust svo: Fyrsta barn kl. 10 f. h. — sitjandi fæðing (6 pd.) ; annað barn kl. 1 e. h. — höfuðfæðing (4 pd.) ; þriðja barn kl. 2 e. h. — höfuð- fæðing (5 pd.). — Síðasta barnið fæddist andvana, en hin 2 fyrri lifðu að eins nokkra daga, enda voru börnin ekki fullburða og veikluð mjög. Meðferð ungbarna mun yfirleitt þolanleg, þó hafa margar konur, eink* um til sveita, börn sín eigi á brjósti, og mjög vill það við brenna, að mæður fara of snemma að troða ýmsum mat í börnin. Algengustu dauðamein barna rnunu vera meltingarsjúkdómar og lunga- kvef. Barnaskóli er á Stokkseyri nýlegur, en heldur lítill. Hjer á Eyrarbakka er barnaskólinn orðinn of lítill og auk þess Ijelegur, enda í ráði, að reisa nýtt skólahús á komandi sumri. Skólahús er í Gaulverjabæ, snorturt, en litið. Á Kotströnd í Ölfusi er einnig skólahús, en það vantar bæði and- dyri og ofn, og hefi jeg skipað skólanefnd að ráða bót á því. Sveitarómagar, börn og gamalmenni, eiga hvarvetna, þar sem jeg þekki til, við sömu kjör að búa og annað heimilisfólk. Geðveikum er flestum komið að Kleppi. Kirkjur eru flestar nýlegar, bygðar úr timbri, sæmilega ræstaðar, en eigi er ofn í neinni þeirra, nema Eyrarbakkakirkju. Samkunduhús þau, sem jeg þekki, eru öll sæmilega hirt. Húsakynni alþýðu fara liatnandi. Til sveita eru víðast járnvarðar baö- stofur „á palli", sem að mörgu leyti eru hentugar. Á stöku stað eru timb- urhús, en þau reynast köld. Lakast er, að húsakynni eru víða of lítil, og 10*

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.