Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Page 8

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Page 8
1913 150* batnandi, síðan eftirlitið varð meira: pediculi sjást nú hjer um bil ekki, nema á einstaka barni í skólabyrjun, og hörundsræsting öll er miklu betn. Á síðustu árunum hafa börn veriS mæld og vegin aö hausti til og á vorin, áður en þau fara. — Ekki hafa mælingar þessar komiö heim vií barnamælingar þær, er um getur i Skírni 1913, 2. hefti, enda er þar varla vel valið dæmi: Parísarbörn. Nokkru nær eru mínar mælingar viö mæl- ingar á skólabörnum á Þýskalandi (sbr. Jahrbuch fúr Kinderheilkunde 1901, 1. B. 1. H.). Hæö og þyngd eru þar nokkuö svipuö, og meöaltaliö varla minna hjer, eftir aldri. Um brjóstþenslumælingar (með Spiro- meter), sem hjer hafa líka veriö reyndar, er það aö athuga, aö tæplega er neitt á þeim byggjandi, n'ema áð barnið fái að æfa sig oft; mörg börn komast ekki strax upp á lagið aö blása, en læra það síðar. Yfirleitt held jeg þó, að meðaltal veröi síst undir þeim útlensku, en vitanlega eru þess- ar mælingar svo fáar (ca. 300), að lítið er hægt að byggja á þeim. Caries dent. er mjög tíð á börnum, svo að það er hreinasti viðburður, að sjá barn með óskemdum tönnum. Hefir þó tannræsting verið brýnd fyrir börnum iðulega (nokkrir fyrirlestrar haldnir af lækni, um helstu heilsu- farsreglur á hverju ári). 1 sambandi við þetta mál á börnum, skal jeg leyfa mjer að geta þess, að jeg hefi undanfarin ár tekið nokkrar mælingar af mönnum á ýmsum aldri, hæðamælingar, brjóstmál (bæði við inn- og útöndun), mælingar á gildleika handleggja o. fl., og sömuleiðis líkamsþunga. Hefi eg borið tölur þær, sem eg þannig hefi fundið, saman við mælingar á öðrum þjóð - um, sem jeg hefi átt kost á að sjá. Mælingarnar eru orðnar alls 300, ög er það að vísu lág tala, til þess að byggja nokkuð á. Jeg set hjer þá nokkrar tölur: Meðalhæð á 38 mönnum 19 ára .... 169.00 ctm. — - 41 manni 20 — .... 168.80 — — - 40 mönnum 21 árs .... 173.00 — — - 73 — 22—24 ára 174.80 — — - 108 — 25—48 — 172.58 — Meðaltal allra á aldrinum 19—48 ára 171,636 ctm.*, og kemur þetta hæðar • meðaltal ekki illa heim við þ,að, sem áður hefir verið talið (sbr. t. d. rit- gerð prófessors Ólsens í Árbók hins ísl. fornleifafélags 1910, bls. 11—12. Meðalþungi á 38 mönnum 19 ára . .. . 69,00 kíló — - 41 — 20 — . ... 69,13 — - 40 — 21 árs . .... 80,00 — - 73 — 22-24 ára .... 77,00 — — á 108 — 25-48 — . ... 76,50 — Meðalþungi allra á aldrinum 19—48 ára 74 kíló 326. Að líkamsþunga stöndum við eftir þessum fáu tölum, að minsta kosti ekki að baki kröfum hins gamla lögmáls Quetelets: hver maður á aö vega að minsta kosti svo mörg kíló, sem lengd hans fer mörgum centi- metrum fram úr meter. — Viðvíkjandi ummáli á brjóstholi hefi jeg líka athugað samanburð á því og líkamslengd og líkamsþunga. Piquet: Du coefficient de robusticité, (Bulletin médical 27. avril 1901), heldur þvi * Meðaltal hæðar ætti að vera 72,21 og þyngdar 75.1 (G. H.).

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.