Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Side 18
alt að því 2—3 metra. Jeg skal líka geta þess, að í 6 tilfellum gat jeg
athugað meðgöngutíma sóttarinnar nákvæmlega, nefnilega á mjer sjálfum
og 5 mönnum öðrum, og reyndist hann alt af að vera sá sami, sem sje
48—50 klukkustundir. Sjálfur veiktist jeg eftir nákvæmlega 50 tíma, og
það er grunur minn, aS meSgöngutími þessarar sóttar hafi ætíS veriS
þessi. Til fróSleiks skal jeg líka geta þess, aS jeg var sóttur 2ja kl.stunda
ferS, áSur en jeg lagSist, og fann til sóttarinnar á heimleiSinni, en enginn
sýktist af mjer á bænum, sem jeg var sóttur á. 55 sjúklingar leituSu mín
vegna sóttarinnar, og dó 1 þeirra, eins og áSur er getiS, úr kvefkendri
lungnabólgu.
Taugaveikin kom fyrst upp í september, á einum bæ í NorSurár-
dal, og hafSi þá ekki gert vart viS sig í hjeraSinu í mörg ár. Veikin var
fremur væg, og sýktust þar ekki nema 2 unglingspiltar. Ekki gat jeg
grafist fyrir, hvernig hún hefSi borist þangaS. SamgönguvarúS var höfS
og sótthreinsaS aS sóttinni lokinni. Þá kom eitt tilfelli af taugaveikis-
bróSir (,,paratyfus“) á Hvanneyrarskólanum í október. Sjúklingurinn var
einangraSur strax og herbergiS sótthreinsaS, eftir aS honum var batnaS,
og veiktust þar ekki fleiri. Loks kom upp taugaveiki á Hvítárbakka í
októbermánuSi, í unglingspilti norSan úr landi, og skömmu síSar í c
börnurn skólastjóra. Veikin var væg, og var mín ekki vitjaS, svo jeg vissi
ekki um hana, fyrr en um seinan. Reyndi jeg fyrst aS einangra sjúk-
lingana, en þaS kom fyrir ekki, og veiktust þar 26 sjúklingar, auk þeirra
3ja, sem mín var ekki vitjaS til. Veikin var yfirleitt væg á flestum, og
,.complicationir“ fáar. Þó fjekk 1 piltur ,,nephrotyphus“. Enginn dó úr
sóttinni. SamgönguvarúS var viShöfS og sótthreinsaS aS veikinni lokinni
BlóSkreppusótt stakk sjer niSur á einum bæ í október, og barsí:
hún þangaS meS ferSafólki úr Húnavatnssýslu. Ekki var hún mjög þung
og lifSu allir sjúklingarnir.
Þrjú tilfelli komu fyrir af heimakomu, í mars, maí og júní. Þau
voru öll væg.
Gigtsótt kom tvisvar fyrir á árinu. Fremur ljett tilfelli.
Lungnabólga kom aS eins fyrir fjórum sinnum á árinu. Reyndi
jeg ,,optochinin“ í öllum tilfellunum og þakka því aS minsta kosti, aS
2 af sjúklingunum dóu ekki. Veikin var fremur þung á 2ur sjúklingunum,
en 2 voru minna veikir. Sjúklingarnir lifSu allir.
MeS hálsbólgu leituSu mín aS eins 5 sjúklingar, og heyrSi jeg
hennar lítiS getiS þetta áriS.
ISrakvef sótt kom 17 sinnum fyrir mig á árinu. Mest bar á
henni í september og október, og gekk hún þá allvíSa yfir, og var fremur
áköf. Sjúklingarnir lifSu allir. —
Sjúkrahús er ekkert í hjeraSinu, og engar sóttvarnar- eSa heilbrigðis-
nefndir.
Holdsveiki er engin í hjeraSinu, svo jeg viti af.
Fjögur ný tilfelli af berklaveiki komu fyrir mig á árinu, og eru
2 þeirra úr öSrurn hjeruSum (Dala- og BorgarfjarSarhjeraSi). Er annar
þeirra nú dáinn. Þrír berklasjúklingar hafa dáiS á árinu, úr hjeraSinu, og
2 af þeim á heilsuhælinu á VífilsstöSum.
Krabbamein kom tvisvar fyrir mig á árinu, og er annaS tilfelliS úr
AkraneshjeraSi. Sjúklingarnir eru nú báSir dánir.