Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1920, Blaðsíða 20
1918
162*
!ífga það. Fylgjunni þrýst út ý-j tíma síSar. Holdbrúin rifnaSi dálítiíS og
saumaöi jeg hana saman. Konu og barni heilsaðist vel.
Þá var jeg sóttur 20. júní til 29 ára I. para. Fæðing hafði byrjað kl.
9 e. m. þ. 18. og legvatniS var runni'S fyrir 1 y2 sólarhring þegar jeg kom.
HöfuðiS var þá í miSri grind í I. hvirfilstöSu. Legopiö ekki fullvíkkaö
út. HríSir óreglulegar og barninu fariS að liSa illa. SvæfSi jeg því konuna
og tók barnið nteö töngum. Var það fremur ljett verk. Fylgjan innilokuS
og þrýsti jeg henni út. Holdbrúin rifnaði lítið eitt og saumaöi jeg hana
saman. Konu og barni, sem var líflítiS orðið, heilsaSist vel.
SíSast var jeg sóttur 11. júlí til 32 ára I. para, en barnið var nýfætt, þeg-
ar jeg kom til hennar. FæSing hafði verið nokkuð langdregin, en annars
ekkert að. Konu og barni heilsaSist vel.
Um meðferð á ungbcrnum er ekkert nýtt aö segja, og vísa jeg í því
efni í eldri skýrslur mínar. Af þeim 26 börnum, sem fæðst hafa á árinu
og lifað hafa, hafa 14 haft brjóst eingöngu, en 12 eingöngu pela og eitt
hvorutveggja, pela og brjóst. Margir hafa kvartað yfir vandræSum með
að fá gúmmítúttur handa börnum sínum, en úr ])ví fer nú víst að rætast.
Farskólar voru haldnir á þessum stöSum á árinu: í Skorradalshreppi
á Grund. í Andakílshreppi í Bæ. í ÞverárhlíSarhreppi í Kvíum og á Höfða
og í HvítársíSuhreppi á Fróðastööum og í Hvammi. Auk þess var kent
í Stafholtstungunum í barnaskólanum hjá HöfSatúni. 1 NorSurárdal.
í Hálsa-, Reykholtsdals- og Lundareykjadalshreppi fjell kenslan niSur
þetta ár. Börnum þar að eins sagt eitthvaS til í heimahúsum. Á skólum
þessum skoðaSi jeg samtals 62 skóla1)örn og auk þess 66 nemendur á
Hvanneyrar- og Hvítárbakkaskólunum. Mæld var hæö nemendanna og
ummál brjósts við mestu inn- og útöndun eins og aS undanförnu, og yfir-
leitt vandað til með skoöunina eins og hægt var. Þessir kvillar fundust
hjá barnaskólabörnunum: Adenitis 24 sinnum (orsök oftast höfuðlús eða
caries dentium), anæmia 1, blepharitis 6, bronchitis acuta 3, bronchitis
chr. 2, cephalalgia 2, caries dentium 31, enteritis chr. 2, fibromyoma brachii
1, hypertrophia tonsillae 7, pediculosis capillitii 12, pedi'culosis vestiment.
2, pulicosis I, phimosis I, psoriasis I, pharyngitis chr. 1, oxyurasis 2,
rheumatismus articul. chr. 1, scabies 2, scoliosis 2, seborrhoea capillit. 7.
Um meðferð á sveitarómögum, börnum og gamalmennum, hefi jeg ekk-
ert nýtt aS segja. Meðferöin mun vera yfirleitt góö, eins og jeg hef talað
oft um áður. Hrakningur á sveitarómögum er þó helst til mikill í sumum
sveitum hjer, og er oft þessum olnbogabörnum mannfjelagsins til mikillar
sorgar. Um ásigkomulag kirkna og kirkjugarða hefi jeg oft talaS áSur, og
er það víst sameiginlegt hjer með allar kirkjur og kirkjugarSa, að viS-
haldiS er mjög slæmt. Önnur samkomuhús eru þau sömu og jeg hefi skýrt
frá í skýrslum mínum, og hafa engar breytingar á þeim orðiS. Sama er
aS segja um húsakynni alþýðu. Byggingar og umbætur á húsakynnum
hafa engar orSið þessi síöustu ár sökum þess hvað hvaS byggingarefni
hefir verið torfengiS og dýrt. í klæðaburði er fariö aS votta fyrir tals-
verðum breytingum, því nú er unniS miklu meira af fataefnum heima, en
áSur var orðiS, en áður var orSiS, og mundi bera miklu meira á því, ef
ekki væri annar eins vinnufólksskortur og orSinn er hjer í sveitum.
Viöurværi fólks er hið sama að öllu leyti, og jeg gat um í skýrslu minni
: fyrra, aS því undanteknu, að mjólk er nú alment miklu minni en aS