Fréttablaðið - 19.02.2021, Side 1

Fréttablaðið - 19.02.2021, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 5 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 HEILBRIGÐISMÁL Bið eftir liðskipta- aðgerðum hjá Landspítalanum er nú sex til sjö mánuðir eftir að fólk er komið inn á biðlista spítalans sjálfs. Alls eru nú 1.218 manns á lista spítal- ans yfir þá sem bíða eftir liðskiptum á mjöðm og hné. Margrét Guðjónsdóttir, forstöðu- maður skurðlækningaþjónustu Landspítalans, segir að á meðan starfsemi hafi verið skert á skurð- stofum vegna COVID-19 í fyrra hafi verið unnið að því að ná niður bið- lista á göngudeild bæklunarskurð- lækna. „Það er bið eftir mati skurðlæknis sem endar oft með því að sjúklingur er settur á biðlista og undirbúning fyrir skurðaðgerð. Þessi bið hefur farið úr um átta mánuðum í um þrjá mánuði. Með þessu átaki þá komu sjúklingar hraðar inn á biðlistann á síðasta ári og það skýrir að hluta  fjölgun á biðlista eftir liðskiptum 2020,“ útskýrir Margrét. Að sögn Margrétar er meðalbið- tími þeirra sem núna eru á bið eftir liðskiptum á mjöðm 6,2 mánuðir og sjö mánuðir eftir liðskiptum á hné. Í ársbyrjun 2016 hafi um 870 manns  verið á biðlistanum  og meðalbiðtíminn þá var níu til tíu mánuðir. Í upphafi árs 2020 segir Margrét að 728 manns hafi verið á bið og bið- tíminn um sex mánuðir. Í ársbyrjun 2021 hafi 1.100 manns beðið eftir lið- skiptum sem skýrist meðal annars af því að um 250 hafi bæst við vegna átaks á göngudeild í að stytta bið þar.  Hjálmar Þorsteinsson, bæklunar- skurðlæknir hjá Klínikinni Ármúla, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að gera fleiri liðskiptaaðgerðir í ár en í fyrra, sérstaklega ef  samið yrði við Sjúkratryggingar Íslands. Ríkið hafi hins vegar ekki sýnt því áhuga og greiða því allir sem fara í lið- skiptaaðgerð hjá Klíníkinni áfram úr eigin vasa. „Það var útboð hjá Sjúkratrygg- ingum á sérfræðiþjónustu í október síðastliðnum. Við lýstum áhuga á að ganga til viðræðna varðandi lið- skiptaaðgerðir og við höfum ekki fengið svar,“ segir Hjálmar. Þrátt fyrir níu vikna aðgerðastopp segir Hjálmar að Klíníkin hafi gert 178 liðskiptaaðgerðir árið 2020, miðað við 153 aðgerðir 2019. „Við lentum eins og aðrir í þessu þriggja vikna stoppi nýverið og við erum búin að vinna þann lista í burtu. Miðað við taktinn sem við erum að gera aðgerðir þá væri þetta um 240 til 260 aðgerðir á venjulegu ári og það væri hægt að gera enn fleiri ef ósk væri um slíkt.“ – mj Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum Af  5.469 manns sem biðu skurðaðgerðar á Landspítalanum í byrjun febrúar biðu 1.218 liðskipta og bið- tíminn hjá þeim er hálft ár. Sem fyrr segist Klíníkin geta gert fleiri slíkar aðgerðir en ríkið sé áhugalaust. Með þessu átaki þá komu sjúklingar hraðar inn á biðlistann á síðasta ári og það skýrir að hluta fjölgun á biðlista eftir liðskiptum 2020. Margrét Guð- jónsdóttir, forstöðumaður skurðlækninga- þjónustu Land- spítalans Mikið líf og fjör er í höfninni í Sandgerði um þessar mundir. Línu báturinn Guð rún Petrína kom til hafnar þar fyrr í vikunni og landaði sex tonnum af blönduðum af la. FRÉTTA BLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL „Saga landsins er sam- ofin kristninni og því ætti hún að njóta sérstöðu innan veggja grunn- skólanna,“ segir Birgir Þórarinsson, alþingismaður Miðflokksins, fyrsti f lutningsmaður frumvarps um að kristinfræði verði kennd í grunn- skólum með sama hætti og fyrir árið 2007. „Kristinfræðikennsla er ekki trúarleg boðun heldur fræðileg kennsla,“ útskýrir Birgir. „Kristni er trúarbrögð og falla þar af leiðandi undir trúarbragða- fræðikennslu. Þar að auki er kristni nú þegar gert hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum í skólunum,“ segir Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar. – khg / sjá síðu Auki kennslu í kristinfræðum Birgir Þórarinsson alþingismaður w v HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.volkswagen.is/id3 Verð frá 4.490.000 kr. Rafmagnaður ID.3 Drægni að þínum þörfum! Hvert ertu að fara? #NúGeturÞú

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.