Víkingsblaðið - 01.04.1933, Side 5

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Side 5
V I K [ N G S B L A Ð I Ð o III. fl. 1931—’32. Efsta röð Thor R. Thors, ASalsteinn Norðberg, Ævar R. Kvaran, Ólafur GuSmundsson, Þórhallur Ásgeirsson. Miðröð: Ólafur Jóns- son, Jón Sigurþórsson, Erl. Hjaltested (þjálfari flokksins), Reynir Tómas- son. Neðsta röð: Magnús H. Bjarnason, Gunnlaugur Briem, Þórólfur Smith. þeim þannig byrgin, enda var liann mjög róm- uðr fyrir frammistöðu sína bæði af hinum inn- lendu og útlendu knattspyrnumönnum. Árið eftir vann B.-lið I. fl. B.-liðsbikarinn í fvrsta sinn og seinustu 2 árin 1931—’32 hefir III. fl. félagsins unnið vormót III. fl. og mun eignast þann bikar að fullu, vinni þeir hann aftur að vori, og' væri það óneitanlega skemmtileg af- mælisgjöf. Er sá flokkur skipaður hinum beztu efnum i knattspyrnumenn, og má telja víst, haldi þeir áfram á þeirri braut, sem þeir nú eru byrjaðir á, með stöðugum æfingum og' samheldni, að þá renni upp með þeim ný gullöld í félaginu. Þótt eg' nú, rúmsins veg'na, bafi stiklað á stóru liin síðari árin, er þó margt, sem láðst hefur að geta um, svo sem þáttaka hinna yngri „Víkinga“ í alm. íþróttamóti drengja árið 1931, sem þeir fóru með sæmd út úr sem nr. 2 í röðinni, svo og margt fleira t. d. ferðir út um land o. s. frv. — En þó sýnir þetta lieildar- yfirlit að „Víkingur" hefur mikið látið til sín taka um dagana, og' ávalt verið talinn með fremmstu knattspyrnufélögum liér i bæ. Hin góðu efni, sem félagið liefir nú á að skipa í öllum flokkum, gefa góðar vonir um að nýtt tímabil renni upp i félaginu, félagsskapurinn aukist, ástundun og samheldni margfaldist, og þá koma launin — sigrarnir — blómaöldin, sem sjálfsögð afleiðing. Þetta vita hinir upp- vaxandi „Víkingar“, og að þessu settu marki keppa þeir. A. G.

x

Víkingsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.