Víkingsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Qupperneq 8

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Qupperneq 8
8 V I K I N G S B L A Ð I Ð Víkingur — Af tilviljun eintómri varð Víkingur til. Og það er eins áreiðanlegt og að púðrið hafi ver- ið fundið upp af tilviljun og' að Newton hafi fundið þyngdarlögmálið af tilviljun. Tilvilj- unin er oft máttug og kemur miklu til leiðar. Og nú skuluð þið lieyra! Fyrir 25 árum var annar hlær á götulífinu í Reykjavík en nú á dögum. Engir hílar þutu þá öskraiuli fyrir horn og' sveigðu umferð- ina í fastar skorður. Þá drógu spakir klárar tvíhjóla kerrur í iiægðum sínum eflir götunni og stöðvuðust þeir af sjálfsdáðum, ef einhver krakkinn ætlaði að lenda undir kerrunni. Göturnar voru þá griðastaður barnanna, og þar var leikið sér. Á Vonarstræti upp við Suðurgötu var handholtinn sleginn allan iið- langan daginn, unz kallað var á börni neim að hátta. En stúndum lenti boltinn í rúðu og braut liana, og þá var ekki von á góðu. Eg' lái því ekki einni húsfreyjunni, þótt hún hafi ógnað okkur hörnúnum með lögreglunni. „Valdi pól“ var grýla á okkur börnin. Þegar sást til hans var óðar þotið í snnigur og levnzt þar, unz hættan var liðin hjá. Svo var okk- ur sagt, að lögreglan heði „skrifað okkur upp“ og tókum við þeirri fregn með mikilli alvöru og' skelfingu. Okkur var sagt, að það táknaði það, að við yrðum allir flengdir opinherlcga á Austurvelli. En brátt fengum við sálarfrið- inn aftur, og ekki leið á löngu áður en hand- boltinn var enn sleginn á Vonarstræti upp við Suðurgötu. Einu sinni sprakk boltinn og var þá ekki öðru til að tjalda í staðinn, en yfirleðri af gömlum fótbolta, sem einliver strákurinn hafði komist yfir. Var fótboltinn síðan troðinn út með heyi, en þótti þungur í vöfiun, og áður en varði var farið að sparka honum. Nú var sparkað dag eftir dag og upp úr þessu sparki varð knattspyrnufélagið Vík- ingur til. Víkingur er stofnaður af tilviljun fyrir 25 árum og voru meðlimir hans lengi framan af bundnir við Suðurgötuna og ná- grenni hennar. Mátti j)ví með sanni segja, að menn værn „fæddir inn í Víking“ eða liefðu „fluzt búferlum inn i Víking“. Ef ein- liver strákurinn á þessum slóðum hefði gerst meðlimur annars knattspyrnufélags á þess- um árum, þá hefði hann verið talinn óalandi og óferjandi og að réttu lagi átt að búa á öðrum stað í bænum. A næstu árum háði Víkingur orustur mikl- ar við Knattspyrnufélag Miðbæinga. Voru í því liði ka])j)ar miklir og man ég sérstaklega eftir „Kela í Grjóta“ og „Magga Brynjólfs“, sem jafnan gengu berserksgang í orustuin. Orusturnar voru liáðar upp á Nýjabæjartúni, og stundum var orustugnýrinn svo mikill, að Bjarni gamli hringjari, sem bjó þar nála'gt, heyrði hann og var litið út um gluggann, og blöskraði honum þá aðfarir strákanna á grasinu í gróandanum, og' kom hann þá þjói- andi og stökkti báðum kappliðunum á flótta. En ekki leið langur tími áður en sást ó- friðarblika í austri (Væringjar, síðar Valur), og lengi hafði ófriðarský grúft yfir vestri (K. R.), og i þem svifum urðu Víkingar varir við öflugan óvinaher á næstu grösum (Fram). Fóru Vikingar þá að dæmi frægra herkon- unga, að þeir sættust við Miðbæinga og gerðu bandalag við þá um að þeir skvldu veita þeim lið gegn fjandmönnunum. Fréttist nú að fyrir liði Austurbæinga væri prestur einn (séra Friðrik í K. F. U. M) og að liann æfði liðið eftir þessari knattspyrnureglu: „Fríspark fvr- ir hvert blótsyrði á vellinum, og vítisspyrna ef mikil hrögð eru að“. Varð mikill hlátur í liði Víkinga, er þeir heyrðu þetta, og töldu ])eir víst, að þetta væru blauðir hardagamenn. En þar skjátlaðist þeim. 1 Vesturbænum var stórveldi mikið (K.R.). Fyrir því var keisari (Erlendur Pétursson) og' liafði hann kanslara sér við hlið (Guðm. Ólafsson). Kappliðið var eins og prússnesk hersveit og lét mikið yfir sér. Stóð mönnum stuggur af því. Var sagt, að liðið væri æft eft- ir liinni frægu herreglu Moltkes liershöfð- ingja: „Getrennt marchieren, zusammen sieg- en“, en það þýðir: „Dreifðir sækjum við fram og sameinaðir sigrum við“. En þegar á hóhn- inn var komið, fóru samt leikar svo á þessum árum, að þótt K.R.-liðið sækti dreift fram, þá lauk jafnan orustunni þannig, að það tap-

x

Víkingsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.