Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 11

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Blaðsíða 11
VIKINGSBLAÐIÐ 11 I. t'l. 1928 (þeir, sem kepptu við Skotana) Efstaröð: Jónas Thoroddsen, Alfred Gíslason, Tómas Pétursson, Kristján Pétursson, Guðjón Eeinarsson, Axel Andrésson (þjálfari). Miðröð: Hall- dór Sigurbjörnsson, Jakob Guðjohnsen, Erl. Hjaltested. Neðstaröð: Þor- björn Þórðarson, Þórir Kjartansson og Óli P. Hjaltested. inn með liöfði á undan sér, svo að Blair verð- ur að fleygja sér niður til þess að ná lionum. I lok hálfleiks gera Skotarnir (Borland, O’Hara og Elder), hart áhlaup, en Halldór nær knettinum í vítateig og bjargar. 2. hálfleikur, 2 : 0. Vindurinn er jafnhvass, svo leikurinn snýst alveg við. Nú eru það Skotarnir, sem hafa yfirhöndina og Víkingur á í vök að verjast. Þórir nær mörgum afbragðsgóðum knöttum, en hakverðir Víkings og framverðir, sjerstak- lega Óli Hjaltested, eru vel á verði. Um tima liggur knötturinn þó lengi nærri miðjum velli. Áhorfendur eru farnir að búast við sigri Víkings og eggja j)á mjög til framgöngu. Horn verða mörg hjá Víking í þessum hálf- leik, en ekkerl verður úr þeim. í miðjum hálf- leik liggur á Víking aftur, og O’Hara kemst í færi, en knötturinn lendir á milli bakvarða Víkings og skotrast einhvern veginn til Nie- holson, sem ekki er lengi að skora mark. Rétt á eftir verður hættulegt liorn hjá Vík- ing, en Þórir nær knettinum á siðasta augna- bliki, alveg á línu, og spyrnir út. Skotar eiga nú alla sóknina um hríð, og kl. 10.04 leika |>eir Elder og Nicholson livern framvörð Vík- ings á fætur öðrum af sér, og' Nicholson skor- ar alveg óverjandi mark. Þá er orðið jafntefli, og það sem eftir er leiksins verjast Víkingar af mikilli prýði, Þórir slær frá marki með hnefanum, og hverju álilaupi er hrundið á fætur öðru“. Með j)vi að setja ofanritaða grein Lár- usar Sigurhjörnssonar orðrétta, vildi ég með- al annars benda á, að hún er ágætt sýnis- horn af j)ví hvernig dómar um knattspyrnu ættu að vera ritaðir og ennfremur áminning og hvatning til hlaða höfuðstaðarins um, að gefa meiri gaum þeirri íþrótt, sem vinsælust er meðal almennings og setur svip á allt í- þróttalíf bæjarins á sumrin. Spectalor.

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.