Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 1

Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 1
N' ÝTT LA ND 4. árgangur Fimmtudagur 3. ágúst 1972 29. tölublað KÓPAVOGS- APÓTEK Opið öll fevöld til fel. 7 nema laugardaga til kL 2 og á sunnudögum milli kl. 1 og 3. Sími 40102 MISTÖKIN í SKATTA- MÁLUNUM VERÐUR AÐ LEIÐRÉTTA - Bindindismótii í Hjalti Haraldsson er oddviti í Svarfaðardals- hreppi. Hér setur hann fram meginskoðun sína á breytingum þeim sem gerðar voru á skattalögun- um á sl. vetri. Skattar og útsvör hafa mjög verið til umræðu und- anfarið, og er slíkt ekkert óvenjulegt, því með því skattakerf'i sem við búum við er þetta árlegur viðburður um þetta leyti árs. Alltaf hefur það verið svo að mörgum manninu'm bregð- ur illa við. þegar hann sér það svart á hvítu hvað hon- um er gert að greiða { skatta til ríkis og sve'itarfélags. Þetta kerfi, að greiða skatt- ana eftir á, er illþolandi að verða, og ber brýna nauðsyn að hraða undirbúningi þess að taka unp staðgreiðslukerfi á sköttum. Ásíðastliðnum vetri var gerð nokkur breyting á skattalög- unum, sem miðaði að því að gera kerfið einfaldara og búa í haginn fyrir það sem koma skal. Jafnframt var það boð- að, að skattalögin yrðu end- urskoðuð fyrir næsta ár. og verður ekki annað sagt, en af fenginni reynslu nú, sé þess Grein Björns 0 Björnssonar um SKATTAMÁLIN er á 4 síðu. full þörf. Eng'in gerir svo öll- um líki, og seint mun finn- ast það fyrirkomulag á skatt- greiðslum að allir verði á- nægðir ogþoli möglunarlaust. Það hefur alltaf verið tal- ið ókarlmannlegt að vilja ekki viðurkenna það sem miður fer, og ekki skal dreg- in dul á það, að sumar þær breytingar sem gerðar voru á skattalögunum á síðastliðn- um vetri, hefðu betur verið ógerðar. í þetta sinni skulu þær ekki rseddar hér, þar hafa átt sér stað mistök. sem í raun og sannleika er erÞtt að trúa að átt geti sér stað, þar sem nefnd manna var búin að fjalla um málið, en allt virðist koma í einn stað niður. Núverandi ríkisstjóm er ekki stjórn braskara og gróðamanna, en svo sannar- lega kvarta þeir ekk'i. Hinir sem búa við sultarlaun og neyta brauðsins í sveita síns andlitis, virðast vera illa séð- ir fyrir augliti skattakerhs- ins. Nú virðast allir sammála u’m það, bæði stuðningsflokk- ar núverandi stjórnar og stjórnarandstöðuflokkar að þörf sé skjótra breytinga, svo ósennilegt hlýtur að teljast að slíkt verð1! erfið'leikum háð þegar næsta alþingi kemur saman. Þessi ríkisstjórn sem nú situr er studd af flokkum sem allir hafa félagslega I ÞJÓÐVILJINN málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis ber nú höfuðið hátt. Flokksvillti ráðherrann hækkar verðlag í smásölu gegn vilja launþega, skipar bankanefnd sem er eins og íhaldið hefði skipað hana. Málpípa öreiganna tvístígur í skattamálum aldraðra og loks stuðlar flokksvillti ráðherrann að því að skipa postula viðreisnarstjómarinnar í nefnd til að gera tillögur til úrbóta í efna- hagsmálum. Það ©r einhver reisn yfir þessu öllu. Bindind'ismótið í Galtalækj- Hjalti Haraldsson. samhjálp og hugsjónir rétt- lætis og jafnaðar að leiðar- ljósi, og svo sannarlega voru fyrstu kynni þjóðarinnar af hennj á þann veg að góðs mátti af henni vænta. Og það er trú okkar að þessi mistök verði leiðrétt' eins fljótt og kostur er. Til góðra verka hlaut hún traust þess fólks sem trúir á það að rétt- lætið nái að sigra, félagslegt öryggi. samh’jájlp og sam- vinna þróist, 'og því trausti má hún ekki bregðast. arskógi verður um verzlunar- mannahelgina eins og undan-, farin fimm ár, en þetta verð- ur í 13. sikipti siem templarar efna til þessa fjölbreytta 'móts fyrir almenning. E'ins og kunnugt er, eru það Um- dæmisstúkan nr. 1 og ís- lenzkir ungtemplarar, sem efna til mótsins, en þessir að- ilar hafa komið upp mjög góðri aðstöðu til mótshalds, í Galtalækjarskógi. Fjölm'enn mótsnefnd úr b.'indindissamtökunum hefur unnið að undirbúningi og sér hún um framkvæmd mótsins. Öll gæzla verður eins og áð- ur f höndum þessara aðila. Aldrei hefur þurft lögreglu, enda framkoma mótsge.sta með ágætum. Er vonað að svo verði enn nú, en skilyrði til þess að svo verðíi eru einkar hagstæð þar sem hér er um sannkallað bindindis- -mót að ræða. Þetta hefur fj.ölskyldufólk gert sér Ijóst ,á undanförnum árum og f jöl- mennt til mótsins, enda mót- ið byggt upp með það í huga að þar geti ’orðið skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Nefnd til úrlausnar efnahagsvanda Ríkisstjórnin hefur fyrir skömmu skipað nefnd sem gera á tillögur til úrlausnar efnahagsvandanum. í nefnd- inni eiga sæti Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri. Jóhann- es Elíasson bankastjóra. Jón Sigurðsson hagrannsókna- stjóri, Þröstur Ólafsson hag- fræð'ingur og Halldór S. Magnússon viðskiptafræðing- ur. Jón Sigurðsson er forma&. ur nefndarinnar. Forseti íslands, Dr. Kristján Eldjárn tók í fyrradag við embætti til næstu fjögurra ára. Athöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskupinn yfir íslandi prédik- aði. Síðan var gengið til Alþingishússins þar sem forsetinn tók við kjörbréfi af handhöfum forsetavalds. Allmargir boðsgestir voru viðstaddir athöfn þessa, en eftirtekt vakti að ör- fáir alþingismenn voru þarna viðstaddir — var ekki boðið. Orðum prýddir stórlaxar voru á hinn bóginn margir, og boðnir. — Nýtt land óskar forsetahjónunum allra heilla og blessunar og þjóðinni til hamingju með höfðingja sinn.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.