Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 4

Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 4
4 NÝTT LAND Aðstoðarlæknar Síöður tveggja aðstoðarlækna við skurð- lækningadeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar.- Stöðumar veitast frá 1. september n.k. til allt að 12 mánaða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar uim stöðurnar veitir yfirlækn- ir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendisf Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar fyrir 15. ágúst. Reykjavík, 28. júlí 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. UTBOÐ Tilboð óskast í sölu á stólum fyrir Laugar- dalshöll. Útboðsgögn eru afhent á skrif- stofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 29. ágúst n.k. kl. 11,00 f.h. UTBOÐ Tilboð óskast í framkvæmdir vegna að' færsluæðar Vatnsveitu Reykjavíkur í Breið- holtshverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 16. ágúst n.k. kl. 11,00 f.h. Frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík Umsóknir um skólavist fyrir nýja nemend- ur skulu sendar skólanum fyrir 20. ágúst. Inntökuskilyrði í 1. bekk er gagnfræðapróf eða hliðstæð próf, en fyrir þá, sem full- nægja ekki þessu skilyrði. verður haldin undirbúningsdeild við skólann. í ráði er að halda 1. bekkjardeildir og undir- búningsdeildir á eftirtöldum stöðum, ef næg þátttaka fæst: Akureyri, ísafirði og Neskaupstað. Skólas'tjóri. AUGLÝSING frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið er flutt frá Laugavegi 172 að Arnarhvoli. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1. ágúst 1972. NYJU SKATTALÖ Samkvœmt nýju skattalög- unum verð ég, nærri áttræð- ur með heilsulausa konu sem ekkert getur unnið. að gre’iða meira en fimmtung tekna minna (sem eru lítið annað en eftirlaun og ellilaun — samanlögð 37000 kr. á mán- uði) í opinger gjöld (álagn- ing 77500 kr., fasteignaskatt- ur 15500 kr.), samtals 93000 kr. af 438000 kr. tekjum. í fyrra nam álagningin 12000 kr., en tekjurnar voru þá 278000 kr. M.ö.o.: tekjurnar höfðu aukizt u’m 63,5%, en álagningin um 650%! Er hún svona, framkvæmd stjórnarsáttmálans um að láta kostnaðinn af rekstri ríkis og sveitarfélaga lenda betur en áður á „breiðu bök- unum“, en létta að sama skapi á hinum veigaminni? Er ég, og mínir líkar, í hópi „breiðu bakanna“? Langa ævi hef ég unnið nokkurn veginn eins og ég hef getað, en aldrei haft almennilega t?l hnífs og skeiðar fyrr en síð- asta áratuginn — svona nokkurn veginn. Eyðslusemi? Við hjónin höfum. að kalla, aldrei farið á skemmtistaði; höfum aðe’ins einu sinni far- ið til útlanda (og þá vegna knýjandi nauðsynjar fræði- iðkana minna, setn hafa mik- ið þjóðrænt gildi, og kostaði lántökur, sem hefðu reynzt mér ofurefli, hefð’j ekki notið aðkomandi hjálpar). Við höf- um að vísu eigin jbúð, þriggja herbergja. Er slíkt ofrausn eftir ævilanga ósér- plægni í starfi? Auk þess get ég ekki unnið að mínum vandasömu verkum, fræð’ileg- um og listrænum. nema í herbergi út af fyrir mig. Samt er það svo, að þegar á þessu ári verðum við hjón að selja íbúð okkar og kaupa Norrænar barnabækur Framhald af 8. síðu. hún valið ritinu heitið: „Upp- eldismál. Fræðsla handa for- eldrum“. Björgvin Sig. Har- aldsson sá um kápu. Sýningin verður í bóka- geymslu Norræna hússins, enda verður að einhverju leytj notast við uppistöðu sýningarínnar „Norrænar barnabækur 1972“. sem sett var upp í sambandi við þing norrænna bamabókahöfunda ’ Reykjavík fyrr í sumar. Hefur Bamavinafélagið Sumargjöf lagt til aðstoðar- fólk við uppsetningu sýning- arinnar, en Björgvnn Sig. Haraldsson hefur unnið að henni fyrir hönd Norræna hússins. Sýningin er bæði ætluð aknenningi og bátttak- endum á mótinu. Verður sýn- ingnn opin daglega frá 31. iúlí til 6. ágúst kl. 14-19. Aðgangur er ókeypis, en bæklingurinn: „Uppeldismál. Fræðsla handa foreldrum“. verður til sölu við vægu verði Gengið er inn úr bóka- safni. aðra lélegri eða fara á elli- heimili eða setjast upp hjá bömum okkar — ef ekki sést, þegar á árínu. rofa eitthvað að gagni til u'm léttingu þess- arar óheyrðu þyngdar opin- berra gjalda á fremur tekju- litlu fólki. En þá verður á- lagningin næsta ár stórlega Framhald á 7. síðu. UTBOÐ Tilboð óskast í gerð íþróttavalla í Laugar- dal. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 5. september n.k. kl. 11,00 f.h. LAUS STAÐA Skólastjórastaða við hinn nýja hjúkrunar- skóla í tengslum við Borgarspítalann í Reykjavík, sbr. lög nr. 81/1972, er laus til umsóknar. Laun verða samkvæmt launakerfi ríkis- starfsimanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar menntamála- ráðuneytinu fyrir 20. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 28. júlí 1972. Auglýsing um sænska ... námsstyrki Sænsk stjórnvöld bjóða fram námsstyrki að fjárhæð 9.660,00 sænskar krónur á ári. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir er- lendum námsmönnum, sem ekki njóta styrkja í heimalandi sínu og ekki ætla sér að setjast að í Svíþjóð að loknu námi þar í landi. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska Institutet, Box 7072, Stockholm, fyrir 30. september n.k., en umsóknareyðu- blöð fást á sama stað. Menntamálaráðuneytið, 28. júlí 1972. Vegagerð ríkisins óskar tilboða í stályfir- byggingu brúa á Skeiðarársandi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn kr. 3000,00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 19. september 1972. BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 -••■V&ÁVV- i 'u t *

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.