Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 7

Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 7
NÝTT LAND 7 Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- ráðuneytisins, dags. 27. des. 1971, sem birtist í 2. tbl. Lögbirtingablaðsins 1972, fer 2. úthlutun gjaldeyris- og/eða inn- flutningsleyfa árið 1972 fyrir þeim inn- flutningskvótuim, sem taldir eru 1 auglýs- ingunni, fram í ágúst 1972. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka Íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 15. ágúst n.k. Landsbanki íslands. Útvegsbanki íslands. LÁUS STAÐÁ Ritarastaða í menntamálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækj- endur hafi stúdentspróf eða verzlunar- skólamenntun. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur til 25. ágús't. Menntamálaráðuneytið, 25. júlí 1972. Auglýsing um innlausnurverð verðtryggira spariskírteina ríkissjóðs 10.000,00 króna skírteini Flokkur Innlausnartímabil Innlausnarverð*) 10.000 kr. skírteini ;y?5,1965 1. FI. 10. sept. 72 — 10. sept ’73 Kr. 41.586,0.0 . 1966 1. Fl. 20. sept. 72 — 20. sept. ’73 Kr. 33Í0.32.00 1967 1. Fl. 15. sept. 72 — 15. sept. ’73 Kr... 29.428,00 1967 2. Fl. 20.okt. 1972 — 20. okt. ’73 Kr. 29.428,00 *) Innlausnarverð er höfuðsitóll, vextir, vaxtavextir og verðbót, Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar- stræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sala verðtryggðra spariskírteina í 2. flokki 1972 stendur nú yfir og eru skírteinin fáan- leg í bönkum og sparisjóðum um land allt. Reykjavík, 25. júlí 1972. SEÐLABANKI ÍSLANDS Skattalögin Framhald af 2. síðu. hækkuð frá 650%-hækkun- inni — vegna „stórgróða“: mismunarins á verð'i þriggja herbergja íbúðar og tveggja herbergja — eða einskis her- bergis! Hvernig verður þá áframhaldið? Er hún svona, réttarbótin, sem gamla fólkinu og tekju- rýra fólkinu var fyrirheitin af vinstri flokkunum? Og hverjir eignast svo í- búðirnar, sem sægur manna mun hrökklast úr af þessmn sökum? Ungt fól’k, sem þarf að eignast íbúð? Ætli það verði ekki fyrst og fremst stóre’ignamenn — sem safna íbúðum til að leigja þær út með uppsprengdri leigu? Er það það. sem vinstriflokka- foringjarnir ætluðust fyrir undir niðri: Stofna tjl fjöl- mennrar öreigastéttar á Is- landi og enn rfkari auðkýf- inga og allrar þeirrar spill- ingar, sem fylgir slíkrj mis- skiptingu veraldargæðanna, til þess að hrægammar „bylt- ingarinnar“ hlytu hér við- fangsefni viðráðanlegt sínum sérhæfðu meltingarfærum? Og hvert á allt þetta gamla og hálffátæka fólk að fara, sem missir íbúðir sínar vegna tvöfaldaðra og meira en tvö- faldaðra opinberra gjalda reiknað með hlutfallinu milli hækkunar tekna og hækkun- ar gjaldanda)? Einhvers stað- ar verður það að vera. Á að troða því inn á heimili barna sinna eða á að reisa fjölda elliheimila við hæfi fátæk- linga? Ætli það yrði nokkur búhnykkur fyrir ríkissjóð og sjóði sveitarfélaga? Kannsk'i að verkhæfni aldraðra ’.nyndi þá nýtast betur?! Ég geri ráð fyrir, að þeir allrafátækustu verði ekki fyr- ir barðinu á nýju skattalög- unum. En er þjóðfélagið bætt með þvi, að stórauka mann- fjöldann í þeim hópi? Ég þykist vita. að aðalvill- an í nýju skattalögunum sé sú, að lágmarks-tekjuupphæð „breiðu bakanna“ sé höfð allt of lág. Hér eimir heldur betur eftir af þeirri örlög- þungu villu, sem mér skilst hafa orðið v’ið stöðugt verð- fall krónunnar: að leiðrétta ekki, nokkurn veginn jafnóð- um, það lágmark í skattalög- gjöfinni í samræmi við geng- isfallið: Sú krónu-upphæð, sem „í upphafi11 taldist rétti- lega hátekjur. varð í geng’is- fellinganna rás, raunverulega lágtekjur, en taldist áfram hátekjur í skattalöggjöfinni — eða því sem næst. Auðvit- að hefur lágmark „hátekn- anna“ verið eitthvað hækkað — en ekki nándarnærri nógu mikið til þess, að ekki yrði úr hróplegasta og örlagaríkasta ranglæti. Er „vinstri stjórnin11 vilj- andi að v’inna að því, að þjóð- félagið verði „byltingarhæft“ — eða er hún raunar hags- munasamtök sérstaks hluta hægri manna og vinstri- manna-foringjanna, sem taka með hægri hendi það, sem sú vinstri gefur? Verst, að lýð- ræðissinnaðir vinstrikjósend- u.r kunna hvorugt að meta! Reykjávík. 21. júlí 1972. Björn O. Björnsson. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við svæfingadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. ágúst n.k. eða síðar eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar fyrir 15. ágúst n.k. Reykjavík, 19. júlí 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. iÚTBOÐ Tilboð óskast i sölu á stálpípum fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 8. ágúst 1972 kl. 11,00 f.h. LAUS STAÐA Kennarastaða við menntaskólann á Laug- arvatni er laus til umsóknar. Kennslugrein- ar stærðfræði og eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. -*.«►- *.«'* Umsóknir með upplýsingum um menntun Qg.starXsíeril skula.haía borizt. mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 17. júlí 1972. LAUSAR STÖÐUR Við Bændaskólann á Hvanneyri eru lausar til umsóknar þrjár kennarastöður: 1. Staða kennara í grunnfögum með efna- fræði sem aðalgrein. 2. Staða kennara í vélfræði, bóklegri og verklegri. 3. Staða kennara í hagfræðifögum sem að- alkennslugreinar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ,með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1972. LAUS STAÐA Staða íþróttakennara stúlkna við Mennta- skólann á Akureyri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borizt mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 17. júlí 1972. ! 4

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.