Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 5
NÝTT LAND
5
VERKAIYÐSmm
Alþýðusambands
þing
Ákveðð hefur verið að 32.
þing Alþýðusambands Is-
lands hefjist 20. nóv. n.k. og
verður þ'ingið háð að Hótel
Sögu. Öll aðildarsamtök A.
S.í. hafa nú fengið þingboð-
ið.
Þingið mun að venju
hefjast með því að flutt
verður skýrsla sambands-
stjórnar og reikningar sam-
bandsins lagðir fram.
Helztu mál þessa þings
verða annars:
1. Kjara og atvinnumál.
2. V'innuvernd og trygg-
ingarmál.
3. Fræðslumál.
4. Atvinnulýðræði.
5. Fjármál og starfshátta-
mál.
Miðstjórn sambandsins
hefur unnið að undirbún-
ingi þessara mála og hafa
sérstakar starfsnefndir
starfað að undirbúningi á-
samt miðstjórn.
Gert er ráð yrir því að
drög að ályktun miðstjórn-
ar í hinum einstöku mála-
flokkum liggi fyrir það tím-
anlega að unnt verði að
senda þær sambandsfélög-
unum svo fljótt, að félögin
get'i rætt helstu málefni
þingsins áður en fulltrúar
þeirra rfða til þings.
-í-iögvtm ■ Alþýðusambands-
ins segir svo uín málatil-
búnað og undirbúning mála:
,.Álit og áiyktanir í stórmál-
um, er sambandsstjórn og
m'iðstjóm ætla að leggja
fyrir sambandsþing, skal
hún senda aðildarsamtökum
eig síðar en 3 mánuðum
fyrir sambandsþing“. Enn-
fremur: „Mál þau og tillög-
ur, sem einstök félög eða
landssambönd óska að tek-
in verði fyrir á þinginu,
skal senda sambandsstjóm
minnst 2 mánuðuvn fyrir
sambandsþing. Skal sam-
bandsstjóm leggja mál þau
og tillögur fyrir þingið á-
samt umsögn sinn'i“.
Er nú stefnt að því að
takast megi í fyrsta skipti
í sögu sambandsins, að reifa
mál þingsins með þeim
hætti sem lög sambandsins
gera ráð fyrir.
Stress - Strætó
Forráðamenn stræt'is-
vagna Kaupmannahafnar
hafa að undanförnu sætt
miklli gagnrýni vegna ó-
forsvaranlegs sinnuleysis
u’m velferð vagnstjóra. Þessi
gagnrýni komst í hámæli
þegar upplýst var, að sex
mánaða tíma höfðu 3 vagn-
stjórar á einni og sömu leið
látizt. Le’ið þessi er að vísu
talin sú versta, en fleiri
leiðir eru þó slæmar.
Ástæður fyrir fyrrgreind-
um dauðsföllum eru raktar
til of mikils álags á leiðun-
um, sem hefur auk'izt eftir
að hagræðingaráætlanir
strætisvagnanna komu til
framkvæmda.
Vagnstjórarnir telja að
umhyggja forráðamanna
strætisvagnanna virðist enn-
þá vera af árgerðinni 1899.
— Meðan hagræðingarmál-
in voru á dagskrá voru for-
stjórarn'ir ekkert nema
elskulegheitin, en þegar
þeir höfðu fengið fram vilja
sinn um breyttar aðstæður
við vinnuna, hvarf brosið og
þeir tóku upp sitt fyrra
hátterni aldamótanna.
Leið 2 — stressrútan —
ætlar vagnstjórunum að
nema staðar við 40 staði á
leiðinni og tekur aksturinn
37-42 mínútur. Vagnstjór-
arnir vilja láta fjölga vögn-
um á þessari leið til þess
að minnka álag’ið. Þá gera
vagnstjórar kröfu til þess
að staðið verði við fyrri
loforð, um að færa eftir-
launaaldurinn niður í 63 ár
verði efnd. Eftirlaunaald-
ur vagnstjóra í Danmörku
er nú 65 ár, í Finnlandi 60
og Noregi og Svfþjóð er eft-
irlaunaaldurinn kominn nið-
ur fyrir 65 ára aldur. Loks
átelja vagnstjórar hve lítið
sé gert að því að færa vagn-
stjóra til léttari starfa þeg-
ar aldur færist yfir þá, en
fjölmargir þeirra verða að
hætta akstri fyrir 60 ára
Atvinnuleysis-
bætur
Að loknum allsherjar-
samningunum 4. des. f.á.
var byrjað að tala um
hækkun atvinnuleysisbóta,
en þær hafa venjulega
hækkað samtímis almenn-
um kauphækkunum. Hvort
þeir vísu foringjar hafa tal-
að meira eða minna, þá er
það staðreynd. að frumvarp
til laga um hækkun at-
vinnuleysisbóta kom aldrei
fyrir alþingi í vetur. — At-
vinnuleysisbætur hafa þess-
vegna ekki hækkað neitt
vegna mikilla gmnnkaups-
hækkana sem samjð hefur
verið um. aðeins hækkað
sem nemur hærri kaup-
gjaldsvísitölu.
Atvinnuleysi er nú lít-
ið sem ekkert hérlendis og
hækkun bótanna snertir því
fáa launþega í dag. —
Reynslan hefur hinsvegar
kennt okkur, að ef ekkert
á að aðhafast í þessu máli
fyrr en atvinnuleysi er
skollið á, þá er hætt við því
að það geti tekið nokkra
mánuði að samþykkja lög
um hækkunina.
Semja um
ákvæðisvinnu
Rafvirkjar hafa nú sam-
ið. Helzta krafa þeirra var,
að ákvæðisvinna yrð;i aukin
frá þvi sem verið hefur.
Þessari kröfu náðu þeir
ekki fram, en samþykktu
hinsvegar að banna félags-
mönnum sínum að vinna
tiltekin verk nema í ákvæð-
isvinnu. Krafa rafvirkja um
ákvæðisvinnu var í fullu
samræmi við það sem
sveinafélögin í byggingar-
iðnaðinum hafa í samning-
um sínum, og mjðað við
stefnu flestra sveinafélaga í
launamálum.
Verkalýðssamtök víðsveg-
ar um heim, hafa hinsveg-
ar hafið baráttu fyrir því
að minnka eða afnema á-
kvæðisvinnu og taka upp
fast mánaðarkaup. Barátt-
an gegn áikvæðisvinnunni
er bein afleiðng af víðtæk-
um rannsóknum á ákvæðis-
vinnu á heilsu manna og
.starfsiþol. En rannsóknir
þessar hafa sýnt að ákvæð-
isvinna er skaðleg heilsu
manna,
í Svíþjóð hafa á þessu ári
verið gerðir samningar u'm
fast mánaðarkaup í stað á-
kvæðisvinnu. Taka samn-
ingar þessir til tugþúsunda
launþega og hlutur iðnað-
armanna í þessum samning-
um er miklum mun meir
en meðal annarra launþega.
Þannig hafa t.d. 2300 laun-
þegar við Götaverken í
Gautaborg losnað við á-
kvæðisvinnuna og vinna nú
gegn föstu mánaðarkaupi.
Á sama tíma og rafvirkj-
ar í Svíþjóð berjast gegn
ákvæðisvinnu knefjast ís-
lenzkir rafvirkjar meiri á-
kvæðisvinnu. Enginn vafi
er á því að rafvirkjar í Sví-
þjóð hafa miklu tneiri
reynslu af ákvæðisvinnu og
skaðsemi hennar en okkar
rafvirkjar.
Er ekki kominn tími til
þess að verkalýðssamtökin
hér á landi geri það upp við
sig, hvort vinna eigi að auk-
inni ákvæðisvinnu, þrátt
fyrir bitra reynslu nágranna
ofckar í þessum efnum.
STP.
SEÐLABANKI ISLANDS
VerÖtryggiÖ
peningana núna-
byggiö seinna
Athygli er vakin á því, aS kjör skírteinanna eru óbreytt
í þremur síðustu útgáfum frá ársbyrjun 1971.
Spariskírteini ríkissjóðs eru nú til sölu hjá bönkum, sparisjóSum
og verðbréfasölum.
Aðalkostir eru:
að þau eru eina verðtryggða sparnaðarformið, sem á boð-
stólum er,
að höfuðstóll tvöfaldast með vöxtum á 14 árum en skírteinin eru
innleysanleg hvenær sem er eftir fimm ár,
að höfuðstóll, vextir og vaxtavextir eru verðtryggðir,
að þau jafngilda fjárfestingu í fasteign, en eru fyrirhafnar- og
áhyggjulaus,
að þau eru skatt- og framtalsírjáls.
tji Sjúkraliðaskóli
verður starfræktur á vegum Borgarspítal-
ans og hefst 17. nóvember n.k. Námstími er
12 mánuðir.
Upplýsingar gefnar og umsóknareyðublöð
afhent á skrifstofu forstöðukonu. Umsækj-
endur skulu vera fullra 18 ára og hafa lokið
lokafrófi skyldunáms. Umsóknir skulu hafa
borizt forstöðukonu spítalans fyrir 20. þ.m.
Reykjavík, 28. júlí 1972.
Heilbrigðismálaráð
Reykjavíkurborgar.
f ÚTBOÐ
Tilboð óskast í lagningu holræsa við Sunda-
höfn hér í borg. Útboðsgögn eru afhent á
skrifstofu vorri gegn 3.000,00 króna skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 15. ágúst n.k. kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fimmtudaginn 10. ágúst verður dregið í 8. flokki. 4.500 vinningar að fjárhæð
28.920.000 kr. Miðvikudaginn 9. ágúst er síðasti heili endurnýjunardagurinn.
Happdrætti Háskóla íslands
8. FLOKKUR
4 á Í.OÖO.OOO kr.
4 á 200.000 —
260 á 10.000 —
4.224 á 5.000 —
Aukavinningar:
8 á 50.000 kr
4.500
4.000.OOo kr.
800.000 —
2.600.000 —
21.120.000 —
400.000 kr.
28.920.000 kr.