Bæjarins besta - 04.06.1997, Blaðsíða 1
Blaðsíða 9Blaðsíða 6Blaðsíða 5
Bæjarins besta
Miðvikudagur 4. júní 1997 22. tbl. 14. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk
Kaupmaðurinn
í Vöruvali
stokkar spilin
Átakafundur
með sjávarút-
vegsráðherra
Kajakmót Flóka
Vilgerðarsonar
í Vatnsfirði
Atvinnuvegasýning Vestfjarða hefst á laugardag
Sextíu vestfirsk fyrir-
tæki kynna vörur sínar
Rúmlega sextíu vestfirsk
fyrirtæki taka þátt í atvinnu-
vegasýningu Vestfjarða 1997,
sem verður formlega opnuð í
íþróttahúsinu á Torfnesi á
Ísafirði kl. 10 á laugardag. Til-
gangurinn með sýningunni er
að kynna fjölbreytt atvinnulíf í
fjórðungnum sem og að fleira
sé framleitt á svæðinu en fiskur.
Fyrirtækin sem taka þátt í
sýningunni eru allt frá litlum
handverksfyrirtækjum upp í
stórfyrirtæki og verður án efa
margt forvitnilegt á staðnum
sem gleður augað.
Meðal þeirra sem taka þátt í
sýningunni er lögreglan á
Ísafirði, en hún mun kynna
tækjabúnað sinn fyrir gestum
og gangandi. Þá mun lögreglan
sjá um reiðhjólaskoðun og er
skilyrði fyrir skoðun að hjólin
séu í lagi og að eigendur þeirra
komi með öryggishjálm á höfði
til skoðunarinnar. Sýningin
stendur til kl. 18 á laugardag
og á sunnudag er opið frá kl.
13-18. Sérstakt opnunarhóf
verður haldið á föstudagskvöld
þar sem þátttakendum gefst
kostur á að skoða sýningar-
básana. Sérstakur gestur í
hófinu verður Einar K. Guð-
finnsson, alþingismaður, og
mun hann opna sýninguna.
Flugleiðir hætta flugi til Patreksfjarðar
Flugfélag Íslands tekið við rek-
stri innanlandsflugs Flugleiða
Með tilkomu nýrrar sumar-
áætlunar, sem tók gildi í byrjun
síðustu viku, ákvað stjórn
Flugleiða að hætta flugi til
Patreksfjarðar. Ástæðan fyrir
þessari ákvörðun er fyrst og
fremst sú, að frá árinu 1993 til
loka síðasta árs, hefur farþeg-
um fækkað á leiðinni úr 4.534
í 2.731, og sér félagið sér því
ekki fært að halda fluginu
áfram. Félagið hætti á síðasta
ári reglubundnu flugi til Þing-
eyrar og er Ísafjörður því eina
áætlunarleið félagsins á Vest-
fjörðum frá og með deginum í
gær.
Flugfélag Íslands hf., tók við
rekstri innanlandsflugs Flug-
leiða í gærdag. Að sögn Arnórs
Jónatanssonar, stöðvarstjóra
félagsins á Ísafirði, er gert ráð
fyrir nítján ferðum til Ísafjarðar
í sumar. ,,Sumaráætlun félags-
ins hljóðar upp á nítján ferðir á
viku, sem er sami fjöldi og á
síðasta sumri, en þá millilenti
hádegisvélin á Patreksfirði,
sem verður ekki í sumar. Af
þessum nítján ferðum, verða
þrjár ferðir farnar á 19 sæta
Metróvél félagsins, en þær
ferðir verða farnar um miðjan
dag á þriðjudögum og fimmtu-
dögum og síðdegis á laugar-
dögum. Að öðru leyti verður
flogið með Fokkervélum fél-
agsins,” sagði Arnór.
Flugleiðir hafa rekið sölu-
skrifstofu við Hafnarstræti á
Ísafirði og verður svo áfram.
Skrifstofan mun einnig sjá um
sölu farseðla með Flugfélagi
Íslands.
Nýtt björgunarskip Slysavarnafélags Íslands kom til
heimahafnar á Ísafirði á föstudag. Skipinu, sem gefið
hefur verið nafnið Gunnar Friðriksson, er ætlað að þjóna
öllum Vestfjörðum og kemur það í stað björgunarbátsins
Daníels Sigmundssonar, sem væntanlega verður seldur.
Meðfylgjandi mynd var tekin af skipinu er það kom til
Ísafjarðar á föstudag. Sjá nánar frétt og myndir á bls. 4.
Gunnar Friðriksson,
nýtt björgunarskip
Áframhaldandi verkfall aðildarfélaga ASV
Nær 60% félagsmanna felldu
miðlunartillögu sáttasemjara
Miðlunartillaga sáttasemjara
var felld í atkvæðagreiðslu
aðildarfélögum Alþýðusam-
bands Vestfjarða á laugardag.
280 manns eða 59,1% sögðu
nei við tillögunni, já sögðu 185
eða 39% og auðir og ógildir
seðlar voru 9 eða 1,9%. Vinnu-
veitendur samþykktu hins veg-
ar tillöguna með miklum meiri-
hluta atkvæða.
Vinnuveitendur innan
Vinnuveitendafélags Vest-
fjarða og VSÍ samþykktu
tillöguna með 86,8% gegn
13,2%, en innan Vinnumála-
sambandsins, samþykktu
vinnuveitendur tillöguna með
66,7% gegn 33,3%.
Vegrásir breikk-
aðar um 10 metra
Framkvæmdir á Óshlíð
Vegagerðin hefur auglýst
eftir tilboðum í breikkun
vegrásar um Skriðurnar á
Óshlíðarvegi.
Verkið felst í lagfæringum
á um 240 metra kafla og inni-
felur breikkun vegrásarinn-
ar, úr u.þ.b. tveimur metrum
í tólf metra breidd. Verkinu
skal vera lokið að full 15.
október nk. Tilboðum í verk-
ið skal skila fyrir 16. júní nk.