Bæjarins besta - 04.06.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
3 SPÓLAN10TOPP
http://www.bikerMart
.com/
Á þessari síðu er allt það
sem hugur mótorhjólakapp-
ans girnist, nú þegar mótor-
hjólatíminn er genginn í garð
hér á Íslandi.
http://www.dog-play.com/
Ertu orðinn leiður á hundin-
um þínum? Þá eru hérna
fjölmörg góð ráð fyrir þig
og hundinn.
http://www.geysir.com
Þeir eru orðnir margir vefirn-
ir um Ísland og ferðaþjón-
ustuna. Á þessum vef er hægt
að finna allt um Ísland,
stjórnsýslu, efnahag, íbúa-
fjölda og margt fleira.
1. The Long Kiss...
2. Courage under Fire
3. Dragonheart
4. Jingle all the Way
5. Chain Reaction
6. Black Sheep
7. Jack
8. The Associate
9. Tin Cup
10. Emma
í
TÆKINU
HELGAR
veðrið
góðará
NETINUht
tp
:
ókeypis smáauglýsingar
kaup & sala
Horfur á fimmtudag:
Hæg breytileg eða
norðlæg átt og víða
bjart veður. Hiti á bilinu
5 til 15 stig.
Horfur á föstudag:
Norðlæg átt með björtu
veðri þó síst norðan-
lands. Hiti á bilinu 5 til
15 stig, hlýjast sunnan-
lands.
Horfur á laugardag:
Búast má við hægri
breytilegri eða norð-
lægri átt og víða björtu
veðri, þó síst norðan-
lands. Hiti á bilinu 5 til
15 stig, hlýjast sunnan-
lands.
Á sunnudag lítur út
fyrir vestlæga átt með
vætu við vestur-
ströndina.
Fear
Fear er taugastrekkj-
andi spennumynd með
þeim Mark Wahlberg,
Rease Witherspoon og
Alyssu Milano í aðalhlut-
verkum, sem fjallar um
ástir og örlög tveggja
elskenda.
MYNDBÖND
HJÁ
VÍDEÓHÖLLINNI
Verkfall Alþýðusambands Vestfjarða mun dragast enn
á langinn. Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkis-
sáttasemjara síðast liðinn föstudag, hinn 30 maí, lauk
þannig að 185 samþykktu en 280 höfnuðu. Tæp 40 prós-
ent greiddu henni atkvæði en tæp 60 prósent þeirra sem
afstöðu tóku voru mótfallin. Öllum skynsömum mönnum
má vera ljóst að nú hefur hnúturinn sem samningamálin
voru komin í heldur herst en hitt. Mikla snilld þarft til
þess að leysa hann.
Vinnuveitendur með Einar Jónatansson í Bolungarvík
í fararbroddi eru svartsýnir á lausn. Þeir segja með
rökum að ekki sé ástæða til þess að búast við því að
atvinnulífið á Vestfjörðum beri hærri launakostnað en
annars staðar á Íslandi.
Þótt ekki kæmi annað til en breyttar samgöngur á
Íslandi, sem gera það að verkum að fiskur er nú fluttur
milli landshluta á landi eftir þörfum markaðarins hverju
sinni, er ljóst að samkeppni í fiskverkun og fiskveiðum er
til staðar. Sú gamla aðferð að til þess skipuð
nefnd ákvarði fiskverð er fyrir bí. Vinnuveit-
endur átta sig á því að miðstýring atvinnu-
lífs með hinum gamla stíl er ekki lengur
fyrir hendi. En átta forsvarmenn ASV
sig á breyttum heimi og breyttum
forsendum?
Óskynsamleg
harka
Svo er ekki ef marka má
yfirlýsingar Péturs Sigurðs-
sonar formanns ASV og
Verkalýðsfélagsins Baldurs á
Ísafirði. Hið síðarnefnda félag
hefur alla burði til þess að
ráða niðurstöðu atkvæða-
greiðslu um miðlunartil-
lögu jafnt og um kjara-
samninga. Pétur leyndi
ekki þeirri afstöðu sinni
sem launaður forystu-
maður verkalýðsfélagsins
að fella bæri samningana. Hann fullyrti jafnframt að ef
miðlunartillagan félli þá gerðist ekkert annað en það, að
vinnuveitendur kæmu til ASV í næstu viku, það er að
segja þeirri sem nú er hálfnuð, eða þeirri þarnæstu og
vildu semja. Ólíklegt er að hann reynist sannspár. Og þó
svo væri hvað býður hann vinnuveitendum nú fyrir hönd
umbjóðenda sinna, sem eru hinir lægstlaunuðu að
stærstum hluta, sem líklegt er að vinnuveitendur verði
svo upprifnir yfir að þeir ákveði að semja? Pétur Sigurðsson
er enginn nýgræðingur og hefur oft reynst farsæll í
samningum. En nú er eins og heilladísirnir hafi snúið við
honum baki að minnsta kosti um sinn.
Vinnuveitendur hafa ekki boðið neitt frekara. Enda er
það ólíklegt þegar svo er að reyndur samningamaður eins
og Pétur snýr út úr miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Honum yfirsást að nefna eingreiðsluna og taka 12.000
króna greiðsluna í prósentureikninginn þegar hann
nefndi að laun hækkuðu aðeins um 0,5% umfram aðra.
Pétri hafa verið bílar mjög hugleiknir í þessari
kjarabaráttu. Hann nefndi það að minnsta kosti að
launahækkanir samsvöruðu 5 ára gamalli Lödu hjá vel
reknu fiskverkunarfyrirtæki á Ísafirði miðað við heilt ár.
Samsvaraði það 425 þúsund krónum ef rétt er munað.
Fyrirtækið var aldrei nefnt en það var nauðsynlegt til að
sannreyna málflutninginn. Hverjum heilvita manni má
vera ljóst að 12.000 krónur til þeirra einna sem greiddu
atkvæði eru tæpar 6 milljónir. Þá eru þeir sem ekki
greiddu atkvæði ótaldir.
Í Morgunblaðinu hefur hins vegar mátt lesa mun hærri
tölur um laun út úr viðtölum við verkfallsfólk heldur en
nemur lægstu launum að sögn verkalýðsforystunnar.
Þetta þýðir að í augum alls almennings í landinu er
málflutningur verkalýðsins ekki sannfærandi. Það er
ekki til framdráttar verkfallsmönnum að fara með rangt
mál. Með sama hætti er verkfallsmönnum ekki til
framdráttar að aka á fólk eins og gerðist á Sauðárkróki.
Vinnuveitendur samþykktu miðlunartillögu þrátt fyrir
að farið væri umfram þau mörk sem þeir hafa viljað sætta
sig við. Hvað nú tekur við er ekki ljóst. Ríkissáttasemjari
telur sínum úrræðum fara fækkandi. Engu að síður
munu fara fram einhverjar óformlegar þreifingar. Til
hvers þær leiða er óvitað að sinni.
Um hvað snýst kjaradeilan?
Er það ef til vill svo að ekki sé deilt um laun. Sé það svo,
að kvótakerfið fari fyrir brjóstið á forystumönnum jafnt
og almennum félögum ASV, þá skal það sagt berum
orðum. Vestfirðingar voru seinir til að átta sig á tilvist
þess. Hitt er einnig ótrúlegt að beita hinum lægst launuðu
fyrir pólitíska baráttu er miðar að afnámi kvótakerfis. En
ætli Pétur Sigurðsson að halda verkfallinu fram í rauðan
dauðann svo vitnað sé til umæla hans í Morgunblaðinu er
mál til komið að málflutningurinn verði skýrari. Hinir
lægst launuðu lifa ekki af rúmum 12 þúsund krónum á
viku til lengdar. Þá mun hann reynast sannspár.
Stakkur
,,Fram í rauð-
an dauðann
Isuzu Trooper árgerð ´82
til sölu. Mjög fallegur bíll,
nýskoðaður ´98. Verð
aðeins kr. 290 þús. Stendur
fyrir utan Fjarðarstræti 38.
Upplýsingar í síma 456
5308
Til sölu telpnareiðhjól fyrir
ca. 7-10 ára. Vel með farið.
Upplýsingar eru veittar í
síma 456 4048
Til sölu lítið notað 2ja ára
Flymo bensín-orf, 32cc m/
kúplingu. Verð kr. 10 þús-
und. Upplýsingar í hs. 456
3467 og vs. 456 3110. Lydía.
Einbýlishúsið að Brautar-
holti 12 er til sölu. Upp-
lýsingar í síma 456 3627
Óska eftir dagmömmu eftir
hádegi frá 1. sept. Upplýs-
ingar í síma 456 4174,
Helga.
Til sölu Suzuki TS-50
árgerð 1993. Einnig Canon
240 litaprentari og Boom-
erang golfsett - fullt sett
(fullorðinssett) Upplýsingar
í síma 456 3421
Óska eftir að passa hálfa
eða allan daginn, er á 14 ári
og get byrjað strax. Upp-
lýsingar í síma 456 4441,
Brynja.
Óska eftir barnastól á
reiðhjól. Upplýsingar í síma
456 4186
Leiguskipti óskast á 210m²
raðhúsi á Ísafirði og á raðhúsi,
einbýlishúsi eða sérhæð á
reykjavíkursvæðinu. Upp-
lýsingar í síma 456 3942 eða
894 5959
Til sölu Samick kassabassi.
Upplýsingar í síma 456 7062
Til sölu barnakerra með
skerm og svuntu. Upplýs-
ingar í síma 456 3863
Hæ! Ég er 14 ára stelpa og mig
langar til að passa börn í
sumar hálfa eða allan daginn.
Upplýsingar í síma 456 3833,
Katrín.
Til sölu eða leigu 3-5 her-
bergja íbúð að Fjarðarstræti
13, efri hæð. Söluverð 5,7
milljónir, þar af 2,9 milljónir
áhvílandi í gömlum húsnæðis-
stjórnarlánum. Íbúðin hefur
verið talsvert endurnýjuð, m.a.
ný eldhúsinnrétting ofl.
Stærstu svalir í bænum.
Brunabótamat 8,5 milljónir.
Upplýsingar veitir Gunnar
Veturliðason í síma 456 3648,
eftir kl. 19.
Til sölu Hyundai 486 tölva,
lítið notuð. Upplýsingar í síma
456 5367
Til sölu Volvo 245, árgerð ́ 83,
nýskoðaður. Upplýsingar í
síma 456 7621 eða 842 0521,
eftir kl. 19.
Bláu krakkareiðhjóli var
stolið fyrir utan Eyrargötu 6,
s.l. miðvikudag. Finnandi
vinsamlegast láti vita í síma
456 4247
Til sölu vel með farinn Skoda
Felecia ́ 95, ekinn 17 þús. km.
Upplýsingar í síma 456 8195
eða 456 4559, eftir kl 19.
Grunnvíkingar! Aðalfundur
félagsins verður haldinn
þriðjudaginn 10. júní í Kiwan-
ishúsinu Skeiði, kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf og
önnur mál, kaffi í fundarhléi.
Stjórnin.
Ég heiti Djurdja Hrkalovic og
er 14 ára. Mig langar til að
passa börn á aldrinum 1-3
ára. Upplýsingar í síma 456
5327
Ég heiti Jelena Schally og er
12 ára. Mig langar til að
passa börn á aldrinum 1-3
ára. Upplýsingar í síma 456
5320
Til sölu lítið notað 24", 18
gíra Moongooze fjallahjól.
Upplýsingar í síma 456
7357
Til sölu er 486, 66mhz tölva
án skjás. Upplýsingar í
síma 456 3068
Til sölu Ballerup stofu-
skápur og hrærivél. Upp-
lýsingar í síma 456 3368
Par með tvö börn óskar
eftir íbúð til leigu á Eyrinni.
Á sama stað er til sölu nýleg
Rainbow ryksuga. Góður
staðgreiðsluafsláttur. Upp-
lýsingar í síma 456 5446
Til sölu Mitsubishi L-300,
árgerð 1981. Upplýsingar í
síma 456 7869
Til leigu eða sölu á Suður-
eyri, einbýlishús með bíl-
skúr. Leiga kr. 23.000 á
mánuði. Verð kr. 2.600.000,-
Mjög hagstæð lán. Upp-
lýsingar í síma 566 8018 og
897 0961, Elín eða Magnús.