Bæjarins besta - 04.06.1997, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
Pantanasíminn er 456 3367
TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL
HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI • % 456 3940 & 456 3244 • o 456 4547
Fasteignaviðskipti
Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins
sýnishorn af söluskrá skrifstofunnar. Allar frekari
upplýsingar varðandi söluskrá fasteigna eru veittar
á skrifstofunni að Hafnarstræti 1, 3. hæð.
5.400.000,-
Seljalandsvegur 67: 107m² íbúð á
neðri hæð í tvíbýli. Verð: 6.000.000,-
Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 1. hæð
fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð:
5.100.000,-
Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 3. hæð
fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð:
4.900.000,-
Stórholt 9: 74,6m² íbúð á 1. hæð fyrir
miðju í fjölbýlishúsi. Verð: 5.300.000,-
Stórholt 11: 80m² 3ja herbergja íbúð
á 3 hæð í fjölbýlishúsi. Verð:
6.000.000,-
Stórholt 11: 80 m² 3ja herbergja
íbúð á 2 hæð í fjölbýlishúsi ásamt
innbyggðum bílskúr. Verð: 6.900.000,-
Stórholt 11: 72,6m² 3ja herbergja
íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Verð:
4.500.000,-
2ja herbergja íbúðir
Hlíf II: 50,4m² íbúð á 2. hæð í
Dvalarheimili aldraðra Verð:
6.100.000,-
Hlíf II: 50,4 m² íbúð á 4. hæð
í Dvalarheimili aldraðra. Verð:
5.900.000,-
Sundstræti 24: 69m² íbúð á jarðhæð
í þríbýlishúsi. Íbúðin er mikið upp-
gerð. Verð: 5.200.000,-
Stórholt 7: 116m² 4ra herbergja íbúð
á 3. hæð. t.h. í fjölbýlishúsi. Verð
7.400.000,-
Stórholt 11: 103m² 4ra herbergja
íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt
bílageymslu. Íbúðin er laus fljótlega.
Verð: 7.800,000,-
Tangagata 20: 70m² 4ra herbergja
íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Engar
áhvílandi veðskuldir. Verð: 3.500.000,-
Túngata 12: 98,9m² 4ra herbergja
íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi. Mikið
uppgerð. Verð: 6.700.000,-
Túngata 21: 77,5m² 4ra herbergja
risíbúð í þríbýlishúsi. Verð: 5.600.000,-
Urðarvegur 25 - Hraunprýði: 155m²
5-6 herbergja íbúð á 2 hæðum að
hluta í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti
á ódýrari eign möguleg. Tilboð
óskast.
3ja herbergja íbúðir
Aðalstræti 20: 98m² íbúð á 2. hæð
t.v. í fjölbýlishúsi ásamt sérgeymslu.
Verð: 6.900.000,-
Fjarðarstræti 13: 80m² íbúð á efri
hæð í tvíbýlishúsi, tvö aukaherbergi í
risi og kjallara. Verð 5.700.000,-
Hlíðarvegur 27: 76m² íbúð á efri
hæð tvíbýlishúsi ásamt 35m² bílskúr.
Mögulegt að taka bíl uppí. Verð:
minni eigna á Eyrinni möguleg. Tilboð
óskast.
Hafraholt 14: 144,4m² raðhús á
tveimur hæðum, ásamt bílskúr. Verð:
9.500.000,-
Heiðarbraut 6: 133,3m² einbýlishús
á einni hæðásamt bílskúr. Verð:
10.700.000,-
Hjallavegur 19: 242m² einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt innbyggðum
bílskúr. Skipti á minni eign möguleg.
Verð : 12.700.000,-
Hliðarvegur 26a: 120m² einbýlishús
á tveimur hæðum ásamt kjallara.
Verð: 6.700.000,-
Hlíðarvegur 38: 183,2m² raðhús á
þremur hæðum. Verð: 9.500.000,-
Einbýlishús / raðhús
Bakkavegur 23: 133,8m² einbýlishús
á einni hæð ásamt 34,9m² bílskúr.
Verð kr. 8.900.000,-
Bakkavegur 25: 154m² einbýlishús
á einni hæð ásamt bílskúr. Verð:
8.700.000,-
Brautarholt 12: 161,2m² einbýlishús
á einni hæð ásamt 56m² bílskúr. Verð:
11.300.000,-
Dalbraut 13: 120,7m² einbýlishús á
einni hæð ásamt bílskúr. Verð:
9.500.000,-
Fagraholt 12: 156,7m² einbýlishús á
einni hæð ásamt bílskúr. Skipti á
Fjarðarstræti 4: 120m² 4ra herbergja íbúð á 3. hæð
í fjöbýlishúsi. Verð kr. 6.500.000,-
Pólgata 6: 55m² risíbúð á 3. hæð, suðurenda
í fjölbýlishúsi. Mikið endurnýjuð. Verð: 3.900.000,-
Verð: 6.800.000,-
Urðarvegur 26: 236,9m² raðhús á
tveimur hæðum ásamt innbyggðum
bílskúr. Verð: 11.800.000,-
Urðarvegur 58: 209m² raðhús á
þremur pöllum ásamt innbyggðum
bílskúr. Verð: 12.500.000,-
4-6 herbergja íbúðir
Engjavegur 21: 132,2m² 4-5 her-
bergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi
ásamt kjallara. Verð: 8.500.000,-
Engjavegur 31: 92,1m² 4ra her-
bergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi.
Mikið uppgerð. Skipti á stærri eign
möguleg. Verð: 5.900.000,-
Fjarðarstræti 14: 191m² 4ja her-
bergja íbúð á neðri hæðí tvíbýlishúsi
ásamt kjallara. Verð: 6.200.000,-
Fjarðarstræti 38: 130m² 5 herbergja
íbúð á 2 hæðum í þríbýlishúsi. Hag-
stæð lán fylgja. Verð: 7.000.000,-
Pólgata 4: 136 m² 5 herbergja íbúð á
2 hæð í þríbýlishúsi ásamt litlum
bílskúr. Verð: 5.500.000,-
Seljalandsvegur 20: 125,2m² 4ra
herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli.
Verð: 7.900.000,-
Sólgata 5: 102m² 6 herbergja íbúð á
tveimur hæðum í norðurenda í tvíbýl-
ishúsi. Verð: 5.000.000,-
Hlíðarvegur 43: 186m² raðhús á
þremur hæðum ásamt bílskúr. Verð
10.200.000,-
Hlíðarvegur 48: 146,4m² einbýlishús
á þremur pöllum, mjög fallegt útsýni.
Verð: 7.000.000,-
Miðtún 31: 190m² endaraðhús í
norðurenda á tveimur hæðum. Tilboð
óskast.
Silfurgata 9: 150m² einbýlishús, 4ra
herbergja á tveimur hæðum, ásamt
garði, kjallara og geymsluskúr.
Tilboð óskast.
Skipagata 11: 78 m² einbýlishús á
tveimur hæðum. Húsið er laust strax.
Tilboð óskast.
Skólavegur 1: 62,8m² einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt kjallara og
þurrkhjalli. Verð: 3.700.000,-
Stakkanes 4: 144 m² raðhús á 2
hæðum ásamt bílskúr og sólstofu.
Skipti möguleg á Eyrinni. Verð:
9.900.000,-
Stakkanes 6: 144 m² raðhús á
tveimur hæðum ásamt bílskúr og
sólstofu. Skipti minni eign möguleg.
Verð: 10.900.000,-
Strandgata 3: 130,5m² einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt geymslu-skúr.
Verð 3.500.000,-
Tangagata 6a: 99,7m² einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt litlum kjallara.
Hjallavegur 12: 113,9m² 3ja - 4ra herbergja íbúð
á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 5.500.000,-
Gunnar Friðriksson frá Aðalvík afhjúpar hér nafn skipsins. Á myndinni eru einnig Magnús
Ólafs Hansson, en hann átti sæti í undirbúningsnefnd með komu skipsins og Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði.
Eggert Stefánsson, slysavarnamaður, við minni bátinn sem ber nafn föður hans, sr. Stefáns
Eggertssonar fyrrum sóknarprests og prófasts á Þingeyri.
Nýtt björgunarskip Slysavarnafélags Íslands á Vestfjörðum
Með tilkomu skipsins verður gjörbylting
í öryggi björgunarmanna og sæfarenda
Nýtt og öflugt björgunarskip Slysavarnafélags Íslands fyrir
Vestfirði kom til heimahafnar á Ísafirði á föstudag. Með komu
skipsins verður gjörbylting í öryggi björgunarmanna og sæfar-
enda, en í Þýskalandi, þaðan sem skipið er keypt af þýsku
systurfélagi Slysavarnafélagsins, hefur fengist mikil og góð
reynsla af rekstri slíkra björgunarskipa. Hafa þau reynst öflug,
traust og örugg, en skipið er mjög grunnrist og því hentugt til
flutnings björgunarmanna á afskekkt svæði þar sem landleiðin
er ófær eða sjóleiðin fljótfærnari. Hönnun skipsins gerir því
kleift að komast á sjó við mjög erfiðar aðstæður og sjóhæfni þess
er mikil, og sem dæmi um það má nefna að skipið réttir sig aftur
ef því hvolfir.
Formleg vígsluathöfn skipsins, eða skipanna tveggja því um
borð í björgunarskipinu er annar minni björgunarbátur, fór fram
við Ísafjarðarhöfn á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Stærra
skipinu var gefið nafnið Gunnar Friðriksson, sem samfleytt sat
í stjórn Slysavarnafélags Íslands um 26 ára skeið, þar af 22 sem
formaður. Gunnar er fæddur að Látrum í Aðalvík og ólst þar
upp. Hann sýndi þar frumkvæði og sett á fót atvinnurekstur við
erfiðar aðstæður og varð fyrir áföllum en lét þau ekki buga sig.
Hann flutti síðan til Reykjavíkur og hóf atvinnurekstur að nýju.
Fyrirtæki hans, Vélasalan, er vel kunnugt hér vestra, enda hefur
það staðið fyrir smíði og sölu á þrettán togurum fyrir vestfirskar
útgerðir auk fjölda báta. Gunnar Friðriksson var viðstaddur
athöfnina og afhjúpaði nafn skipsins.
Minna skipið hlaut nafn séra Stefáns Eggertssonar, fyrrum
sóknarprests og prófasts á Þingeyri. Séra Stefán varð
sóknarprestur á Þingeyri 1950 og prófastur í Vestur-Ísafjarðar-
prófastdæmi 1966. Hann var formaður slysavarnadeildarinnar
Varnar frá 1951 til dauðadags. Á sínu sviði var Stefán brautryðj-
andi, auk slysavarna var hann mikill radíó áhugamaður og hafði
áhuga á flugi. Hann var hvatamaður að því að endurvekja björg-
unarsveitina á Þingeyri á nýjan leik og gefa henni nafnið Dýri.
Stefán lést árið 1978. Ekkja hans, Guðrún Sigurðardóttir, gat
ekki verið viðstödd vígsluathöfnina, en sonur þeirra, Eggert Ste-
fánsson, sem er dugmikill slysavarnamaður, var fulltrúi fjölskyldu
sinnar.
Kaup og rekstur björgunarskips sem þessa er fjárfrekt verkefni
þrátt fyrir að, að baki standi fórnfúst starf sjálfboðaliða frá
björgunarsveitum og slysavarnadeildum Slysavarnafélags Íslands
á Vestfjörðum, en kaup og rekstur skipsins er samstarfsverkefni
þessara aðila. Til að standa straum af kostnaði mun verða leitað
til velunnara Slysavarnafélags Íslands og deilda þess um
fjárstuðning til þessa verkefnis og er það von félagsins að þeirri
beiðni verði vel tekið.