Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.1997, Side 5

Bæjarins besta - 04.06.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 5 Uppsagnir hjá Vöruvali Áherslubreyt- ingar í rekstri Vöruvalsverslananna – segir Benedikt Kristjánsson, sem ætlar að hætta rekstri kjötvinnslu í Bolungarvík og taka verslunarrekstur í Hnífsdal til endurskoðunar Benedikt Kristjánsson, kaupmaður í Vöruvali. Starfssamningi starfsmanns verslunarinnar Vöruvals í Hnífsdal hefur verið sagt upp, en Benedikt Kristjánsson, eigandi Vöruvalsbúðanna, sagði í samtali við blaðið að ástæðan væri mikill samdráttur í versluninni þar. Íbúum hefur fækkað gífurlega „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að loka versluninni í Hnífsdal. Við erum skuldbundin starfsmann- inum samkvæmt samningnum og sögðum honum upp til að geta haft frjálsar hendur við endurskipulagningu eða að hætta rekstri ef til þess kemur. Því er ekki að leyna að það hefur orðið verulegur samdrátt- ur í Hnífsdal. Skýringin er fyrst og fremst sú, að íbúum þar hefur fækkað gífurlega, eða um þriðjung eftir því sem mér er sagt. Öll húsin á snjóflóða- hættusvæðinu standa tóm en sennilega hafa íbúar þeirra verið á bilinu 40-60. Við þetta bætist að atvinnulíf í Hnífsdal er og hefur verið gjörsamlega lamað vegna verkfallsins. Fólk sem unnið hefur í fyrirtækj- unum þar hefur auðvitað átt viðskipti við verslunina og það er alveg ljóst að við þolum ekki þann samdrátt sem orðið hefur vegna verkfallsins. Þess vegna verðum við að grípa til ráðstafana til að bregðast við þessu ástandi,“ sagði Benedikt. Hann sagðist ekki á þessari stundu vita í hverju þær ráð- stafanir yrðu fólgnar, en jafnvel gæti komið til greina að skerða þjónustuna. Eins og staðan væri í dag væri hann þó svartsýnn á að af áframhaldandi rekstri gæti orðið. Hann sagði að hann myndi bregðast jákvætt við aðilum sem sýna yfirtöku á rekstrinum áhuga. Einnig samdráttur í Bolungarvík Í verslun Vöruvals í Bolung- arvík hefur starfssamningi kjötiðnaðarmanns, sem jafn- framt er verslunarstjóri, verið sagt upp ásamt samningi annars starfsmanns, en þessir tveir starfsmenn eru þeir einu sem eru fastráðnir. Benedikt sagði ástæðuna þá sömu og í Hnífs- dal, eða samdrátt. Hann hyggst hætta rekstri kjötvinnslu í Bolungarvík og taka upp svo- kallað „freepack“, eða sölu á kjötvörum í lofttæmdum um- búðum. Hann var spurður um ástæður samdráttarins. „Verslun Vöruvals á Ísafirði hefur staðið undir kostnaði, en það sama er ekki hægt að segja um verslunina í Bolungarvík. Ég hef verið mjög ósáttur við útkomuna þar, en það var tap á rekstrinum á síðasta ári. Þegar við tókum við rekstrinum á Verslun Einars Guðfinnssonar árið 1993, þá voru íbúar Bol- ungarvíkur um 1300. Í dag eru íbúarnir rúmlega 1100 og þar af eru útlendingar nærri 100. Ég er ekki að hnýta neitt í þetta ágæta fólk, en staðreyndin er sú að virðisaukinn sem það er að skilja eftir sig í bæjarfél- aginu er sáralítill. Mér er sagt að þetta fólk fái senda alla nauðsynjavöru frá heimalönd- um sínum. Ef það er rétt, þá skil ég ekki hvernig í ósköp- unum er hægt að flytja inn til landsins allar þær vörur sem þarf til daglegs lífs. Af öllum vörum sem við flytjum inn erlendis frá, þurfum við að greiða tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt. Það segir sig einnig sjálft að 200 manna fækkun í Bolungarvík kemur niður á viðskiptunum.“ Sníða þarf stakk eftir vexti Benedikt segir að fólk verði að gera það upp við sig hvort það vill hafa þjónustuna við húsdyrnar hjá sér, eða hvort það vill fá alla hluti, stóra sem smáa, í póstkröfu frá Reykja- vík. Einnig verði að vera hægt að halda uppi atvinnu ef Vest- firðir eigi að vera byggilegir. Til að svo megi verða megi vinnudeilur ekki dragast svo á langinn sem raun beri vitni um. Verkfallið lami ekki bara fiskvinnsluna, heldur öll þjón- ustufyrirtæki í fjórðungnum, sem megi ekki við því. Benedikt segir að talsvert sé um að fólk í verkfalli hringi til að óska eftir reikningsviðskipt- um. Hann hafi yfirleitt reynt að bregðast jákvætt við, en ljóst sé að verslunin standi ekki undir lánsviðskiptum og þá sérstaklega ekki ef verkfallið dregst á langinn. Reiknings- viðskipti hafi verið viðvarandi, en þeim verður hætt 1. júlí, segir Benedikt. Að sögn Benedikts hefur rekstur Björnsbúðar staðið undir væntingum hans það sem af er og eins og áður sagði stendur verslunin á Skeiði undir kostnaði. Benedikt hefur þó ekki ráðið í tvær stöður sem losnað hafa þar og hefur að auki sagt upp einum starfs- manni. Fyrisjáanlegt er því að starfsfólki verslananna hafi fækkað um sex fyrir haustið, þ.e.a.s. ef uppsagnirnar ná fram að ganga. - En er Benedikt að íhuga að hætta rekstri verslananna? „Nei, ég er ekki að hætta rekstrinum, en ég verð að vera meðvitaður um hvar ég stend. Ég hef haft mjög gaman af þessu. Við erum að sjá 35 manns fyrir vinnu í þessum verslunum og okkur hefur gengið alveg þokkalega. Maður áttar sig hins vegar á því að sníða þarf stakk eftir vexti. Það er eðlilegt að maður staldri við af og til og hugsi sinn gang og jafnfram að maður sé ávallt mjög vel meðvitaður um nauð- syn þess að stunda innbyrðis naflaskoðun.“ Neytendasamtökin vinna ekki á faglegan hátt Benedikt segir að því sé ekki að leyna að stundum sé hann mjög ósáttur við umfjöllun um verðkannanir og finnst ótækt hvernig neytendasamtökin standa að þeim. Hann tekur sem dæmi síðustu könnun. „Þar voru bornar saman litlar landbyggðarverslanir og Bónus í Reykjavík, en svona vinnu- brögð eru ekkert annað en aðför að verslun á landsbyggðinni. Í umfjöllun um könnunina hjá fjölmiðlum hérna á staðnum, var samkeppnisaðilum okkar hyglað og hampað og það er alveg ljóst að það hefur áhrif á okkur. Ég hef bent á að niður- staða verðkönnunarinnar er röng og umfjöllun um hana er Neytendasamtökunum til van- sa. Ég fer nánast vikulega í Samkaup á Ísafirði til að gera verðkönnun þar. Ég hef borið saman verð á þeim vörum sem fást á báðum stöðunum og hef ekki orðið var við að þar sé vöruverðið lægra en hjá okkur. Vöruúrvalið þar er langtum minna en það sem við bjóðum upp á og þess vegna er eðlilegt að maður spyrji sig að því, hvort við verðtökuna séu verð á þeim vörum sem ekki fást í Samkaup á Ísafirði, tekin í Samkaup í Hafnarfirði eða Keflavík og þau síðan borin saman við verð í Vöruvali á Ísafirði. Það var gengið frá samkomulagi við Neytenda- samtökin um að verðtaka færi samtímis fram í öllum versl- unum til að tryggja að samtökin ynnu faglega, en það hafa þau að mínu mati ekki gert.“ Gengur ekki að samkeppnisaðilum sé mismunað Benedikt segir að það gangi ekki að öðrum aðilanum sé gert hærra undir höfði en hinum í fjölmiðlum hérna á svæðinu og sérstaklega ekki þegar forsendurnar fyrir því eru rangar. „Þegar stórar fyrirsagnir greina frá því að annar sam- keppnisaðilinn hafi haft þau áhrif með tilkomu sinni, að hér sé búsældarlegra og byggi- legra, þá spyr maður sig auð- vitað: hvað er maður að gera hérna? Ég hef lýst því yfir margoft að samkeppni sé af hinu góða, en það gengur ekki að aðilum sé mismunað í fjölmiðlum. Við þurfum líka að hugsa til þess hvaða virðis- auki verður eftir í byggðarlög- unum af þeim fyrirtækjum sem hér eru, sem eiga hér sitt lög- heimili og greiða hér skatta og skyldur. Ef við ætlum að búa hér, þá verðum við hlúa að því sem við eigum,“ sagði Bene- dikt að lokum. Ungviðið í Bolungarvík gekk rösklega fram í tunnuhlaupinu þrátt fyrir misjafnan árangur. Bolungarvík Sjómannadagurinn haldinn í blíðviðri Dagskrá sjómanna- dagsins í Bolungarvík var með hefðbundnu sniði að þessu sinni og fór fram í bíðskaparveðri með tilheyrandi sól og hlý- indum. Fjöldi fólks var samankominn við innri höfnina þar sem kapp- róður, tunnuhlaup, stakkasund og kodda- slagur var hápunktur hátíðarhaldanna. Þar gafst fólki einnig kostur á að skoða hið nýja björg- unarskip Slysavarna- félagsins, Gunnar Friðriks- son, sem fór um helgina í fyrsta björgunarleiðangur sinn norður í Aðalvík, þar sem trilla slitnaði upp í hvassviðrinu á laugardag. Enginn er verri þótt hann vökni. Ýmsum ráðum var beitt í koddaslagnum og ekki öllum drengilegum.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.