Bæjarins besta - 04.06.1997, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 9
SLÁTTUVÉLAR, ORF,
LIMGERÐISKLIPPUR OG
MOSATÆTARAR Í ÚRVALI
Þristur hf.
Vélaverslun
Sindragata 8 Ísafirði Sími 456 4750
Stiga Turbo
sláttuvél
með garð-
hirðipoka.
Góð fyrir
heimili
Stiga Bio-Chip
kurlari 1400W
Stiga
rafmagnsorf
450W
Stiga Tornado
sláttuvél með drifi
Fyrir sumarbústaða-
eigendur, bæjarfélög
og stofnanir
Stiga EL33
rafmagns-
sláttuvél 1000W
Fyrir litla garða
Stiga Garden
akstursláttuvél
Einstök fyrir sumar-
bústaðaeigendur og
stofnanir
Stiga
mosa-
tætari
325W
Stiga
rafmagns-
limgerðis-
klippur
360W
Munið heimsend-
ingarþjónustuna
Síminn er
456 5267
Sjókajakmót Flóka Vilgerðarsonar
Haldið í þriðja sinn
um næstu helgi
Sjókajakmót Flóka Vilgerð-
arsonar verður haldið í Flóka-
lundi í Vatnsfirði dagana 6. til
8. júní nk. Á mótinu sem nú er
haldið í þriðja sinn, verður
kynntur nýr og einstakur ferða-
máti fyrir fólk sem lætur verkin
tala auk þess sem boðið verður
upp á létta og skemmtilega
dagskrá fyrir sjókajakunnend-
ur. Þeim sem áhuga hafa á að
taka þátt í mótinu en geta ekki
komið með eigin kajak, gefst
kostur á að leigja sér bát gegn
vægu gjaldi.
Mótið verður sett kl. 22 á
föstudagskvöld. Klukkustund
síðar verður boðið upp á þriggja
tíma miðnæturferð um Vatns-
fjörð austanverðan og eyjar og
sker Breiðafjarðar. Á laugardag
hefst dagskráin með dagsferð
um Rauðasand og Látrabjarg,
en þess má geta að á þessum
tíma er bjargið fullt af fugli og
því mikið að sjá. Um kvöldið
verður síðan varðeldur í fjör-
unni við Flókalund þar sem
hetjur munu syngja saman og
segja sögur af viðburðum
dagsins.
Á sunnudag hefst dagskráin
kl. 10 með því að róið verður
um Vatnsfjörð vestanverðan.
Um er að ræða þriggja tíma
ferð um slóðir Flóka. Um
miðjan dag verða ýmsir kapp-
leikir á kajökum og mótslok
verða kl. 17. Hótel Flókalundur
býður sérstakt verð á gistingu
og mat í tilefni mótsins. Nánari
upplýsingar eru veittar á hótel-
inu í síma 456 2011.
Það verður mikið líf í Vatnsfirði um helgina en þá fer þar
fram sjókajakmót Flóka Vilgerðarsonar.