Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.1997, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 04.06.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Magnús Hávarðarson Netfang: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Bæjarins besta Stofnað 14. nóvember 1984 Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. ?Spurning in Er Ingibjörg gengin í BG aftur Baldur? Leiðari Strax og tillaga Hafrannsóknarstofnunar um 32ja þúsund tonna aukningu á þorskafla á næsta kvótaári var gjörð heyrinkunn, leyndi sér ekki um hvað kvótaúthlutun sjávarútvegsráðuneytisins snýst að verulegu leyti. Hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hafði vart gefist tími til að segja álit sitt á tillögu Hafró þegar fjármálaspekúlantarnir höfðu tekið fram reiknistokkinn. Þeir áttuðu sig strax á öllum milljónunum sem liggja í óveidda þorskinum úti fyrir ströndum landsins og sem nú skyldi bætt á silfurfatið. Af mikilli fimi útskýrði verðbréfasali fyrir fréttamanni og hlustendum ríkisútvarpsins hvaða áhrif þetta kæmi til með að hafa á hlutabréfamarkaðinn, og hvernig hlutabréf þeirra fyrirtækja, sem eiga mestu ítökin í þeim gula, myndu hækka í verði umfram hinna, sem byggja hlutdeild sína í þjóðareigninni á öðrum og verðminni tegundum. Greinilegt var að verðbréfasalinn sá fyrir sér ómælda kommisjón við stöðug eigendaskipti á hlutabréfum í sjávarútvegs- fyrirtækjunum. Kvótabankastjóri, sem var rætt við, var vel heima í málinu. Niður- stöður hans kristölluðust í upphæðum frá milljóna tug til nokkurra hundruða milljóna per einstakling eða fyrirtæki í verðmætaaukningu úthlutaðs kvóta eftir stærð báta og skipa. Bankastjórinn var þó ekki Mergurinn málsins eins bjartsýnn og verðbréfasalinn varðandi eigin hlut. Hann átti jafnvel von á því að nú tækju kvótaeigendur upp á því í auknum mæli að gera út og því yrði væntanlega minni kvótasala en áður. Þetta hljóta að teljast tíðindi. Óneitanlega er útgerð meira umstang, en fjölmargir kvótahafar hafa verið að þreyta sig á til þessa. Gíróseðill sem flutti himinháar upphæðir milli bankareikninga, sem greiðslu fyrir óveiddan fisk, var ólíkt þægilegra og áhættuminna en að stússast í útgerð. Á meðan gat áskrifandi kvótans notið hins ljúfa lífs á ströndum fjarlægs lands. Verðbréfasalinn og kvótabankastjórinn töluðu ekki undir rós. Þeir sögðu hreint út um hvað málið snýst. Hagnað af hlutdeild í takmarkaðri auðlind, sem úthlutað er ókeypis. Um þetta snýst málið. Enginn hugleiddi hvað kvótaaukningin gæti þýtt fyrir atvinnulífið og atvinnulaust fólk í sjávarplássum, fólk sem nú má ekki bjarga sér. Málið snýst ekki um það hvort sjávarpláss lifir eða deyr. Það er algjört aukaatriði. Umræðan kemur ekki á óvart. Þetta er kvótakerfið, verndað af fulltrúum okkar á hinu háa Alþingi. Kvótakerfið snýst ekki um fólk og velferð þess. Tilgangur þess er allur annar og honum verður ekki breytt fyrr en fólkið sjálft tekur til sinna ráða. s.h. Baldur Geirmunds- son, tónlistarmaður: „Nei, hún söng bara með að þessu sinni vegna þess að Lions- menn óskuðu sérstak- lega eftir því. Þeir vildu vera með uppákomu sem kæmi á óvart og ég held að það hafi tekist nokkuð vel. Ingibjörg kom fram nokkrum sinn- um og söng að sjálf- sögðu lokalagið - Þín innsta þrá.“ Landsþing Lionshreyf- ingarinnar var haldið á Ísafirði um helgina. Í lokahófinu sem haldið var í íþróttahúsinu á Torf- nesi, lék hljómsveit Bald- urs sem ákveðinn skemmtistaður á Ísafirði kallar „Súperdúettinn Baldur & Magga.“ Það kom mörgum skemmti- lega á óvart þegar hin ástsæla söngkona Ingi- björg Guðmundsdóttir hóf upp raust sína með fyrrum félaga sínum í hinni landsþekktu hljóm- sveit, BG & Ingibjörg. Eins og segir á öðrum stað í blaðinu þá var miðlunartillögu ríkissáttasemjara í vinnudeilunni á Vestfjörðum hafnað af aðildarfélögum ASV í atkvæðagreiðslu sem fór fram s.l. föstudag. Deiluaðilar sátu óformlegan fund með sáttasemjara á mánudaginn en án nokurrar niðurstöðu eða árangurs. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref til sátta verða hjá aðilum deilunnar. Nokkrar líkur eru þó taldar á nýrri miðlunartillögu frá sáttasemjara þar sem reynt yrði að fara bil beggja hvað varðar ýmsar tæknilegar útfærslur sem þó myndu ekki leiða til kostnaðarauka. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur hafnað hugmyndum um lagasetningu og telur slíka stjórnvaldsaðgerð ekki tímabæra að svo komnu máli. Greinilegt er þó að þrýstingur á að stjórnvöld grípi í taumana vex með degi hverjum. Mátti m.a. heyra þá skoðun í máli Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Vestfirðinga, á Rás 2 í síðustu viku, en þar voru verkfallsmálin til umræðu hjá Einari Oddi, Sighvati Björgvinssyni og Gunnlaugi M. Sigmundssyni. Í máli Sighvats kom fram að á Vestfjörðum væru skilin á milli verkafólks og kvótaeigenda greinilegri en annars staðar og rakti hann hörkuna í verkfallinu m.a. til þess. Líkur á nýrri miðlunartillögu Vinnudeilan á Vestfjörðum Vegna þess ástands sem ríkir nú í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar er erfiðara fyrir unglinga að fá vinnu en oftast áður. Aðsókn að Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar hefur því aukist mjög um- fram það sem áætlað var og er fjárhagsáætlun sprungin miðað við þann vinnutíma sem gert var ráð fyrir í upphafi. Af þessum ástæðum hef- ur bæjarráð ákveðið að breyta vinnutíma í Vinnu- skóla Ísafjarðarbæjar sem hér segir: Unglingar fæddir 1984 vinna í 3,5 klst. á dag í fjórar vikur. Unglingar fæddir 1983 vinna í 3,5 klst. á dag í sex vikur. Unglingar fæddir 1982 vinna í 7 klst. á dag í sjö vikur. Unglingar fæddir 1981 vinna í 7 klst. á dag í átta vikur. Ísafjörður Vinnutími Vinnuskólans Stjórnir Hraðfrystihússins hf., og Miðfells hf., í Hnífsdal annars vegar og Frosti hf., í Súðavík hins vegar, samþykktu á mánudagskvöld sameiningu fyrirtækjanna. Sveitarstjórn Súðavíkur, sem á 43% hlut í Frosta, samþykkti sameining- una samhljóða sama kvöld og í kjölfarið stjórn Frosta en áður höfðu Hnífsdælingar gefið samþykki fyrir sitt leyti. Hið nýja fyrirtæki mun bera nafnið Hraðfrystihúsið hf., og verður það annað stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki á Vestfjörð- um. Kvóti þess verður um sjö þúsund þíg.tonn og er veltan áætluð um tveir milljarðar króna. Með sameiningunni næst verulegur sparnaður í rekstri og fleiri stoðum er rennt undir reksturinn. Hraðfrystihúsið hf., - Miðfell hf., á ísfisktogarann Pál Páls- son og Frosti hf., á eina full- komnustu rækjuverksmiðju landsins auk frystiskipanna Bessa og Andeyjar. Hið sam- einaða fyrirtæki verður því með breiðari rekstur en fyrirtækin hvort um sig, ísfiskveiðar og vinnslu annars vegar og rækju- vinnslu og sjóvinnslu hins vegar. Þá á Hraðfrystihúsið í Hnífsdal mjölvinnslu til jafns við Íshúsfélag Ísfirðinga hf. Samþykktir stjórna fyrirtækj- anna verða bornar undir hlut- hafafundi á næstu vikum en gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi frá og með 1. ágúst nk. Hið nýja fyrirtæki verður skráð á Opna tilboðsmarkaðn- um. Viðræður hafa farið fram við forsvarsmenn Gunnvarar hf., og Íshúsfélags Ísfirðinga hf., um samvinnu, sérstaklega á sviði útgerðar, en Gunnvör hefur yfir að ráða sjö þúsund tonna þorskígildiskvóta og þremur togurum, Júlíusi Geir- mundssyni, Stefni og Fram- nesi. ,,Ég er mjög stoltur af þessari niðurstöðu, ekki aðeins fyrir hönd Súðvíkinga heldur Hnífs- dælinga einnig. Þarna er verið að koma á laggirnar fyrirtæki sem getur tekist á við verkefni í takt við nýja tíma. Það eru fleiri stoðir undir rekstri hins nýja fyrirtækis, það er í bolfisk- vinnslu, rækju og á hlut í mjöl- verksmiðju. Þau fyrirtæki sem hafa átt mestri velgengni að fagna í landinu, hafa einmitt haslað sér völl í þessum grein- um,” sagði Ágúst Kristinn Björnsson, sveitarstjóri í Súða- vík og stjórnarmaður í Frosta. ,,Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Þarna er komið öflugt fyrirtæki sem mun styrkja byggðir við Djúp. Við höfum verið í viðræðum síðan í mars og ég trúi því að sameiningin verði Súðvíking- um og Hnífsdælingum til fram- dráttar. Þetta er liður í endur- skipulagningu sjávarútvegs á Vestfjörðum. Það er fagnaðar- efni,” sagði Einar Valur Krist- jánsson, stjórnarformaður Hraðfrystihússins hf. Hnífsdælingar og Súðvíkingar sameinast í öflugu fyrirtæki Nýr sjávarútvegsrisi á Vestfjörðum

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.