Bæjarins besta - 04.06.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 3
Hlynur Þór Magnússon skrifar
Vantar Vestfirðinga nokk-
uð nema sjálfstraust?
Nú um helgina verður At-
vinnuvegasýning Vestfjarða
haldin í fyrsta sinn í Íþrótta-
húsinu á Torfnesi á Ísafirði. Í
ljósi þeirra verkfallsátaka, sem
nú hafa lamað atvinnulífið í
mörgum byggðum Vestfjarða
vel á annan mánuð, má með
nokkrum rökum segja, að
sýningin sé á dálítið óheppi-
legum tíma. Á hinn bóginn má
einnig líta svo á, að þetta sé
einmitt rétti tíminn til þess að
vekja athygli á þeirri fjölbreyt-
ni sem þrátt fyrir allt einkennir
vestfirskt atvinnulíf og þá
mörgu vaxtarbrodda sem eru
að skjóta upp kollinum og
dafna um allan fjórðunginn.
Í þeim anda eru einkunnar-
orð sýningarinnar, fjölbreytni,
atorka, metnaður. Oft var þörf,
en nú er nauðsyn, að sýna Vest-
firðingum sjálfum og lands-
mönnum öllum, að einmitt
þessir eiginleikar eru til staðar
í ríkum mæli í vestfirsku
atvinnulífi, þótt frekar mætti
skilja af opinberri umræðu
síðustu árin, að hér sé ekkert
nema dauði og djöfull, vonleysi
og vandræði.
Atorka og metnaður eru
vissulega eiginleikar, sem allir
vita að Vestfirðingar hafa til
enn nægilegt sjálfstraust til að
finna hinni gamalkunnu atorku
sinni og metnaði útrás á nýjum
og spennandi sviðum atvinnu-
lífs, þá er engu að kvíða.
Atvinnuvegasýningin í
Íþróttahúsinu á Torfnesi um
helgina er reyndar miklu meira
en sýning á viðfangsefnum
fólks og fyrirtækja á Vestfjörð-
um. Hún er einnig fjölskyldu-
skemmtun, þar sem boðið er
upp á margvíslega afþreyingu,
skemmtiatriði og fróðleik, eins
og nánar kemur fram í auglýs-
ingum. Það virðist full ástæða
til að hvetja alla sem vettlingi
geta valdið til þess að koma á
Torfnes á laugardag og sunnu-
dag, eiga þar ljúfa stund og
sýna með því jafnframt í verki
áhuga sinn á framtíð Vest-
fjarða.
Fyrir sýningunni stendur
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða hf., sem stofnað var fyrir
liðlega hálfu ári. Formaður
félagsins er Sigurður Jónsson
skipatæknifræðingur, fram-
kvæmdastjóri er Elsa Guð-
mundsdóttir hagfræðingur en
verkefnisstjóri sýningarinnar er
Björn Garðarsson.
Hlynur Þór Magnússon.
að bera í ríkum mæli. Öldum
saman hafa Vestfirðingar haft
á sér orð fyrir dugnað, hörku
og seiglu. Róttækar þjóðfélags-
breytingar síðustu ára og ára-
tuga hafa vissulega leikið Vest-
firðinga grátt með ýmsum hætti
og má segja, að nú skorti einna
helst sjálfstraustið og trúna á
framtíð atvinnulífs og byggðar
í fjórðungnum.
Tilgangur Atvinnuvegasýn-
ingar Vestfjarða 1997 er ekki
síst að efla trúna á framtíðina
hér vestra. Markmið hennar er
að sýna fram á, að hér eru
vissulega ekki öll sund lokuð,
heldur þvert á móti margar
leiðir opnar inn í blómlega
framtíð. Ef Vestfirðingar hafa
Hlynur Þór Magnússon.
Nýtt þjónustufyrirtæki á Ísafirði
Býður upp á litlar gröfur
SMÁ-vélaleigan ehf., er
nýtt þjónustufyrirtæki sem
tekið hefur til starfa á Ísa-
firði. Fyrirtækið sem er í eigu
Rúnars Rafnssonar, býður til
leigu gröfu af minni gerð-
inni, sem er tilvalin þar sem
aðstæður eru þröngar, land
er erfitt yfirferðar eða við-
kvæmt eða aðrar aðstæður
sem gera það að verkum að
stærri vélar komast ekki að.
Vélin er aðeins 1,5 tonn
að þyngd og aðeins um einn
meter á breidd. Hún er á
gúmmíbeltum sem skemma
ekki viðkvæman jarðveg og
er sérlega auðveld og þægi-
Komatsu grafan er lítil og nett og hentar vel þar sem erfitt
er að komast að sem og þar sem gróður er viðkvæmur.
leg í notkun. Vélin er boðin til
leigu með eða án stjórnanda og
mun eigandi vélaleigunnar sjá
um að koma vélinni til og frá
vinnustað gegn vægu gjaldi,
eins og segir í frétt frá
fyrirtækinu.
Framsóknarmenn funda á Vestfjörðum
Þinghópur framsóknar-
manna skipaði í vetur vinnuhóp
til að skoða stöðu byggðamála.
Vinnuhópurinn, en hann skipa
Gunnlaugur M. Sigmundsson,
Magnús Stefánsson, Stefán
Guðmundsson og Valgerður
Sverrisdóttir, hefur staðið fyrir
fundum um byggðamál á
nokkrum stöðum á landinu að
undanförnu. Í tilkynningu frá
þingflokknum segir að þessir
fundir hafi verið mjög vel sóttir
og að málin hafi verið rædd af
hreinskilni. Jafnframt hafi
verið ræddar leiðir til að hafa
áhrif á þróun byggðamála, en
þar séu alvarlegar blikur á lofti,
eins og sjá megi á framreikn-
ingi Byggðastofnunar á mann-
fjölda á landinu.
Næstu fundir þingflokksins
verða haldnir á Vestfjörðum, á
Ísafirði í gær og á Patreksfirði
í kvöld. Halldór Ásgrímsson,
formaður Framsóknarflokks-
ins, ásamt fleiri þingmönnum
flokksins, mun mæta á þessa
fundi sem báðir hefjast kl.
20:30.
Byggðamál á Vest-
fjörðum í brennidepli