Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Qupperneq 2

Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Qupperneq 2
2 NÝTT LAND Frá Samvirki framleiðslu- samvinnufélagi rafvirkja Aðalfundur Samviski — framleiðslusamvinnufélags raf- virkja var haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 11. maí s.l. / Asgeir Eyjólfsson, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar- innar, en í henni kom m.a. fram að velta félagsins 1973 varð liðlega 7 milljónir króna, og er afkoma félagsins góð. Félagið, sem er fyrsta sarf- andi framleiðslusamvinnufélag í iðnaði hér á landi, var stofn- að 22. febrúar 1973 að frum- kvæði Félags íslenzkra rafvirkja og hafa jafnan verið náin tengsl á milli félaganna SAMVIRKI er löggiltur verktaki, en stendur utan samtaka meistara í iðn- greininni, enda tekur það afstöðu með launþegum og kjarabaráttu þeirra. Hóf það rekstur sinn í maímánuði 1973- Fyrst í stað unnu aðeins 3 raf- virkjar hjá félaginu en hafa nú verið 10 um nokkurt skeið. Félagið greiddi starfandi raf- virkjum 35% álag ofan á dag- vinnukaup sl. ár og greiðir nú 45 % álag, þannig að ekkert fyrirtæki í rafiðnaði greiðir jafnhátt kaup, eða kr. 431,00 á tímann í dagvinnu. Þrátt fyrir þetta hefur félagið tekið þátt í allmörgum útboðum og boðið viðskiptavinum sínum hagstæð kjör. í rafvirkjadeild félagsins voru um áramótin 32 félagar en 50 í félaginu. Úr stjórn rafvirkjadeildar átti að þessu sinni að ganga Ingvar Elísson, sem var endurkjörinn. Varamaður í stjórn var kjörinn Lúðvík Ogmundsson, en Björn Björnsson var kjörinn endur- skoðandi og til vara Sigvaldi Kristjánsson. Fundurinn samþykkti að greiða starfandi rafvirkjum 5 % aukalaunauppbót á vinnusmnd- ir ársins 1973- Jafnframt sam- þykkti fundurinn sérstakar þakkir til Asgeirs Eyjólfssonar fyrir farsæla framkvæmda- stjórn, til Hannesar Jónssonar fyrir aðstoð við stofnun og skipulagningu félagsins og til Hrafns Magnúsosnar fyrir störf hans í þágu félagsins. Ennfremur samþykkti fund- urinn að verja kr. 50.000,00 af hagnaði sl. ár til styrktar Blindrafélaginu. Ákveðið er að aðalfundur al- mennu deildar félagsins verði haldinn 30. maí að Hótel Esju og að í framhaldi af honum fari fram almenn kynning á fram- leiðslusamvinnu. Verður iðn- sveinum úr ýmsum öðrum greinum boðin þátttaka í fund- inum en Hannes Jónsson, fé- lagsfræðingur, mun flytja þar erindi um framleiðslusamvinnu sem efnahagslegt skipulagsúr- ræði, en Ásgeir Eyjólfsson, for- maður SAMVIRKI, mun flytja erindi um hagnýta reynslu af starfi framleiðslusamvinnufé- lags rafvirkja og svara fyrir- spurnum. Félagið er nú til húsa í Barmahlíð 4 í Reykjavík, og er Guðmundur Magnússon lög- giltur meistari þess. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Mánudagur 13. maí R-12801 — R-13000 Þriðjudagur 14. maí R-13001 — R-13200 Miðvikudagur 15. maí R-13201 — R-13400 Fimmtudagur 16. maí R-13401 — R-13600 Föstudagur 17. maí R-13601 — R-13800 Mánudagur 20. maí R-13801 — R-14000 Þriðjudagur 21. maí R-14001 — R-14200 Miðvikudagur 22. maí R-14201 — R-14400 Föstudagur 24. maí R-14401 — R-14600 Mánudagur 27. maí R-14601 — R-14800 Þriðjudagur 28. maí R-14801 — R-15000 Miðvikudagur 29. maí R-15001 — R-15200 Fimmtudagur 30. maí R-15201 — R-15400 Föstudagur 31. maí R-15401 — R-15600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja; bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að þifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver, að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr um- ferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 10. maí 1974. SIGURJÓN SIGURÐSSON. Matsveinn óskast Matsveinn óskast að Vinnuhælinu að Litla- Hrauni til afleysinga í sumarleyfum um tveggja og hálfs mánaðar skeið frá 1. júní n.k. Reglusemi áskilin. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Finn- bogoson, bryti, í símum (99)-3105 og (99)-1373. 1 dóms- og kirkjumálaráðuneytinnu, 14. maí 1974. Kjörskrá til Alþingiskosninga í Reykjavík, sem fram eiga að fara 30. júní n.k., liggur frammi al- menningi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 2. hæð, frá 16. maí til 8. júní n.k., frá kl. 8.20 til 16.15 mánudaga til föstudaga. Kærur yfir kjörskránni skulu berast skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en 8. júní n.k. 14. maí 1974. Börgarstjórinn í Reykjavík. if ÚTB0D Tilboð óskast í girðingarefni (þ.e. vímet og stólpa) umhverfis íþróttasvæðið í Laugardal. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri.. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 7. júní nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ■ 4 ' . Sumarstörf Náttúruverndarráð óskar að ráða menn til starfa við eftirlit á friðlýstum svæðum í sumar. Ennfremur laghentan mann, vanan verk- stjórn til að annast merkingar og aðrar framkvæmdir eftir skipulagi. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Nátt- úruverndarráðs, Laugavegi 13, sími 22520. Náttúruverndarráð RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: Þrír AÐSTOÐARLÆKNAR óskar til starfa á GJÖRGÆSLU- ' OG ' SVÆFINGARDEILD frá 1. júní n.k. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir svæf- ingardeildar. Umsóknum, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að senda stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Eiríkisgötu5. Reykjavík, 10. maí 1974. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANN A EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 tfl LjósmæSur Ljósmóðir óskast til sumarafleysinga (júlí og ágúst) í mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Forstöðukona veitir nánari upplýsingar í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. SjúkraHSar Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga í heima- hjúkrun Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Forstöðukona veitir nánari upplýsingar í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.