Nýtt land-frjáls þjóð - 21.06.1974, Blaðsíða 2
2
NÝTT LAND
Hrópa á
Framhald af forsíðu.
verbur þó að vinna lengri vinnu-
tíma, en þekkt er í flestum öðr-
um löndum.
Það er þetta fólk, sem fyrst
og fremst vinnur framleiðslu-
störfin og á þess vinnu og afla
byggist allt anrnð í þessu landi.
En í hvert skipti og reynt er
að rétta þess hlut, koma hinir,
sem hafa meira en nóg, en láta
sér ekki það nægja, og heimta
ennþá meir.
Þessi hópur er studdur af
stærsta stjórnmálaflokki landsins,
flokki, sem í nýafstöðnum kosn-
ingum fékk yfir 50% atkvæða.
Það er athyglisvert, að í veru-
legum veigengnisárum, svo sem
verið hafa nú að undanförnu,
vex þessum flokki fiskur um
hrygg. Skýrinigin er einföld, en
þó alvarleg:
Þeim fjölgar, sem hafa meira
en nóg á kostnað hinna og þeir
efla þann flokk, sem þeir halda
að muni sjá til þess að þeir haldi
sínu og vel það, komist hann
til valda!
Þessu fólki hefir tekist að
„komast áfram" á bökum þeirra
er verða að vinna fyrir Iægri
launum og sjá að þeir geta best
gætt hagsmuna sinna með því að
fylla Sjálfstæðisflokkinn.
Táknrænt dæmi um þetta eru
viðbrögð innflytjenda og stór-
kaupmanna, eins og þeir kalla
sig, við ráðstöfunum ríkisstjórn-
arinnar og Seðlabanka til að
draga úr hinum óhóflega og
gegndarlausa innflutningi, sem
verið hefir nú undanfarlð og
stefnir gjaldeyrisafkomu þjóðar-
innar - bráðan voða.
Þeir æpa og hrópa í flokks-
blöðum sínum, blöðum Sjálf-
stæðisflokksins um „árás" ríkis-
stjórnarinnar á stétt sína og blöð
flokksins hrópa enn hærra um
„höft” og vöruskort!
Þessir „framtakssömu einstak-
lingar", sem sprottið hafa upp,
eins og gorkúlur á haug, undan-
farin velgengnisár og áratugi og
skóflað hafa saman fé með ýms-
um hætti á því að annast meg-
inhluta innflutnings til lands-
ins, kvaxta nú sáran.
Hin mikla kaupgeta hefir or-
sakað þennan gegndarlausa inn-
flutning, en þrátt fyrir það eru
óhemju vörubirgðir fyrirliggj-
andi. Hræðslan við gengislækk-
un ýtir hins vegar undir kaup-
æði almennings og blöð fjárafla-
mannanna magna eftir mætti
þetta ástand.
Það gleymist hinsvegar að
geta þess, að innflytjendur hafa
Vegna sumarleyfa verður engin afgreiðsla á lausu
sementi frá Sementsverksmiðju ríkisins. í Ártúnshöfða,
Reykjavík, frá miðvikudagskvöldi 26. júní til mið-
vikudagsmorguns 3. júlí n.k.
SEMENTS VERKSMIÐ J A
RÍKISINS
Laus embætti
er forseti íslands veitir
Tvö prófcssorsembætti, annað í barnasjúkdómafræði cn hitt
i geislalæknisfræði, við Iæknadeild Háskóla íslands eru laus til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k.
Laun samkvæmt launnákerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur um prófessorsembætti þessi skulu láta fylgja um-
sókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa
unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
Menntamálaráðuneytið,
18. júní 1974.
Vélskóli íslands
Veturinn 1974—1975 verða starfræktar
eftirtaldar deildir:
1 Reykjavík: 1., 2., 3. og 4. stig.
Á Akureyri: 1. og 2. stig.
Á ísafirði: 1. og 2. stig
I Vestmannaeyjum: 1. stig.
í ráði er að stofna deildir á Höfn í Homafirði og í Ólafsvik,
er veiti þá fræðslu, sem þárf til að Ijúka 1. stigi vélstjóranáms,
ef næg þátttaka fæst.
1. stig::
INNTÖKUSKILYRÐI:
a) Umsækjandi hafi náð 17 ára aldri.
b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða háfi lík-
amsgalla, sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans.
c) Umsækjandi kunni sund.
2. stig:
a) Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri.
b) Umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hliðstæða
menntun.
c) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi lík-
amsgalla, sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans.
d) Umsækjandi kunni sund.
e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu
el) lokið vélstjóranámi 1. stigs,
e2) öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu í meðferð véla eða vélavið-
gerðum og staðist sérstakt inntökupróf við skólann, eða
e3) lokið eins vetrar námi í verknámsskóla iðnaðar í málmiðn-
aðargreinum og hlotið a.m.k. 6 mánaða reynslu að auki í með-
ferð véla eðá vélaviðgerðum og ennfremur staðist sérstakt inn-
tökupróf við skólann.
UMSÓKNIR:
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu skólans í Sjómannaskólan-
um, hjá húsverði Sjómannaskólans, hjá Vélstjórafélagi íslands,
Bárugötu 11, í Sparisjóði vélstjóra, Hátúni 4-A og hjá forstöðu-
mönnum deildanná.
Umsóknir um skólavist í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði og
í Ólafsvík, sendist til Vélskóla íslands, pósthólf 5134, Reykjavík.
Umsóknir um skólavist á Akureyri sendist til Björns Kristins-
sonar, pósthólf 544, Akureyri.
Umsóknir um skólavist á ísafirði sendist til Aage Ssteinssonar,
Seljalandsvegi 16, ísafirði.
Umsóknir um skólavist í Vestmannaeyjum sendist til Kristjáns
Jóhannessonar, pósthólf 224, Vestmannaeyjum.
Umsóknir nýrra nemenda verða að hafa borist fyrir 1. ágúst.
Skkólinn verður settur mánudaginn 16. september kl. 14:00.
Kennslá hefst miðvikudaginn 18. september kl. 10:00.
Enndurtökupróf fyrir þá, sem ekki náðu tilskilinni einkunn eða
náðu ekki framhaldseinkunn, fer fram 9.—12. september. Sækja-
þarf um þessi próf á sérstökum eyðublöðum.
SKÓLASTJÓRI.
hjál
að iitlu leyti fjármagnað þessi
gífurlegu innkaup, heldur hank-
arnir.
Saga þessara „framtakssömu
einstaklinga" er heldur ljót, ef
grannt er skoðað. Ágóðinn af
verzluninni hefði ekki nema að
litlu leyti verið notaður í rekst-
urinn hjá flesttun þeirra.
Alls konar strákapjakkar eru
• orðnir hgildsalar, búa í lúxus-
húsum, aka amerískum lúxus-
bílum, fara í „viðskiptaferðir"
nokkrum sinnum á ári og taka
þá gjarnan fjölskylduna með.
Allt slíkt er skrifað á ,kostnað".
Bankarnvr fjármagna svo
bissnessin með víxlakaupum og
sumir jafnvel hafa látið inn-
flytjendur leggja 10% af hverj-
um víxli inn á fastan reikning,
sem heildsalinn síðan á sem lok-
aðan varasjóð _•— tryggíngu fyr-
ir bankann, þar til viðskiptum
lýkur. Geta má nærri hvort lög-
leyfð álagning gerir ráð fyrir
slíkum útgjöldum, en ef svo er
þurfa innflytjendur sannarlega
ekki að kvarta yfir verðlags-
ákvæðum.
Hitt er sönnu ncer, að erlendis
eru útbúnar falskar faktúrur,
sem eru hcerri en hið raunveru-
lega verð.
Fræg er sagan um íslenzku út-
gerðarmennina sem voru að Iáta
smíða bát fyrir sig í Noregi.
Þeir höfðu samið um ákveðið
verð, en þegar gera átti upp,
hafði skipasmíðastöðin bætt við
ríflegri upphæð.
Þeir settu upp undrunarsvip
og þóttust illa svifcnir. En for-
stöðumenn skipasmíðastöðvar-
innar urðu ekki síður undrandi.
„En þetta er venjan", stömuðu
þeir. „Þetta er það sem þið eig-
ið að fá og við leggjum hér inn
á banka á ykkar nafni"!
Útgerðarmennirnir afþökkuðu
boðið, en hinir hristu undrandi
höfuðin. „Voru þessir menn
virkilega frá íslandi?"
Verzlunin leggur Sjálfstæðis-
flokknum til óhemju fjármagn
og á því hönk upp í bakið á
honum. Það er því kallað á
flokkinn, þegar henni finnst
eitthvað þrengt um sinn hag.
Hér eiga hlut að máli menn,
sem eru ímynd þeirra, er rætt
var hér um í upphafi. Menn
sem hrifsa til sín meir en þeir
þurfa á annarra kostnað og öskra
síðan um ranglceti, ef þeir geta
ekki verið ótruflaðir við iðju
sína.
Tilboð óskast í að reisa og gera fokhelt
kennsluhús héraðsskólans að Reykjum í Hrúta-
firði.
....
Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000,00 kr.
skilatryggingu á skrifstofu vorri, Borgartúni 7,
Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
9. júlí 1974 kl. 11,00 f.h.
T0LLSKRÁ 1974
Tollskráin 1974 er komin út, sérprentuð fyrir-
lausblaðabindi. Skráin er til sölu í skrifstofu
ríkisféhirðis, Arnarhvoli, og kostar 2000 krón-
ur. Kaupendum verða sendar síðari breyting-
ar að kostnaðarlausu.
Sérprentun tollskrárinnar á ensku er væntan-
leg í síðari hluta júlímánaðar n.k.
F jármálaráðuney tið,
18. júní 1974.
Lausar stöður
Tvær stöður íslenskukcnnará og ein staða íþróttakennara pilta
við Menntaskkólann á Akureyri eru Iausar til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir
20. júlí n.k. — Umsóknareyðublöð fálst í ráðuneytinu og hjá
skólamenstara.
Menntamálaráðuneytið,
18. júní 1974.