Nýtt land-frjáls þjóð - 21.06.1974, Blaðsíða 5
Hjalti Haraldsson
Ræða fíutt á þjóðhátíð í
Svarfaðardal þann 17. jání
Góðir áheyrendur.
Þetta árið og þessa dag-
ana bindum við flest við
1100 ára byggð ættmenna
okkar og áa í þessu landi.
Og sá tími langur og sú
saga löng sem að baki ligg-
ur. Sagan er „Ritfest og
bundin í ræðu Braga hún
reisir frá dauðum mann og
þjóð,“ segir Einar.
Mat manna á sögunni og
tímanum er misjafnt. Eilífðin
sjálf er alein til vor eigin
tími villa og draumur. En
þrátt fyrir það getur eitt
augnakast eilifðarbrotið
orðið æði langt þeim sem
sár er, þreyttur þreyir betri
tíð eða bíður óþreyjufullur.
1100 ár eru löng að okk-
ur finnst og víst eru þau
það. En ég sem hér stend
er sagður af fróðum mönn-
um vera kominn í beinann
karllegg í 35. lið frá Grími
hersi í Sogni í Noregi sem
sagður var faðir Björns
Bunu hersis sem uppi var
beggja vegna aldamótanna
800.
•
Ég mundi ekki svo ýkja
oft þurfa að segja langi,
langi, langi afi ef ég mætti
honum á reiki hér mitt á
meðal okkar.
Það er staðreynd að fimm
ættliðir geta litist á lifandi
augum og sagt hvor öðrum
sögur. Söguna af honum
afa eða langafa, ömmu eða
langömmu og orkað þann-
ig sem hvatar að því hvort
sagan geymir eða gleymir.
En jörð vor biltist sem
blaði sé flett í bókfelli
himneskra orða.
Tíminn hlífir engum hann
tekur okkur alla, að vísu
misjafnlega langt, en ófrá-
víkjaníega, þótt á mestu
hamingjustundum lífs okk-
ar vildum við gjarnan að
hann stæði kyrr. En allt er
kallað fram í brautir og
spor. í því verki snýr ekk-
ert aftur. Þannig er tíminn
strangur dómari en góður.
Hafknörinn glæsti og fjör-
unnar flak fljóta að vísu
bæði sitt skeið. Höll þess
ríka og hreysi þess fátæka
standa en falla samf.
Aurasjóður þess ríka fer
sömu leið og vasi hins
snauða.
Mér hefur stundum dott-
ið í hug að svo nakinn sem
maður er kominn úr móður-
skauti, sé maðurinn ennþá
naktari í dauða sínum.
Hann fæðist til ástar og
umhyggju góðrar móður og
er kannski aldrei ríkari en
þá. En saddur lífdaga segj-
um við stundum. Varla vit-
andi um tilveru sína, lifandi
dauður, síðustu árin, hverf-
ur síðan sjálfum sér og
öðrum til léttis. Að því leyti
jafnríkir sá ungi og aldni að
þeir eru í hendi þess afls
sem hreyfir gangverkið
mikla, gæðir okkur lífi og
sál og gefur okkur þrá.
En af þessu poti þessu
snöltri, nei við skulum ekki
kalla þetta þessu nafni við
skulum segja ATHÖFNUM,
verður sagan til, og hún
getur verið misjafnlega
mjúkhent og ekki alltaf
jafnréttlátur dómari. Það er
eftir því hvernjg hún er
skráð og sögð. Eftir því
sem fjarskinn verður meiri
af fyrst króusögurnar, næst
þær tilgangslausu og heim-
ildarhæpnu, en upp úr
deiglu sagnaritarans risa
að síðustu skínandi tindar.
Stundir hins fegursta frama
lýsa þá eins og leiftur um
nótt. langt fram á horfinni
öld. En samt.
•
Ég var áðan að tala um
Grím hersi í Sogni sem var
Hjáldursson Vatnarsonar
konungs. Vikarssonar kon-
ungs. Haraldssonar Egða-
konungs. Kanski er Sigurð-
ur Fáfnisbani þinn forfaðir,
Kveldúlfur eða hún Mel-
korka, írska konungsdóttir-
in, sem rænt var er nor-
rænu víkingarnir forfeður
vorir gerður strandhögg,
sóttu sér fé og fagrar kon-
ur og þræla, vopn og vistir
og voru þá fyrst fullbúnir
til ferðar til landnáms á ís-
landi. Leifur kom með hjör-
inn góða og tíu þræla o. s.
frv. Og enn í dag eru ung-
ir drengir að leika þessa
hraustu harðgerðu menn,
sem fyrr létu lífið en heið-
urinn.
•
Að vera sterkur eins og
Grettir frár eins og Skarp-
héðinn, sem stökk milli
skara á Markarfljóti henndi
sér fótskriðu að óvinum og
klauf þá í herðar niður. Eða
eins og Kári sem engum
líktist að hvatleik sínum og
áræði, var búinn að sníða
höfuðið af aðstandendum
Njálsbrennu áður en orða-
flaumurinn stöðvaðist af
tungu þeirra. Þannig vildu
þeir vera.
En svo kom TYRKINN,
vinnur með snilldarhand-
bragði: sama leikinn og for-
feðurnir áður. Gerir strand-
högg, tekur konur, menn og
fjármuni, flytur til Álgeirs-
borgar og selur. Þá er ann-
að hljóð í strokknum. Þá
sjáum við þessa atburði
snögglega í öðru Ijósi.
Svona mistæk er sagan.
Dómurinn er felldur um at-
burði í Ijósi þess sem að
okkur snýr. Og dómurinn
er ekkert mýkri ef persónur
eiga í hlut. Hetjan glæsta,
Gunnar, sem stökk hæð
sína , öllum herklæðum víg-
fimur og vel að sér gjör um
alla hluti, tryggðavinur
Njáls hins forvitra og konu
hans Bergþóru. Hann verð-
ur fyrir því óláni á bana-
dægri að kona hans, Hall-
gerður, neytar honum um
lokk úr hári sínu í boga-
streng. Hvort lokkurinn
mundi hafa valdið úrslitum
um líf og dauða Gunnars
ætla ég engum getum að
að leiða. En neitun Hail-
gerðar setur hana á óæðri
bekk í sögunni eins og áður
á Bergþórshvoli.
Afturhvarf uGnnars í
hólmanum í Markarfljóts-
aurum, orð hans um hlíðina
fögru, kveðjan við bróður-
inn. Allt er þetta svo fallegt
í sögunni, að sáttarofin eru
honum fyrirgefin og löngu,
löngu seinna yrkir Jónas, þá
staddur á Breiðabóisstað
í Fljótshlíð hjá vini sínum
Tómasi Sæmundssyni, Ijóð-
ið sitt góða, og hnikkir enn
betur að og gerir atburð-
inn ódauðlegann.
Ekki veit ég það íslenskt
Ijóðskáld meða! góðskálda
að það hafi leyft sér að
yrkja um Hallgerði. Segir
þó sagan að hún var
kvenna fríðust sýnum og
mikil vexti. Hún var fagur-
hár og svo mikið hárið,
að hún mátti hylja sig með.
En skaphörð. Glæsileiki
hennar mun enda hafa orð-
ið að verslunarvöru föðurn-
um og fang hennar selt
dýru verði. En ekki þarf
nema sáralitla eftirlátssemi
við sjálfan sig til að láta sér
detta í hug að sagnaritarinn
hefði mátt segja að æsku-
ástir hennar og logandi af-
bríðin hafi orðið tveim fyrri
mönnum hennar að fjörtjóni
áður en hann var allur.
Þá sest kuldinn að >
brjóstinu elnar og herpir
saman hjartað og dvínar
ekki þegar henni er teflt
fram í sögunni gegnt per-
sónum eins og Njáli og
Bergþóru og verður að bíða
lægri hlut í þeim skiptum.
•
Þetta er eitt dæmi af ótal
mörgum. Annað mætti
nefna.
Kári sem sleppur með
logandi klæðin úr brenn-
unni á Bergþórshvoli með
hefndarheitin á vörunum
fyrir fóstbróður sinn, sár af
sonarharmi. Hann eltir uppi
hvern brennumanninn á
fætur öðrum geldur þeim
rauðan belg fyrir gráan
hvar sem hann til nær. Suð-
ur og austur um lönd eltir
hann þá og vegur. En að
lokum siklir hann skipi sínu
heim og við sandana undan
Svínafelli tekur hann land.
Höfuðóvinurinn er innan
seilingar. Foringi brennu-
manna. Flosi sjálfur. En
hvað gerist. Hann verður
tengdasonur Svínafellsgoð-
ans.
©
Sumt af þessu er enn
kennt sem saga þjóðar
okkar í barnaskólum lands-
ins.
Að þetta geri okkur að
þjóð, heid ég að sé rangt.
Dramatískur endir á hetju-
sögum gerir þær tortryggi-
legar. Miklu fremur mun
málið á þessum sögum
hafa varðveitt okkar þjóð-
erni, því fegurra mál á ei
veröld víð né varðveitt bet-
ur á raunanna tíð, sem þrátt
fyrir tískur, lenskur og lísk-
ur, skal lifa ómengað fyrr
og síð.
Við geymd þess auðs,
málsins, verður manni tíð-
ast hugsað til fjöldans,
genginna kynslóða. Mel-
grasskúfanna hörðu, sem
börðust í því eina vonar-
skarði lífsins að halda lifinu,
unnu stærstu sigrana í kúg-
uninni og hrakningunum,
þótt hvorki væru þeir hers-
ar eða konungar. Mannvits-
þroskinn, hagleíkssnilldin,
var i blóðinuí reisnin í mál-
inu þótt kraftar dvínuðu. Við
líkreitinn þar sem þið ligg-
ið í ró mega allir lærdóms-
hrókar síðari tíma leysa af
fótum sér volkaða skó, til
þess fá þeir tækifæri í dag,
og við torfdysin tekur hann
ofan.
Því við héldum ekki há-
tíð í dag til að minnast 1100
ára byggðar á landinu ef
þessi sigur hefði ekki unn-
ist. Hafi þessi sigur verið
þessum kynslóðum meðvit-
andi megum við sem nú
eigum í önn við að mata
hvern annan á hefð og
prjáli, standa með bleika
kinn.
•
Allir erum við uppteknir
við að fægja skurnið, en
göngum við það af svo
mikilli græðgi að blóman-
um, að engu er líkara en að
við ætlum okkur að verða
síðasta kynslóðin sem Sifir
í þessu landi.
Hversu sáralitlir karlar
verðum við ekki, smækk-
um í ríkidæminu jafnt og
fyrri kynslóðir vaxa í fá-
tækt sinni.
Við þurfum að stöðva
ganghjólin og efna til há-
tíðar til að minna okkur á.
Taka hjörtun inn í brjóstin
öðru hvoru, til að biðja
þann guð og elska, sem
haldið hefur þessari þjóð í
hendi sinni og varðveitt um
aldir.
Kippa auðmýktinni og
hjartans trúnaðinum inn fyr-
ir borðstokkinn annað slag-
ið og setja á þóftuna fyrir
framan vesalings hrokann.
Því að mannvit og góðvild
á guðrækni manns
að gö.fugleiks framför er
eilífðin hans
að frelsarinn eini er líf hans
og lið,
sem lagt er án tollheimtu
þjóðheillir við
og alheimur andlega
bandið,
og ættjörðin heilaga landið.