Nýtt land-frjáls þjóð - 21.06.1974, Blaðsíða 4
4
NÝTT LAND
„Kreppu'Yáðstafanir nýrrar „viðreisnar":
40% gengislækkun — Nýtt láglau nakerf i!
Fyrirætlanir Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum feimnismál fyrir kosniningar!
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn þegi vandlega
um fyrirætlanir sínar í efnahagsmálum nú fyrir kosn-
ingar, eins og fólk hefir sjálfsagt veitt athygli, hefir
sitthvað kvisast út úr innsta ráði flokksins.
Kunnugir menn þeim hnútum fullyrða, að ætlunin
sé að koma á einskonar skyndikreppu, með viðeig-
andi atvinnuleysi til að réttlæta aðgerðir, sem flokkn-
um eru hugstæðar.
Opinberar framkvæmdir verða skornar miskunn-
arlaust niður, eða þeim slegið á frest. Við það munu
hundruð eða þúsundir manna missa atvinnu. At-
vinnuvegir þeir er flokkurinn ræður yfir, munu draga
saman seglin. Vísitölukerfið mun verða endurskoðað
með það fyrir augum að draga út úr því veigamikla
neyzluvöruflokka og fyrirhuguð 40% gengislækkun
verður ekki bætt launþegum.
ísland verður á ný gert að láglaunalandi og svipu
atvinnuleysis verður veifað yfir höfðum vinnandi
fólks.
Margír telja, að spjaldskrá sú,
er „varið Iand" lét gera í tölvu,
sé flokknum tiltæk, til saman-
bmðar við eigin spjaldskrá.
Gerðir séu síðan út kosninga-
smalar til að tala við það fólk,
sem er á þessari spjaldskrá, en
ekki flokksins. Engin ráð séu
síðan ónotuð til að hræða þetta
fólk til að kjósa flokkinn, eða
fá það til þess með öðrum
hætti.
Æðsta ráðið gerir að sjálf-
sögðu ráð fyrir þeim möguleika,
að ekki vinnist meirihluti með
Alþýðuflokknum, en þá á að
Jeita til hægri manna Framsókn-
ar og nota hermálið til að fá
þá til að reyna að knýja flokk-
inn til samstarfs, eða þá hrein-
lega kljúfa hann og fá hluta
hans til að vinna með sjálfstæð-
ismönnum.
Þetta verður sjálfsagt erfitt,
en nú skulu allar brýr brotnar
og einskis látið ófreistað, því
að hagsmunahóparnir í flokkn-
um neita að styðja hann áfram,
komist hann ekki í stjórn.
Hvað um
Alþýðuflokkinn?
Þótt Alþýðuflokkurinn sé í
niðurníðslu og eymd hans geti
varla meiri orðið, ef haft er í
huga, að hann telur sig vera
jafnaðarmannaflokk, þá verður
því varla trúað, að hann hætti
tilveru sinni fyrir fullt og allt,
með því að halda áfram þý-
mennsku sinni við íhaldið.
í flokknum eru sterk ; ., sem
ekki munu una áframhaldandi
þjónkun við Sjálfstæðisflokkinn.
Gylfa mun ekki takast til fram-
búðar, að teyma flokksmenn sína
á asnaeyrum við hlíð <haldsins.
Hann veit að dagar hans
mimu þá senn taldir, sem for-
manns flokksins og ráðherra-
kandidat, en vel má vera að
hann vilji tæma síðasta fullið
til botns, áður en hann sezt í
helgan stein.
Til fyrrgreindra verka getur
Alþýðuflokkurinn ekki gengið,
nema að fremja raunverulegt
sjálfsmorð.
Til að koma í veg fyrir þetta
herhlaup hagsmunahópanna í
Sjálfstæðisflokknum, sem telja
sig illa svikna, á hendur vinn-
andi fólki og þjóðinni allri,
verða kjósendur að átta sig á
því hvað býr á bak við skrúð-
mælgi, fögur loforð og falleg
orð.
„Sjálfstæðisstefnan" eins og
hún þarf að líta út í augum
kjósenda, þolir ekki að þeir geti
skygnst á bak við. Þess vegna
er þyrlað upp moldviðri um
glundroða, „vinstri villu" og
„vinstri siys".
Hœgra slysið 1959 gerði ís-
lenzku krónuna að skeinisblaði
á 12 árum og skaðaði íslenzku
þjóðina um milljónir kr. verð-
mcetra vinnustunda í atvinnuleysi
og verkföllum.
Vilja kjósendur láta söguna
endurtaka sig? — Tœplega.
Ný „viðreisn“
Þetta eru meginatriðin í fyrir-
ætlunum þeim, er nú er og verð-
i)t vandlega haldið leyndum
fram yfir kosningar.
Viðreisnarflokkarnir hafa
magnað ótta meðal fólks um yf-
irvofandi háska í efnahagsmál-
um, sem núverandi ríkisstjórn
hafi búið til.
Takist þeim að ná völdum,
á miskunnarlaust að láta svip-
tma ríða yfir landsfólkið oig
kenna núverandi ríkisstjórn um
allt saman.
Miklir áhrifamenn í Sjálf-
stæðisflokknum vilja gera nýja
Hlaut
NATOstyrk
Einn íslendingur, Baldiur Guð-
laugsson, lögfræðingur, sem lauk
nú í vor meistaraprófi í alþjóða-
stjórnmálum frá The Fletcher of
Law and Diplomacy í Massa-
chusetts í Bandaríkjunum, var
meðal þeirra, er hlutu fræði-
mannastyrki Atlantshafsbanda-
lagsins við úthlutun fyrir há-
skólaárið 1974 - 75. Hlaut hann
styrk til að fjalla um helstu við-
fangsefni og valkosti í utanrík-
isstefnu íslands í nútíð og fram-
tíð.
Styrktímabilið er -,ð jafnaði
2-4 mánuðir, og er upphæð
styrks 23.000 belgískir frankar
á mánuði, eða jafnvirði þeirrar
fjárhæðar í gjaldeyri annars að-
ildarríkis, auk ferðakostnaðar.
Styrkirnir eru veittir í því
skyni að stuðla að námi og rann-
sóknum á ýmsum tilgreindum
sviðum er varða aðildarríki Atl-
antshafsbandalaigsins sérstaklega.
Fréttatilkynninig frá
utanríkisráðuneytitni
samninga við Bandaríkjamenn
um „varnarmál", sem veiti þeim
rétt til meiri athafna hér, en þeir
hafa haft hingað til. Fyrir það
eiga þeir að „borga".
Franco-Spánn er fyrirmyndin,
en þetta á að réttlæta með „vilja-
yfirlýsingu" þjóðarinnar, nánar
tiltekið undirskriftasöfnun „var-
ins Iands".
Gengið á að lækka um að
minosta kosti 40% og gengis-
mun á að nota til að greiða nið-
ur landbúnaðarvörur, en taka er-
lenda vöruflokka út úr vísitöl-
unni.
Nýir neyzluskattar verða Iagð-
ir á í formi virðisaukaskatts, sem
er að sjálfsögðu ekkert annað
en söluskattur.
Atvinnuvegunum verður svo
ýtt af stað aftur með láglauna-
vinnukrafti og erlent fjármagn
verður fengið í nýja stóriðju.
Margir áhrifamenn í flokkn-
Dagana 15. - 17. júní héldu
Rauðsokkar ráðstefnu að Skóg-
um undir Eyjafjöllum og fjöll-
uðu um stefnu hreyfingarinnar
og starfsaðferðir, skipulag og
verkefnaskrá komandi 'rs.
í nýrri stefnuyfirlýsingu, sem
samþykkt var kemur fram m.a.,
að barátta kvenna fyrir jafnrétti
'kynjáhria vérður ekki slitin úr
tengslum við baráttu undirok-
aðra stétta fyrir þjóðfélagsilegum
jöfnuði, né heldur verður sigur
unninn í verkalýðsbaráttunni án
virkrar þátttöku kvenna. Einnig
að baráttan er tvíþætt, annars
vegar fyrir breyttu þjóðfélagi
samfara tímabundnum umbótum
og hins vegar að efla sjálfsvit-
und og virðingu kvenna.
Meðfylgjandi tillögur voru
samþykktar og sendar Alþingi
og viðkomandi ráðherrum.
Ráðstefna Rauðsokkahreyfing-
arinnar að Skógum undiir Eyja-
fjöllum dagana 15. - 17. júní
s.l. samþykkti eftirfarandi:
I.
Ráðstefna Rauðsokkahreyfing-
um vilja fá gamlan afdankaðann
kommúnista í embætti fjármála-
ráðherra, Jónas Haralds, sem eft-
ir langan „aðlögunartíma", hef-
ur nú „frelsast" og gengist
„sjálfstæðisstefnunni" á hönd, af
hug og hjarta.
Það er nefnilega gömul og
góð retynzla, að slíkir „viUuráf-
andi sauðir" reynast hinir nyt-
sömustu fyrir „sjálfstæðisstefn-
una".
Með klóm og kjafti
Nú er það svo, að ekki eru
miklar líkur til, að görnlu við-
reisnarflokkunum takist að fá
hreinan meirihluta á Alþingi, en
allt getur þó skeð, ef kjósendur
gæta ekki að sér.
Hinn gífurlegi blaðakostur
Sjálfstæðisflokksins og ótakmark-
að fjármagn, ásamt vel smurðri
kosningavél, er hlutur sem ekki
má vanmeta.
arinnar haldin að Skógum 15.
til 17. júní gerir þá kröfu til
menntamálaráðherra, að hann
sjái um, að bundinn verði end-
ir á þau hættulegu uppeldis-
áhrif, sem útsendingar Keflavík-
ursjónvarpsins hafa í för með
sér og því verði lokað þegai;.
í stað.
.,, II. lltlllO ;#•
Ráðstefna Rauðsokkahreyfing-
arinnar haldin að Skógum 15.
til 17. júní 1974 skorar á kom-
andi Alþingi að samþykkja
frumvarp það óbreytt, er lagt
var fyrir á sl. þingi um ráðgjöf
og fræðslu varðandi kynlíf og
barneignir og um fóstureyðing-
ar og ófrjósemisaðgerðir .
III.
Ráðstefna Rauðsokkah’-eyfing-
arinnar haldin að Skógum dag-
ana 15. - 17. júní 1974 krefst
þess að tryggingamálaráðherra
beiti sér fyrir því, að allar kon-
ur, sem eru Iaunþegar, hafi jafn-
an rétt til fæðingarorlofs á laun-
um í a.m.k. 3 mánuði.
® ÚTBOÐ
Tilboð óskast í 2500 m af „Ductile”-pípum fyrir Vatnsveitu
Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 2. júli 1974,
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKUR BORC :ar
Fríkirkjuvegi 2 i' l i i\;nT iiwix 1 - Sími 25800
Skrífstofustarf
Lögreglustjóraembættið óskar að ráða mann
til skrifstofustarfa í sumar vegna sumarleyfa
starfsmanna.
Starfið er við bifreiðaskráningar o.fl.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist fyrir 23. þ.m.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
14. júní 1974.
AÐVÖRUN
um stðövun atvinnurekstrar vegna
vanskila á söluskatti.
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og
heimild í lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður
atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæm-
inu, sem enn skulda söluskatt fyrir ianúar -
mars 1974, og nýálagðan söluskatt frá fyrri
tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full
skil á hinum fullgreiddu gjöldum, ásamt á-
föllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem
vilja komast hjá stöðvun, verða að eera full
skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við
Tryggvagötu
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
18. júní 1974.
Sigurjón Sigurðsson.
9