Nýtt land-frjáls þjóð - 21.06.1974, Blaðsíða 3

Nýtt land-frjáls þjóð - 21.06.1974, Blaðsíða 3
NÝTT LAND 3 NÝTT LAND FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi: HUGINN H. F. Ábyrgðarmaður: GarSar Vibrg. Framkvæmdastjóri: Björgúifur Sigurðsson. Ritstjóri: Bjarni Guðnason. Blaðamaður: Lárus B. Haraldsson. Setning og prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Laugavegi 28, 3. hæð. Símar: 19985 og 19215. Pósthólf 191 4. LETUR s.f. Sími 23857 Offset-fjölritun, Grettisg. 2 Vítin eru til að varast þau Þar sem kosningabaráttan stendur sem hæst, er eðlilegt að flokkarnir bregði sér í biðilsbuxurnar, og grípi til þeirra slagorða, sem þeir halda að hafi hljómgrunn hjá kjós- sndum. Samtök frjálslyndra og vinstri manna leggja allt sitt undir með slagorð- inu: F-listinn er forsenda vinstri stjórnar. Auðvitað geta allir núverandi stjórnarflokk- ar sagt það sama. En vilja kjósendur í raun óbreytta vinstri stjórn? Það verður dregið sterklega í efa. Að minnsta kosti má full- . yrða, að árleg 40—50% verðbólguaukning sé þjóðhættuleg, hvernig sem á er litið. f blaði sínu, Nýjum Þjóðmálum, segja Samtök frjálslyndra og vinstri manna, að í efnahagsmálum hafi stjórnin brugðist. En ber ekki stjórnarflokkur eins og Samtökin fulla ábyrgð á því? f sama blaði segir, að vilji kjósendur ekki gengisfellingar, þá skuli þeir kjósa F-listann. Þetta má heita léleg fyndni, því að Samtökin knúðu fram með hótunum um stjórnarslit óþarfa gengisfell- ingu um 10,7% í des. 1972, sem varð einn mesti bölvaldur í íslenzku efnahagslífi og markaði þau tímamót, að eftir það réð stjórnin ekki við verðbólguaukninguna. Það má því segja, að ábyrgð Samtakanna á þeim mistökum sem átt hafa sér stað í efnahags- málum sé enn þyngri en hinna stjórnar- flokkanna. Reynslan segir því til um það, að vilji menn tryggja gengisfellingar eftir kosning- ar og óstjórn í efnahagsmálum sé rétt að kjósa F-listann. En það er ekki aðeins að Samtökunum er lítt treystandi til að fara með efnahags- mál þjóðarinnar, heldur hafa þau orðið tákn glundroðans á vinstri væng stjórnmál- anna. Þau voru stofnuð til að sameina vinstri menn, en saga þeirra er látlaus klofn- ingur og illdeilur, sem eiga vart sinn líka í íslenzkri stjórnmálasögu, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess að þau eru aðeins tæp- lega fimm ára að aldri. Síðasta dæmið eru Möðruvellingarnir, sem gengu til liðs við Samtökin og klufu þar með flokk samvinnumanna. en ætlun þessara aðila var einmitt að sameina sam- vinnumenn og jafnaðarmenn í einum flokki. Möðruvellingar eru bersýnilega fæddir und- ir sama stjörnumerki og Samtökin Tveir fyrrverandi ráðherrar og forystu- menn í Samtökunum fluttu vantraust á rík- isstjórnina og menntamálaráðherrann, flokksbróðurinn. Nú hafa þessir menn horf- ið frá Samtökunum, annar gengið í Alþýðu- flokkinn og hinn lýst yfir stuðningi við hann. Frambjóðandi Samtakanna á Vest- fjörðum varð andvígur stjórninni undir lokin, en vill nú nýja vinstri stjórn með lömu aðilum. Sannast sagna er enginn end- ir á vitleysunni. Og hvað er nú eftir af Samtökunum? Eins og nú er komið fyrir Samtökunum, þjóna þau engum jákvæðum tilgangi í ís- lenzkum stjórnmálum. Þau höfðu tækifær- ið, en hafa misst af því. Eftir situr mennta- málaráðherrann með nokkra hlaupastráka úr Framsóknarflokknum, sem hafa tekið öll völd í Samtökunum. Vinstri menn eiga að læra af reynslunni og láta af sundrungu og illdeilum sín á milli. Að kasta atkvæði sínu á Samtökin er að efla glundroðann. Vítin eru til að varast þau. Jóh. Ásgeirsson: Frd lidnum dögum Válynt vorveður Það vax á sumardaginn fyrsta 1940, að tveir menn lögðu af stað frá Klausturseli inn grund- irnar ofan við Eiríksstaði á Jök- uldal. Þeir ætluðu austur í Fljótsdal. Fóru þeir upp hjá Brú, en breyttu þar stefnu og fóru á kláfnum yfir Jökulsá. Síðan gengu þeir upp Hrafnkelsdal og komu að Vaðbrekku. Þar fengu þeir ágætar viðtökur, mat og kaffi og nesti með sér, bæði mat og tóbak. Héldu þeir nú upp austurhlíð dalsins, og var veður þá hið blíðasta. En þeg- ar þeir komu upp á dalbrúnina fór að hvessa og höfðu þeir storminn beint í fangið, er þeir stefndu í skarðið á milii Ey- vindarfjalla. Þegar þeir komu í skarðið herti storminn og frost var komið í snjóinn. Heiðin var öll ein snjóbreiða. Þeir hvíldu sig smtta stund í gangnamanna- kofa Fljótsdæla, sem stendur neðan við skarðið. En ekki var vistlegt þar inni, því svell lá á mestöllu kofagólfinu. Þeir fóru því fljótlega út aftur, en þá var komið bleytu kafald, svo föt þeirra blotnuðu. Snjókoman jókst stöðugt, svo þeir vissu ó- gerla hvar þeir voru staddir. Þá söknuðu þeir áttavitans, en hann hafði gleymst heima í Klaustur- seli. Enn héldu þeir áfram, og voru þá búnir að vera það lengi, að þeir áttu að vera komnir austur í Fljótsdal. Nú höfðu þeir vindstöðuna á hlið, og þá var það spurning, hvort þeir hefðu breytt um stefnu eða hafði veð- uráttin breytt sér. Það móaði í smáhæð framundan, en þá skall á glórulaus bylur fyrir alvöru. Og þá var nú betra að gá vel að sér, því Fljótsdalsmegin var bæði Klausturbjargið og Kleif- arbjargið, og enginn þarf um að binda sem steypist þar fram af. Var því betra að fara sér hægt og flana ekki áfram. Ef þeir gengju inn heiðina, þá gátu þeir lent á Vatnajökli, því þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um hvar þeir voru staddir. Þeim varð því ljóst, að snjóhús urðu þeir að byggja eða drepast. Ekki höfðu þeir önnur áhöld en hnífa að skera snjóinn. Veggirnir hækk- uðu samt smátt og smátt á snjóhúsinu. En frostið harðnaði og þá varð erfiðara að láta snjó- inn tolla saman. Loks komst þó þakið á, og þá skriðu þeir inn í kofann. Þá var klukkan að verða 12. En ekki var nú líðan- in góð, því föt þeirra voru meira og minna blaut og vatnið bullaði upp úr skóm þeirra. Nú var myrkrið og nóttin skollin á, en úti hamaðist stormurinn og hríðin. Kuldinn og svefninn gerðu nú aðsúg að þeim. Þeir reyndu að berja sér til hita á milli þess að tala saman, en þá sveif svefninn á þá. Þeir reyndu þá að kveða, til þess að halda sér vakandi: Kuldinn beygja firða fer fást þess eigi bætur. Ef við deyjum allir hér einhver meyjan grætur. En ekkert dugði, annar þeirra sofnaði. En hinn vakti hann eft- ir 10 mín. því hann var far- inn að blána í framan af kulda. Þegar fór að birta af degi litu þeir út um smá göt, sem voru á snjóhúsinu, en þá var komin rigning og þoka. Klukk- an 7 fóru þeir aftur á göngu og stefndu í sömu átt og daginn áður, en sáu lítið frá sér fyrir þoku. Samt héldu þeir áfram öldiu af öldu, sem voru líkar hver annarri. En allt í einu létti þokunni og Fljótsdalurinn blasti við þeim. Og þegar klukkuna vantaði 2 mín. í 12 komu þeir í hlaðið á Egilsstöðum í Fljóts- dal. Þar var þeim tekið með ágætum, færðir í þurra sokka og borin mjólk og kökur. Síðan sofnuðu þeir um stund, en voru svo vaktir með miklum og góð- um mat. Helið að tarna Bóndi nokkur bjó eitt sinn í Hraungerði í Eyjafirði. Sumar eitt lá kona hans á sæng eftir barnsburð. Það var þá einn morgun að bóndi kom að næsta bæ, Finnsstöðum. Þar bjó þá séra Jón, sonur séra Jóns lærða á Möðrufelli og aðstoðarprestur hans. Hann átti danska konu, sem eigi gat talað nema bjagaða íslenzku. Hún hitti bónda að máli og spurði eftir konu hans á þessa leið: „Hvernin líður kúnen dín?" Þá svarar hann stuttaralega: „Hún var nú yxna í morgun, helið að tarna." Prests konan hristi höfuðið og sagði eitthvað á þá leið, að „mikel óskapíi mann væri detta." En kú, sem hann átti og upp hafði beitt, og hélt að prestskonan spyrði eftir kúnni, en ekki kon- unni, og.svaraði henni því þann- >g- Þolraun Laugardaginn 15. febrúar, 1946, var Steingrímur Bald- vinsson bóndi í Nesi í Aðaldal á leið heim til sín frá Sílalæk, þar sem hann hafði kennt und- anfarið, því hann var barna- kennari þar í sveitinni, en ætl- aði að vera heima um helgina. Þegar hann kom ekki, að Síla- læk á mánudagsmorgun, var maður sendur, að Nesi. Kom þá í Ijós, að hann hafði ekki komið heim um helgina. Var þá þegar hafin leit í Aðaldalshrauni, þar fundu leitarmenn brátt slóð Steingríms, og gátu rakið hana, að gjánni í hrauninu. Þar fundu þeir hann. Steingrímur hafði hrapað niður um snjóholdu ofan í gjána, sem er um 12 álna djúp. Þar hafði hann orðið að vera í fimm dægur, matar- laus með öllu og svefnlaus að kalla. Hann var þó furðu hress, og gat hjálparlaust bundið um sig kaðli, sem rennt var niður til hans. Afturför Kerlingar tvær ræddu um það, hve öllu færi hnignandi. „Ég ólst upp", mælti önnur „svo sem þú veist blessuð mín á þeim stóra stað Grenjaðarstað, og voru þar þá tólf bumrar á búi, stór- ir og loðnir. Það var venja þeirra, þegar gesti bar að garði að þeir fóru sex og sex í hvor- um hóp út á hvort túngarðs- hliðið og sögðu: „Kom, kom, kom". En nú, elskan mín, eru þar ekki nema sex búrtíkur, litl- ar, snoðnar og rófulausar. Og mikill er munurinfi". ^ „Jáí. blessuð m,n" mælti hin. „Þessu trúi ég dável. Eg get sagt þér líkt fyrir mína reynd. Eg hef alla æfi verið á Tjör- nesinu góða, þar voru margir sjámenn, þegar ég var ung. Þeir reru stórum skipum, hvernig sem viðraði, og fóru aldréi skemmra en fimm og sex vik- ur undan landi og hlóðu þar skipin. Þegar þeir komu að á kvöldin, heyrðist í árunum hjá þeim á þriðju og fjórðu viku undan landi: „Hlunkum, dunk- um, hlunkum, dunkum og hurr- um skurrum". En er þeir komu að landi, stukku þeir allir fyrir borð í brimið og brýndu skipun- um á þurrt. Þá var nú gaman að lifa og geta tekið spauginu, eins og ég var þá. En nú róa þeir á smákænum og fara aldrei á sjó nema í blíðviðri, og fara aðeins hálfa viku undan landi. Og er þeir koma að, heyrist í áraspöðunum á þriðju og fjórðu báru: „Gutluf, sull, gutlum sull". Vísur Töluvert nceldi nirfillinn, nó ghann pöldi að vonum, en þó skrceldi andskotinn alla sceld af honum. (Eign Sveini Elivoga). Þó að drottinn þyki snjall, þá kom samt á daginn, þegar hann gerði þennan kall, þá var hann ekki laginn. (Ókunnur höf.) Hann fór út og hurðirnar heyrðust illa láta. Hún á eftir inni.var ein og fór að gráta. (Eign. Magnúsi Teitssyni.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.