Bæjarins besta - 14.01.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
ókeypis smáauglýsingar
kaup & sala
liðsinnt þeim.“
Suðurskautsfararnir
og sálfræðin
– Undanfarið hefur ferð
íslensku þremenninganna á
Suðurpólinn verið mjög í
fréttum. Einn þeirra er starfs-
bróðir þinn, Ingþór Bjarnason
sálfræðingur, sem á sínum
tíma átti heima hér á Ísafirði
og starfaði í tengslum við
Fræðsluskrifstofu Vestfjarða
og var síðan oft hér á ferð
gegnum árin í þeim erindum
eftir að hann fluttist til Akur-
eyrar. Ég spyr þig sem sál-
fræðing: Er þetta heilbrigt?
Er það ekki klikkun, að
þramma fyrst yfir þveran
Grænlandsjökul og síðan í
heljargaddi og bölvuðum
strekkingi alla leið á Suður-
pólinn?
„Það má eflaust segja að
frá einhverju sjónarmiði sé
þetta klikkun. Á hinn bóginn
held ég, að það sé hluti af
hinum persónulega þroska
einstaklingsins að takast á við
einhverjar ögranir í lífinu,
hvort sem þær eru fólgnar í
ferðum af þessu tagi eða
einhverju öðru. Þarna eru
menn að ná markmiðum sín-
um. Þegar markmiði er náð
fylgir því ákveðinn þroski.
Markmiðin eru af ýmsu tagi.
Sumir klífa fjall. Aðrir skrifa
bók. Markmiðið er að uppfylla
einhvern draum.“
Suðurpóllinn getur
leynst víða
– Hver er þinn draumur?
Hver er þinn Suðurpóll?
Langar þig ef til vill á Norður-
pólinn?
„Ætli ég hafi ekki það
almenna markmið eins og
flestir aðrir, að verða smátt og
smátt betri manneskja og
hæfari fagmaður. En Norður-
póllinn er ekki minn Suður-
póll. Mig langar aftur á móti
til þess að skrifa. Það blundar
í mér rithöfundur af einhverju
tagi. Ég hef svolítið fengist
við ritstörf, þó að ég hafi ekki
gefið neitt út. Ég vona að ég
nái einhvern tímann í lífinu
einhverjum árangri á þeim
vettvangi. Það er minn Suður-
póll.“
– Yrði það þá sálfræðitryllir,
eins og það er kallað...?
„Ég veit það nú ekki. Vissu-
lega hlyti ég að byggja eitt-
hvað á þekkingu minni í sál-
fræði, en ekki síður hlyti ég
að byggja á reynslu minni á
lífsleiðinni. Ef rithöfundurinn
í mér fær að vakna, þá vona
ég að ég hafi eitthvað að miðla
öðru fólki. En hvenær sá
draumur kann að rætast, veit
ég ekki.“
Þegar draumar rætast
– Er það ekki persónulegt
áfall þegar draumur rætist? Er
þá ekki búið að taka frá manni
hugsjónina? Er þá ekki búið
að svipta mann markmiðinu?
Er þá ekki draumurinn búinn?
Er ekki mikilvægt að eiga sér
draum? Nú er draumurinn um
Suðurpólinn til dæmis fyrir bí
hjá þeim Ingþóri og félögum.
Er þá ekki eftir auðn og tóm í
sálinni þar sem áður var heill
Suðurpóll í fjarska?
„Ég held að þegar einhverju
markmiði í lífinu er náð komi
nýtt í staðinn. Þetta er ein-
faldlega hluti af þroskaferli
mannsins. Nú gæti Ingþór til
dæmis ákveðið að skrifa bók
um reynslu sína í ferðinni!“
– Kannski hefur það verið
forsendan að afreksverkum
feðganna Ólafs Arnar og
Haralds, að hafa sálfræðing
með í för...
„Ég hugsa það nú bara!
Hann hefur áreiðanlega sem
sálfræðingur getað unnið með
marga þætti sem stuðlað hafa
að því að settu marki varð
náð. Þáttur hugarfarsins í
þessu öllu er svo stór. Reynsla
hans sem sálfræðings hefur
eflaust komið þar að miklu
gagni.“
Eru sálfræðingar annars
með nokkra komplexa?
– Ein áleitin spurning: Eru
sálfræðingar alveg lausir við
alla komplexa?
„Nei, þeir eru sko ekki
lausir við þá. Af hverju ættu
þeir að vera það? Sálfræðingar
eru menn rétt eins og aðrir
menn. Komplexar eru að sínu
leyti alveg ágætir, ef þeir eru í
hófi. Komplexar eða sálar-
flækjur eru einmitt aflvaki
þess að menn takist á við lífið
og vinni einhverjar dáðir. Ef
manni tekst að sigrast á
sálarflækjum sínum og van-
köntum, þá er maður betri og
þroskaðri manneskja eftir. Ég
get ekki litið svo á, að sálar-
komplexar séu í sjálfum sér
neikvæðir. Þeir geta hins
vegar orðið neikvæðir ef
menn gefast upp fyrir þeim.
Þá geta ýmiskonar neikvæðar
tilfinningar eins og kvíði og
þunglyndi náð tökum á mann-
inum og brotið hann niður.
Þarna er meðalhófið best eins
um daginn: Hvenær ferðu?
„Þú segir nokkuð! Þetta er
fremur erfið spurning. Ég
kann ágætlega við mig hérna
á Ísafirði. Ef starfið mitt hér
nær að þróast áfram og festast
í sessi, þá sé ég því ekkert til
fyrirstöðu að ég verði hér
áfram. En tíminn einn mun
skera úr því.“
Hlynur Þór Magnússon.
og alltaf. Ef fólk er svo
gæfusamt að skilja sín vanda-
mál, að geta tekist á við þau
og sigrast á þeim, þá stendur
það sterkara og betra eftir.“
Hvenær ferðu?
– Ég beini að síðustu til þín
spurningunni sem kom nokk-
uð við sögu í jólaviðtalinu við
séra Magnús Erlingsson í BB
Júlíus Halldórsson, sálfræðingur.
Heilbrigðisstofnunin
Ísafjarðarbæ
Fjórðungssjúkrahús og heilsugæslustöðvar
Læknaritari
Læknaritari óskast í 50% starf að Heil-
brigðisstofnuninni, Ísafjarðarbæ - heilsu-
gæslustöð á Ísafirði. Vinnutími er frá kl.
08:00-12:00. Æskilegt er að umsækjandi
hafi löggilt réttindi eða reynslu af ritara-
störfum. Umsóknarfrestur er til 30. janúar
nk.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Gestsdóttir,
læknafulltrúi og Guðjón Brjánsson, fram-
kvæmdastjóri á dagvinnutíma í síma 450
4500.
Edinborg Ísafirði
Námskeið í afr-
ískum dönsum
Laugardaginn 17.
janúar nk., hefst á
vegum Listaskóla
Rögnvaldar Ólafssonar
námskeið í afrískum
dönsum. Námskeiðið
verður í fimm hlutum,
ein klukkustund í senn,
og verður haldið í Edin-
borgarhúsinu á Ísafirði.
Kennari á námskeiðinu
verður myndlistarkonan
Anna Jóa, sem um tíu
ára skeið hefur lagt
stund á afríska dansa í
Kramhúsinu í Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar
um námskeiðið og inn-
ritun er í síma 456 5444.
Myndlistarkonan Anna Jóa.
Í gær, þriðjudaginn 13.
janúar varð Finnur Magn-
ússon 50 ára.
Í tilefni þess tekur hann
á móti ættingjum, golffé-
lögum, bridsfélögum, fé-
lögum úr L.L., sem og
öðrum félögum og vinum
í veitingahúsinu Krúsinni
á laugardag frá kl. 20:00.
Aðstoðarmaður bæjarstjóra hættur
Þórunn í sérverkefni
Þórunn Gestsdóttir, að-
stoðarmaður bæjarstjóra
Ísafjarðarbæjar, hætti störf-
um fyrir Ísafjarðarbæ í dag,
en eins og kunnugt er, sagði
hún starfi sínu lausu í kjölfar
þeirra breytinga er urðu á
meirihlutasamstarfi í bæjar-
stjórn á haustdögum sem og
í kjölfar uppsagnar bæjar-
stjórans, Kristjáns Þórs Júl-
íussonar. Þrátt fyrir að Þór-
unn hafi hætt störfum er hún
ekki á leið úr fjórðungnum,
því hún hefur ráðið sig sem
verkefnastjóra fyrir Atvinnu-
vegasýningu Vestfjarða sem
til stendur að efna til í júní.
,,Ég hef ákveðið að taka að
mér ákveðið verkefni fyrir
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða. Verkefnið er fólgið í
því að standa að Atvinnuvega-
sýningunni sem líklega verður
haldin í júní. Sýningin, sem
haldin var í fyrsta skipti í fyrra
tókst í alla staði vel og mark-
miðið er að gera jafn vel í ár
ef ekki betur. Í skugga verk-
fallsins sem var í fyrra tóku
færri fyrirtæki þátt í sýning-
unni þá heldur hefðu ella gert
en vonir okkar standa til að
mörg ný fyrirtæki bætist við í
ár,” sagði Þórunn í samtali
við blaðið.
Þórunn sagði að átak eins
og Atvinnuvegasýning Vest-
fjarða, væri liður til að efla
atvinnulífið á svæðinu og því
væri mikilvægt að vel tækist
til. ,,Hvað tekur við hjá mér
eftir sýninguna er óráðið. Ég
læt hverjum degi nægja sína
þjáningu. Fyrirfram var
ákveðið að ég færi héðan 15.
júní, við þá dagsetningu
miðaðist ráðningarsamning-
ur minn hjá Ísafjarðarbæ
þannig að þetta er allt sam-
kvæmt upprunalegri áætlun.”
50 ára
Afmæli
Til leigu er 3ja herbergja íbúð
í Stórholti á Ísafirði. Upplýs-
ingar í síma 456 7383.
Óska eftir að taka á leigu
rúmgóða 4-5 herbergja íbúð
eða einbýlishús. Upplýsingar í
síma 456 4682.
Til sölu er 3ja herbergja íbúð,
99,1m² að Urðarvegi 78 á
Ísafirði. Íbúðin er í góðu
standi. Ásett verð er kr.
6.900.000.- Upplýsingar í síma
456 3224 eftir kl. 18.
Til sölu er Daihatsu Feroza
árg. 1990, upphækkaður á 32
dekk. Verð kr. 680.000. Upp-
lýsingar í síma 456 7668.
Til sölu eða leigu er mikið
endurnýjað 4ra herbergja
einbýlishús, staðsett mið-
svæðis á Suðureyri. Upplýs-
ingar gefur Ólafur í síma 456
6350.
Til sölu er Subaru 1800 stat-
ion, árg. 1989, ekinn aðeins
104 þús. km. Nýsprautaður,
algjör gullmoli. Upplýsingar
gefur Magnús í símum 456
3905 og 456 3095.
Til sölu er eldavél með kera-
mik helluborði. Upplýsingar í
síma 456 7533 eftir kl. 19.
Til leigu 3ja herbergja kjall-
araíbúð að Fjarðarstræti 14 á
Ísafirði. Laus nú þegar. Upp-
lýsingar í símum 456 5333
eða 985 7160.
Krakkaklúbbur Salem!
Krakkaklúbburinn hefst aftur
föstudaginn 16. janúar kl.
17:30 til 18:30. Ath! Breyttan
opnunartíma.
Til sölu er 3ja dyra Nissan
Sunny, árg. 1992, ekinn 98
þús. km. Upplýsingar í síma
456 7881.
Til sölu er Nissan Sunny
Sedan, 4x4, árg. 1992, ekinn
67 þús. km. Fæst gegn góðu
staðgreiðsluverði. Upplýsing-
ar í síma 456 3224 eftir kl. 18.
Til leigu eru tvö herbergi og
eldhús með sér inngangi og
þvottahúsi. Upplýsingar í síma
456 3678.
Til sölu er mjög vel með farinn
Silver Cross barnavagn. Selst
á kr. 12.000. Upplýsingar í
síma 456 4585.
Stelpan sem tók góða Russell
hettupeysu, merkta A.E.H. í
félagsheimilinu í Hnífsdal á
Nýársnótt er vinsamlegast
beðin að hafa samband við
Elínu Önnu Hjálmarsdóttur í
síma 456 3857.
Til sölu eru nýir Polaris
vélsleðar, Andy Trail Touring
og XLT. Upplýsingar í síma
587 0414.
Til sölu er einbýlishús á
Suðureyri. Skipti koma til
greina á íbúð á Ísafirði.
Upplýsingar hefur Þórey í
síma 456 6227.
Þorrablót Sléttuhreppinga
verður haldið laugardaginn
21. febrúar nk. Nánar auglýst
síðar. Nefndin.
Góð 4ra herbergja íbúð á
Eyrinni er til leigu. Laus 1.
febrúar eða jafnvel fyrr. Upp-
lýsingar í síma 456 4088 eftir
kl. 16.
Fjallið Ernir er sýningar-
gripur janúarmánaðar. Líttu
á það og þú ert sýningar-
gestur! Pétur G.
Til sölu eða leigu er 80 m²,
3ja herb. íbúð að Stórholti á
Ísafirði. Verð kr. 5.900.000.
Upplýsingar í síma 456 4727.
Til sölu er Subaru Justy ́ 87.
Vantar skoðun, selst ódýrt.
Tilboð óskast. Upplýsingar í
síma 456 3750 kl. 8-17.
Til sölu eða leigu er 3ja herb.
hús í Hveragerði. Húsið er
uppgert að hluta. Ath! Skipti
á íbúð á Ísafirði koma til
greina. Upplýsingar í símum
456 3656 og 456 3905.
Óska eftir eldhúsborði og
jafnvel stólum. Upplýsingar í
síma 456 5131 á kvöldin.
Til sölu er einbýlishús á
Suðureyri. Mikið endurbyggt.
Upplýsingar í síma 421 6350.
Til sölu er Lada Sport árg.
1988. Uppl. í síma 456 7210.