Bæjarins besta - 14.01.1998, Page 12
Bæjarins besta
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
Bolungarvík
Vesturskip ehf.,
kaupir Dagrúnu
Vesturskip ehf., sem er
sameignarfyrirtæki Eiríks
Böðvarssonar, og Trostans
ehf., hefur gert samkomu-
lag við eigendur Þorbjörns
hf., í Grindavík um kaup á
togaranum Dagrúnu ÍS-9.
,,Það er búið að staðfesta
kaupin og ég reikna með að
skrifað verði undir kaupsamn-
ing í vikulokin. Að hluta til
mun skipið veiða fyrir fyrir-
tæki mitt, Trostan ehf., sem
og fyrir önnur fyrirtæki og
verður bæði gert út á bolfisk-
veiðar og rækjuveiðar. Áhafn-
armál skipsins eru í skoðun
um þessar mundir og ekkert
Dagrún ÍS-9.
ákveðið í þeim efnum enn,"
sagði Eiríkur Böðvarsson í
samtali við blaðið.
Hann sagðist ráðgera að
skipið færi í sína fyrstu
veiðiferð fyrir Vesturskip eftir
boðað verkfall sjómanna og
því er óvíst hvenær af því
verður. Hann sagði að skipt
yrði um nafn á skipinu en í
dag er óráðið hvað það
kemur til með að heita.
Tvö sjálfstæðisfélög í Bolungarvík sameinuð undir einn hatt
Óánægðir sjálfstæðismenn
komnir til valda í nýju félagi
Á fundi í sjálfstæðisfélag-
inu Þjóðólfi og sjálfstæðis-
kvennafélaginu Þuríði Sunda-
fylli í Bolungarvík, sem haldin
var á þriðjudag í síðustu viku,
var samþykkt að sameina fé-
lögin í eitt félag undir nafninu
Sjálfstæðisfélagið Völu-
steinn. Samkvæmt upplýsing-
um blaðsins var um átakafund
að ræða, þar sem kepptust um
völd núverandi bæjarfulltrúar
og fylgismenn þeirra og hins
vegar sjálfstæðismenn sem
hafa ekki verið á eitt sáttir við
framgang bæjarstjórnar Bol-
ungarvíkur varðandi ,,Ósvar-
armálið” svokallaða. Hinir
óánægðu sjálfstæðismenn
sem á sínum tíma mynduðu
með sér hóp undir nafninu
,,Heimaafl”, til kaupa á eign-
um Ósvarar, náðu yfirhönd-
inni í stjórn hins nýja félags
og virðist því hafa orðið eins
konar hallarbylting í félaginu,
eins og einn viðmælandi
blaðsins í Bolungarvík komst
að orði.
Að sögn Ólafs Kristjáns-
sonar, oddvita sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn Bolung-
arvíkur og bæjarstjóra, var
kosið á milli tveggja manna í
formannssætið, þeirra Björg-
vins Bjarnasonar, sem er einn
hinna óánægðu sjálfstæðis-
manna og Einars Guðmunds-
sonar, sem var formaður Þjóð-
ólfs. Niðurstaða þeirrar kosn-
ingar var á þá leið að Björgvin
fékk 18 atkvæði og Einar 16.
,,Því er ekki að leyna að það
eru ákveðnir aðilar innan
flokksins sem voru óánægðir
með ákvörðun bæjarstjórnar,
þegar hlutabréfin í Ósvör voru
seld. Um annan ágreining hef
ég ekki orðið var og kosningin
í stjórn hins nýja félags var
lýðræðisleg að mínu mati,”
sagði Ólafur Kristjánsson í
samtali við blaðið.
,,Þegar ákvörðun var tekin
um að selja Bakka meirihluta
hlutabréfa í Ósvör, voru allir
bæjarfulltrúar, allra flokka,
sammála um að selja bréfin
sem og að það þyrfti að fá
aukið atvinnuafl til bæjarins.
Alþýðuflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur létu vita hver kaup-
andi hlutabréfanna væri og
það var gengið til samkomu-
lags við Aðalbjörn Jóakims-
son í Bakka. Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðubanda-
lagið vildu hins vegar setja
bréfin á almennan hlutabréfa-
markað og fá sem hæst verð.
Um það snerist ágreiningur-
inn, ekki það að selja bréfin.”
Aðspurður um hvort verið
væri að bola núverandi bæjar-
fulltrúum flokksins frá með
,,hallarbyltingunni” í sjálf-
stæðisfélaginu sagði Ólafur:
,,Ég get ekki svarað því,
þeir sem tóku við völdum
verða að gera það. Mín tilfinn-
ing er einfaldlega sú að þessir
aðilar séu óánægðir með okk-
ar störf hvað varðar þetta til-
tekna mál og því er ekkert að
leyna. Ég hygg að eina svarið
sem við höfum sé að efna til
prófkjörs, eins og verið hefur
til þessa. Ég sé ekki neina
ástæðu til að breyta út af því.”
Ólafur Kristjánsson sagðist
hafa ákveðið að gefa kost á
sér áfram til setu í bæjarstjórn
Bolungarvíkur og því væri
hann ekki að draga sig í hlé.
,,Ég ætla að bjóða mig fram
til bæjarstjórnar í vor og síðan
verða aðrir að taka afstöðu til
þess hvort ég verð bæjarstjóri
áfram. Fólkið á staðnum
ræður því hvort ég verð áfram
bæjarstjóri,” sagði Ólafur.
Stjórn hins nýja sjálfstæðis-
félags í Bolungarvík er skipuð
þeim Björgvini Bjarnasyni,
sem er formaður, Guðmundi
Halldórssyni, Halldóru Krist-
jánsdóttur, Láru Arinbjarnar-
dóttur og Kristjáni Arnarsyni.
Bolungarvík. Tvö sjálfstæðisfélög á staðnum hafa verið sameinuð í eitt félag undir forystu
óánægðra sjálfstæðismanna.
Útsala
!
Útsala
!