Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.07.1998, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 08.07.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 Tuttug unnið Síðustu árin hafa verið í senn erfiður og einkennilegur tími á margan hátt í Súðavík, og þarf ekki að fjölyrða um ástæður þess. Sveitarstjórinn í Súða- víkurhreppi, Ágúst Kr. Björnsson, kom til sérstakra verkefna í Súðavík í febrúar 1995 og til stóð að vera hans þar yrði stutt, en atvikin höguðu því þannig, að hann dvaldist þar lengur en ætlað var. Hann tók svo við starfi sveitarstjóra þá um haustið og hefur gegnt því síðan. Við hittumst í húsnæði Súðavíkurhrepps morgun einn og ræðum saman í fundaher- bergi hreppsnefndar, bæði um manninn sjálfan og byggðar- lagið. Ágúst er liðlega fertug- ur að aldri og landsbyggðar- blanda að uppruna, eins og hann orðar það, þó að hann sé fæddur og uppalinn í Vogun- um í Reykjavík og hafi lengst átt þar heima, – „en mér líður afskaplega vel úti á landi“, segir hann. Föðurætt hans er að mestu úr Dýrafirði. „Langafi og langamma, Guðmundur Nat- haníelsson og Margrét Guð- mundsdóttir, bjuggu á Kirkju- bóli í Kirkjubólsdal í Dýra- firði, í Þingeyrarhreppi hinum gamla. Þau áttu tólf börn sem komust á legg og eitt af þeim var amma mín, Gróa Ágústa Guðmundsdóttir. Móðurættin er hins vegar af Langanesi. Þar var afi minn prestur á Sauðanesi við Þórshöfn, séra Þórður Oddgeirsson, ættaður úr Vestmannaeyjum, en hann var fimmti presturinn í beinan karllegg. Það urðu nokkur vonbrigði þegar það rofnaði. Ég var líklega ein sex sumur í sveit norður á Langanesi. Um leið og skólinn var búinn á vorin var maður stokkinn upp í Þristana gömlu og farinn norður og kom ekki aftur fyrr en vika var búin af skóla.“ – Þú náðir því að ferðast með Þristunum... „Já, þetta var mikið ferða- lag, tók nokkra klukkutíma með viðkomu á Akureyri, og var mikið ævintýri fyrir lítinn pjakk.“ Ágúst á með konu sinni, Sigríði I. Gunnarsdóttur, eina dóttur á unglingsaldri. Hún fór til Bandaríkjanna í síðustu viku til dvalar hjá föðursystur Ágústs, sem þar býr. „Þegar ég var í skóla mátti ég ekki til þess hugsa að missa úr ár og verða á eftir jafnöldrum mín- um í skóla. Nú sé ég eftir því að hafa ekki farið utan sem skiptinemi þegar ég var ungl- ingur. Þetta er ákaflega gott fyrir þroskann á unglings- árum.“ Lánaður vestur í upphafi Þegar Ágúst kom upphaf- lega til Súðavíkur var hann fenginn til þess að aðstoða Jón Gauta Jónsson, sem þá var settur sveitarstjóri, við að kaupa bráðabirgðahúsnæði, sumarhúsin sem komið upp í Súðavík. „Það var hrein tilvilj- un að ég var fenginn í þetta verk. Jón Gauti bað um að fá lánaðan mann í þessi mál, en ég vann þá hjá Ríkiskaupum. Verkefni mitt var í fyrstu að kaupa húsin og koma þeim á skip, en síðan leiddi eitt af öðru. Ég fór vestur aftur og var í mánuð við að koma hús- unum niður, kom síðan á ný þremur vikum síðar og ílentist hér. Jón Gauti var settur sveitarstjóri fram í miðjan október 1995, en þá tók ég við því starfi. Við áttum mjög góða og farsæla samvinnu.“ Ágúst er byggingatækni- fræðingur, útskrifaður frá Tækniskóla Íslands 1984 og hefur unnið mest af starfsæv- inni í kringum verktakastörf með einum eða öðrum hætti, þar á meðal var hann mikið uppi á Tungnaárhálendi í mælingum fyrir veitumann- virki og stíflugerð við Sultar- tanga, Kvíslarveitu og Blönduvirkjun. En hvað var hann að fást við hjá Ríkiskaupum? „Þar vann ég á útboðssviði og sá um útboð á ýmsum verk- um, þjónustu og vörukaupum. Það var fjölbreytt og skemmti- legt starf og byggðst mjög á mannlegum samskiptum. Ég lenti oft í því að þurfa að kaupa hina ýmsu hluti sem ég hafði enga sérstaka þekkingu á og fékk þá einhverja sérfræðinga til aðstoðar, en sá um sam- skiptin við þá sem voru að bjóða út og kaupa, leiða menn saman og koma á samningum. Mér fellur vel að starfa við mannleg samskipti og stjórn- un og þess vegna er sveitar- stjórastarfið mjög skemmti- legt.“ Vistleg húsakynni hreppsins – Það vekur athygli hversu vistleg húsakynni hreppsins eru. Ekki var þetta svona þegar þú komst... „Nei, hér höfðu orðið nokk- rar skemmdir og húsnæðið var tekið í gegn eftir það. En þetta er ákaflega vel búið húsnæði og vel búin skrifstofa. Áhöld og tæki höfðu skemmst og ný voru fengin í staðinn, þannig að hér er allt í góðu standi.“ – Hér er mikill fjöldi mynda á veggjum... „Þetta eru gamlar myndir úr atvinnusögu Súðavíkur, bæði skemmtilegar og verð- mætar og gott að þær skuli vera til. Hér við Ísafjarðar- djúpið var einmitt stóriðja Íslendinga á fyrri tíð. Fyrir réttum hundrað árum voru þrjár hvalstöðvar hér í Álfta- firði og á einu ári voru unnir hér 130 hvalir, eða einn hvalur þriðja hvern dag og rúmlega það. Þetta er á við heilt álver á suðvesturhorni landsins í dag. Hér á þessu svæði er geymd mikil saga, allt frá landnáms- öld, og Ísafjarðardjúp var alla tíð mikil matarkista og gull- kista. Hér var fjölbyggt og mikið umleikis á þeirra tíma mælikvarða. Þar má t.d. nefna útgerðina í Ögurvíkinni. Þýski garðyrkjumaður inn Ernst Fresenius kom hingað til lands á fyrri hluta þessarar aldar, settist að inni í Reykjanesi og hóf þar ræktun á matjurtum og var brautryðjandi á því sviði. Fyrsti vísirinn að stór- iðju hérlendis var einmitt í Reykjanesi upp úr 1770, þegar þar var komið upp saltvinnslu úr sjó og notaður til þess hitinn úr hverunum. En það dugir ekki að horfa eingöngu til for- tíðar. Nú þarf að huga að fram- tíðinni.“ – Þú komst hér í upphafi í tímabundið verkefni og ætlað- ir ekki að ílendast hér. Hefur verið öðruvísi að vera hér en þú bjóst við? „Já. Ég fann það fljótt að hér var gott að vera. Ég kom um hávetur, mikill jafnfallinn snjór og skafrenningur upp á hvern einasta dag, sex og sjö vindstig og tíu stiga frost í þrjár til fjórar vikur. Heima- menn sem ég þekkti þá lítið sögðu mér að þetta væri afar óvenjulegt á þessum yndis- lega stað. Ég trúði því mátu- lega þá og mér fundust lýsing- ar þeirra á veðursældinni í Súðavík ekki passa alveg við skafrenninginn og skaflana sem við þurftum að moka á hverjum degi þegar við vorum að koma upp sumarbústöð- unum. Ég sagði að þetta gæti einfaldlega ekki verið rétt. En þegar ég kom aftur í apríl fór ég að átta mig á því að þetta væri rétt, og þegar sumarið kom var ég alveg bergnuminn af þessu svæði. Náttúran hér er yndislega fögur, kyrrðin mikil og aðeins rofin af fjöl- breyttum söng fuglanna. Mér fannst þá strax ákaflega gott að vera hér og komst að raun um að mér hafði verið sagt alveg satt um þennan dásam- lega stað. Nú er ég búinn að biðjast afsökunar á því að hafa dregið lýsingarnar í efa í upphafi. Sveitirnar hér í Súða- víkurhreppi og firðirnir henta mjög vel til útivistar og náttúruskoðunar, þetta er víð- áttumikið svæði og náttúran fjölbreytt og ósnortin.“ Náttúrufegurðin við Djúp og hvít tófa Undirrituðum verður star- sýnt á geysistóra litmynd á vegg, tekna úr lofti, þar sem Súðavík og allur Álftafjörður blasa við, líklega eitthvað á þriðja fermetra. Mats Vibe Lund sendi Súðvíkingum þessa mynd að gjöf fyrir þrem- ur árum. Hún er alveg ótrúlega skörp og falleg, enda þótt hún sé stækkuð svona gríðarlega. – Firðirnir í Súðavíkur- hreppi eru ærið ólíkir og Álftafjörðurinn er ámóta hlý- legur og mildilegur eins og Skötufjörðurinn með Fossa- hlíðinni er grófur ásýndum... „Skötufjörðurinn er líka mjög fagur á sinn sérstaka hátt, klettamyndanirnar í firðinum og grjóturðin í hon- um vestanverðum er alveg

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.