Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.07.1998, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 08.07.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 5 Ásgeir Þór Jónsson. Vestfirðir Ásgeir Þór ráðinn fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandssins Stjórn Fjórðungssam- bands Vestfirðinga ákvað á fundi á mánudagskvöld að ganga til samninga við Ásgeir Þór Jónsson sem næsta framkvæmdastjóra sambandsins. Fjórtán umsóknir bárust um stöðuna. Þær voru frá Þorgils Axelssyni Reykja- vík, Einari Njálssyni Húsavík, en hann dró um- sókn sína síðan til baka, Sigríði Hrönn Elíasdóttur Súðavík, Pétri E. Trausta- syni Kópavogi, Kristni Jóni Jónssyni Ísafirði, Elíasi Oddsyni Ísafirði, Jónasi Inga Péturssyni Reykjavík, Gylfa Þór Gíslasyni Ísafirði, Magn- úsi Ólafs Hanssyni Bol- ungarvík, Jóni Inga Jóns- syni Selfossi, Gunnari Þórðarsyni Ísafirði, Ásgeir Þór Jónssyni Bolungarvík, Halldóri Má Þórissyni Súðavík og Ingibjörgu Elfu Stefánsdóttur Akur- eyri. Að sögn Péturs H.R. Sigurðssonar stjórnarfor- manns Fjórðungssam- bandsins er vonast til að nýr framkvæmdastjóri geti hafið störf sem fyrst. Eitthvað fyrir alla á Sæluhelgi 1998 á Suðureyri á næstu helgi Markaðstorg og mansakeppni, krafta-, kleinu- og harðfiskkeppni Sæluhelgi 1998 verður á Suðureyri um næstu helgi. Þetta verður reyndar óvenju- löng helgi, því að hún hefst annað kvöld, fimmtudags- kvöld, með sýningu leikfé- lagsins Hallvarðar súganda á leikritinu „Það er spurning“. Á föstudag er farið á Norður- eyri og verður byrjað að ferja yfir kl. 16. Þar verður sand- kastalakeppni og gjarðaskopp og mannskapurinn grillar á staðnum. Séra Valdimar Hreiðarsson messar í Suðureyrarkirkju kl. 11 á laugardagsmorgun. Byrj- að verður að skrá í mansa- keppni kl. 13, síðan verða dýfingar, barnaball, unglinga- diskó og loks dansleikur sem hefst kl. 23, en þar leikur hljómsveitin Upplyfting. Á sunnudag verður fjöl- margt um að vera á Suðureyri – markaðstorg á Sjöstjörn- unni, kaffisala Kvenfélagsins Ársólar, húsmæðrafótbolti, sleggjukast, kraftakeppni, söngvarakeppni (skráning um leið og í mansakeppnina), pylsusala Félagsmiðstöðvar- innar, kleinukeppni, harðfisk- keppni, barnahestar verða til reiðu (og reiðar) fyrir yngstu börnin, og undir lokin er af- hending verðlauna og brekku- söngur. Miðnætursýning á leikritinu hefst svo kl. 23. Þátttakendur í kleinu- og harðfiskkeppni komi með hálft kíló af framleiðslu sinni til Ævars keppnisstjóra milli kl. 13 og 14 á sunnudag. Gefin hefur ver ið út spóla með tveimur Sæluhelgarlögum (97 og 98) og verður hún til sölu meðan upplag endist. Sælu- helgarmerki verða seld á kr. 400 og gilda þau sem að- göngumiðar á allt nema dan- sleik og leiksýningu. Einnig fást Sæluhelgarhúfur. Aðalmót SJÓÍS 1998 Meira en hálft fimmta þúsund fiska veiddist Aðalmót Sjóstangaveiðifé- lags Ísfirðinga (SJÓÍS) um síðustu helgi heppnaðist í alla staði hið besta, bátarnir voru sérlega snyrtilegir og góð að- staða um borð. Skipstjórar og aðstoðarmenn þeirra lögðu sig alla fram við að hjálpa veiði- mönnum að taka fisk af krók- um, greiða úr flækjum og gera að aflanum. Sérstakar þakkir fékk Guðmundur Jakobsson skipstjóri á Neista, en hann bauð áhöfn sinni til veislu um borð. Þar átu menn lambasteik og rjómatertu og kváðust veiðimenn á báti hans aldrei hafa notið slíkrar gestrisni á öðrum mótum sem þeir höfðu tekið þátt í annars staðar á landinu. Keppendur voru 33 víðs- vegar af landinu, 8 konur og 25 karlar. Róið var frá Bol- ungarvík á sjö bátum bæði laugardag og sunnudag á veiðislóð undir Ritnum og úti fyrir Straumnesi. Veður var hið ágætasta, nær sléttur sjór, skýjað en þurrt. Alls veiddust 4.563 fiskar sem vógu samtals 6.549 kg, aðallega þorskur, en lítilsháttar veiddist af ýsu, ufsa, karfa, stembít og kola. Þá bar það til tíðinda, að tíu kílóa lúða veiddist. Á mótum sem þessu er sveitakeppni karla og kvenna og fjórir keppendur í hverri sveit, en jafnframt er um ein- staklingskeppni að ræða. Í sveitakeppni kvenna sigraði sveit Sigrúnar Baldursdóttur, Ísafirði, með 706 kg. Í öðru sæti var blönduð sveit Sigríðar Rögnvaldsdóttur með kepp- endum frá Siglufirði, Reykja- vík og Akureyri með 499 kg. Í karlaflokki sigraði blönduð sveit Gunnars Þorsteinssonar frá Reykjavík og Akranesi með 988 kg. Í öðru sæti varð sveit Andra Páls Sveinssonar, Akureyri, með 945 kg og í þriðja sæti sveit Árna P. Björgvinssonar, Akureyri, með 908 kg. Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Sigríður Jó- hannesdóttir, Ísafirði, með 325 kg, í öðru sæti varð Sig- ríður Rögnvaldsdóttir, Siglu- firði, með 197 kg og í þriðja sæti Ragnheiður Jónsdóttir, Ísafirði, með 149 kg. Í karlakeppninni sigraði Þorsteinn Einarsson, Reykja- vík, með 415 kg, í öðru sæti varð Magnús Ingólfsson, Akureyri, með 394 kg, og í þriðja sæti varð Sigurjón Guðmundsson, Ísafirði, með 362 kg. Auk verðlauna fyrir sigur í sveita- og einstaklingskeppni voru keppendur heiðraðir fyrir stærstu fiska af einstökum tegundum, flestar veiddar tegundir, flesta fiska o.fl. Aflahæsti skipstjórinn var Sveinn Björnsson og áhöfn hans á Fiskinesi með 1.412 kg samtals eða 353 kg að með- altali á stöng. Í öðru sæti varð Albert Jónsson og áhöfn hans á Þuríði sundafylli með 1.396 kg eða 349 kg á stöng, og í þriðja sæti varð Bjarni Freyr og áhöfn hans á Auðbirni með 1.191 kg eða 298 kg á stöng. Stjórn SJÓÍS vill þakka öllum sem tóku þátt í mótinu, en þó sérstaklega skipstjórum, aðstoðarmönnum þeirra og öðrum sem störfuðu við mót- ið. Ísafjörður Sverrir Hermannsson fyrrv. bankastjóri og ráð- herra heldur almennan fund í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 9 á sunnudags- kvöldið og mun þar ræða stjórn fiskveiða og stjórn- málaviðhorfið almennt. Það sætir nokkrum tíðind- um, að Matthías Bjarna- son, fyrrum þingmaður og ráðherra fyrir Sjálfstæðis- flokkinn verður fundar- stjóri. Matthías stjórnar fundi hjá SverriEldri borgarar í Ísafjarðarbæ Rútuferð á Látrabjarg Fimmtudaginn 16. júlí nk. munu eldri borgarar í Ísa- fjarðarbæ fara í rútuferð á Látrabjarg. Farið verður frá Dvalarheimilinu Hlíf á Torf- nesi kl. 10 um morguninn og verður gist í Flókalundi. Þar verður einnig snætt um kvöldið sem og morg- uninn eftir. Að morgunverði loknum verður haldið af stað og ekið út að Örlygshöfn þar sem safn Egils á Hnjóti verður skoðað. Þaðan verður síðan haldið út á Látrabjarg og síðan til Patreksfjarðar þar sem snæddur verður kvöldverð- ur. Á heimleiðinni verður ekið um Tálknafjörð og Bíldudal. Allar nánari upp- lýsingar um ferðina fást á skrifstofu Hlífar í síma 456 4076. Þátttakendur í sjóstangaveiðimótinu þurftu ekki að fara langt til að ná þeim ,,gula" því nóg var af honum við Brjótinn í Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.