Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.07.1998, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 08.07.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 7 u ára starf ð á tveimur árum Framfarir.... Í síðustu viku var fjallað um húsnæði grunnskóla á Ísafirði. Nú kynnu lesendur að halda að grunnskólinn á Ísafirði væri hinn eini í Ísafjarðarbæ. Svo er auðvitað ekki. En hvort sem mönnum líkar betur eða verr er það nú svo, að flestir hinna rúmlega 4400 íbúa í Ísafjarðarbæ búa á Skutulsfjarðareyri. Hún hefur lengi gengið undir nafninu Ísafjörður í daglegu tali fólks. Svo verður vafalaust lengi enn. Með sama hætti munu Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Mosvalla- og Mýrahreppar, að ógleymdum Hnífsdal lifa í munni fólks og vitund. Það voru framfarir að sameina þessi sveitarfélög. Af og til heyrast þær raddir, að sameiningin sé á kostnað minni sveitarfélaganna, sem voru, og Ísafjarðarkaupstaður fyrrverandi sé hinn eini sem hagnast á henni. Þetta er rangt sem betur fer. Það sem alltaf gerist er hið sama og með landsbyggðina á Íslandi og Reykjavík. Í augum Reykvíkinga er Ísland annað hvort Reykjavík, og eftir atvikum næsta nágrenni, eða landsbyggðin. Hún er síðan óskilgreind með öllu. En landsbyggðin hefur átt verulega undir högg að sækja á undanförnum árum og áratugum. Með hverju árinu hefur hlutfall íbúa á suðvesturhorninu og annars staðar á Íslandi breyst þessu margfræga horni í hag. Þó vitum við öll, að Ísland er stórt land og þjóðin fámenn. Reykvíkingar vilja njóta landsbyggðarinnar með sínum hætti. Þangað vilja þeir geta komið til að ganga, aka á alls kyns torfærutækjum í óspilltri náttúru og skjóta fugla og önnur dýr. Þetta kalla þeir framfarir. ....á landsbyggðinni Við landsbyggðarmenn höfum mátt horfa á þorp og kaupstaði dragast saman og íbúana flytja til Reykjavíkur og nágrennis. Fátt virðist hafa megnað að sporna við stöðugum fólksflótta. En þó megum við ekki gleyma því, að líka er til það fólk, sem vill búa á landsbyggðinni. Það flytur meira að segja að sunnan og út á land. Þessi hópur er hins vegar fámennari en sá sem fer suður. Víða á landsbyggðinni eru miklar fjárfestingar og vel menntað fólk. Ísafjörður er gott dæmi um þetta. Þegar sá frægi maður Bjarni Tryggvason kom í heimsókn til Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur fyrir tæpum hálfum mánuði ásamt fjölskyldu sinni, sýndi því sérstakan áhuga að heimsækja fyrirtækið Póls. Það fyrirtæki vinnur sem kunnugt er að framleiðslu rafeindavoga, sem eiga að virka úti á rúmsjó hvernig sem viðrar. Sjálfur mun Bjarni hafa unnið að gerð mælitækja til notkunar um borð í geimferjunni Discovery, sem uppfylla skulu sams konar kröfur, að vísu við miklu erfiðari aðstæður. Þarna kom þekktur geimfari og vísindamaður, Íslendingur með kanadískan ríkisborgararétt, í heimabæ móður sinnar á Íslandi og fann fyrirtæki, sem er leiðandi á íslenska vísu. Þetta litla dæmi sýnir okkur ef til vill betur en margt annað, að það er viljinn og viðhorfið til hlutanna sem mestu ræður um velgengni fólks á landsbyggðinni, sem annars staðar. Við höfum mátt horfa á eftir kvótanum til annarra byggðarlaga af þeirri ástæðu að fyrri eigendur þessa mikilvæga réttar til nýtingar auðlindarinnar í sjónum, ákváðu að selja hann. Því verður heldur ekki neitað að til skemmri tíma er missir kvótans, óveidda fiskjarins í sjónum, reiðarslag. Til hans verður ekki róið nema að vera búinn að kaupa hann óveiddan í sjónum með einum eða öðrum hætti. Slíkur hugsunarháttur er flestu venjulegu fólki óskiljanlegur. Grunnskólinn á Ísafirði Hvað hafa þessar hugleiðingar að gera með grunnskólann á Ísafirði? Svarið er bæði einfalt og auðskilið og þó! Grunnskólinn skipar æ stærri sess í uppeldi barna og unglinga. Reyndar má bæta því við að allir foreldrar grunnskólabarna ættu að láta sig málefni skólans miklu skipta. Í síbreytilegum heimi verður það æ mikilvægara að grunnskólinn sé í stakk búinn að veita nemendum sínum hina bestu menntun og kennslu. Löngu er orðið tímabært að endurskoða námskrá grunnskóla og leggja meiri áherslu á lífsleikni, það er þann þátt að geta tekist á við lífið í öllum sínum margbreytileika. Það er ekki nægilegt að læra hinar ýmsu kennslugreinar, stærðfræði, eðlisfræði, náttúrufræði og tungumál. Einnig verður að kenna nemendum að nýta sér námsefnið. Sá sem kemur út í lífið með góð próf er vel settur. En þau ein duga ekki til þess að fást við margvísleg viðfangsefni sem bíða unglingsins úti í hinu daglega lífi. Með lengri skólagöngu hafa börn gjarnan misst tækifærið til að takst á við hlutina með leiðsögn fullorðinna, annað hvort skólagenginna eða sjálfmenntaðra. Grunnskólinn verður að fylla í skarðið og svara þeirri þörf sem hvert barn hefur til að læra á lífið sjálft. Sumir eru reyndar þeirrar skoðunar að slíkt sé óþarfi. Sá lærdómur verði fengin í skóla lífsins. Sú skoðun er út af fyrir sig góðra gjalda verð. Enda munu flestir reka sig á fyrr eða síðar. Stundum er þó of dýru verði keypt að hver uppvaxandi árgangur reki sig á sömu hindranirnar. Nægir að nefna vaxandi fíkniefnanotkun unglinga. Skólar hafa í samvinnu við foreldra miklu hlutverki að gegna í þessum efnum. Jákvætt viðhorf er mikils virði. Húsnæðisumræða grunnskólans á Ísafirði þreytir marga, líka nemendur, og þeir sjá ekki lausn framundan. Ábyrgð bæjarstjórnar er mikil enda skemmir neikvæð umræða út frá sér. Samtal við Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps einstök“, segir Ágúst. „Þegar ég á leið þar um nem ég oft staðar til þess að skoða stein- ana. En Skötufjörðurinn er vissulega með harðara yfir- bragði en Álftafjörðurinn.“ Auk myndanna á veggjun- um er uppstoppuð hvít tófa stofuprýði á skrifstofunni. Hvaðan kemur hún? „Þessi tófa á nokkuð sér- stæða sögu. Ég var nú bara að taka hana upp úr kassanum fyrir viku eða tíu dögum. Mig hafði lengi langað í hvíta tófu og var búinn að nefna það við grenjaskyttur, að þær mættu hugsa til mín ef þeir næðu í eina slíka. En einn morguninn þegar ég kom í vinnuna, þá beið hér maður við dyrnar, vegfarandi sem hafði átt leið um Súðavíkurhlíð, og hafði ekið á þessa tófu í rökkrinu. Ég var fljótur að senda hana suður til að láta stoppa hana upp. Það hefur tekist afskap- lega vel.“ Enn ein stór ljósmynd á vegg vekur athygli. Hún er af Halldóri Magnússyni. „Hann var hér allt í öllu á sinni tíð, sveitarstjóri, skólastjóri og sparisjóðsstjóri, ákaflega dug- legur maður og drífandi, sem vann ötullega og af mikilli röggsemi í þágu byggðarlags- ins“, segir Ágúst. Nauðsyn að fullvinna hráefnið heima „En það dugir ekki að horfa bara á gamlar myndir og láta sig dreyma um forna velmekt- artíma við Ísafjarðardjúp. Nú er komið að því að við þurfum að snúa vörn í sókn á ný, bretta upp ermarnar, efla atvinnulífið og styrkja byggðirnar. Eitt af því sem nú er verið að gera í því efni og er mjög mikilvægt, er að tengja framhaldsskólann hér vestra við háskólana og koma hér upp háskólamennt- un, þannig að ungviðið okkar geti stundað hana hér heima. Það er í mínum huga ein af forsendum þess að byggðin hér eflist á ný. Jafnframt verða menn að taka höndum saman og efla atvinnufyrirtækin á svæðinu. Hér er að mestu byggt á sjávarútvegi. Í mínum huga er það alveg skýrt, að ef sjávarútvegurinn á að skila íslensku þjóðinni hagsæld á þeirri öld sem senn er að ganga í garð, þá þurfum við að auka fullvinnslu á sjávarafurðum. Við verðum að hætta að setja allt í stórar og ódýrar pakkn- ingar og láta aðra vinna úr hráefninu, heldur verðum við að gera það sjálfir. Við verðum að fara að stíga slík skref, hægt í fyrstu, en markvisst og örugglega. Við verðum að stefna að því, að þegar kemur fram á hina nýju öld vinnum við umtalsverðan hluta af sjávarafurðum okkar í neyt- endapakkningar. Í því felst gríðarlegur virðisauki. Ég vil nefna eitt dæmi: Þegar ég hélt upp á fertugsafmæli mitt ekki alls fyrir löngu langaði mig til að bjóða upp á djúpsteikta rækju. Ég hugsaði með mér að það væri ekkert mál að fá hana hér í Frosta, þar sem við erum með einhverja bestu rækjuverksmiðju í landinu. Síðan væri lítið mál að velta henni upp úr hveiti og steikja hana. En svo kom ég í veislu í Reykjavík, þar sem boðið var upp á óskaplega fallega rækju, sem þannig var fyrir komið að halinn stóð upp eins og handfang. Ég spurði veitinga- manninn hvernig hann gerði þetta. Ég gerði þetta ekki, sagði hann, ég keypti þetta í heildsölu í Kópavogi. Ég athugaði málið“, segir Ágúst, „og þar kostaði kílóið kr. 2.300. Mér var sagt að þetta væri innflutt rækja frá Thai- landi og handpilluð þar. Stundum er þar jafnvel um að ræða rækju sem Thailendingar hafa keypt frá Íslandi. Verk- smiðjurnar hérna fá hins vegar eitthvað um 400 krónur fyrir kílóið. Þetta er dæmi um það, hversu gífurlegur virðisauk- inn í fullvinnslunni getur ver- ið. Ef okkur tækist að setja þó ekki væri nema fimm prósent af þeim afurðum sem koma hér úr Frosta í svona pakkn- ingar, þá væri þar um stór- auknar tekjur að ræða og fleiri störf.“ Sameining fyrirtækjanna – Breytti það einhverju til hins betra eða til hins verra hér í Súðavík, þegar Frosti sameinaðist Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal? „Auðvitað breytti það ýmsu. Í sjávarútveginum standast þau félög best í hinni hörðu samkeppni, sem eru með fjölbreyttan rekstur og breiða samsetningu og standa þannig í marga fætur. Verk- smiðjan hér er mjög góð. Súð- víkingar eru þess mjög vel meðvitaðir að þeir eiga rækju- verksmiðju sem er í fremstu röð á landinu og framleiðir mjög verðmæta og góða af- urð. Það byggist á því, að hér starfar mjög hæft og duglegt fólk í verksmiðjunni. En það er deginum ljósara, að í harðri samkeppni má hvergi slaka á og þegar sveiflur koma, þá er nauðsynlegt að geta hallað sér eitthvað á milli greina. Þess vegna eru fyrirtækin að verða stærri. Eftir sameiningu þess- ara tveggja fyrirtækja er grunnurinn mun traustari. Hér í Súðavík er rækju- eining fyrirtækisins og verður það áfram, en við verðum að renna frekari stoðum undir útgerðarþáttinn á bak við hana. Hér er engin bolfisk- vinnsla, eftir að verksmiðj- unni var breytt fyrir nokkrum árum. Vissulega eru skiptar skoðanir um það, hvort rétt sé að byggja upp með þeim hætti, en frumskilyrðið er að færast ekki of mikið í fang, en skila mjög góðu verki. Kröfur markaðarins eru mjög miklar. Það er næg atvinna hér í Súðavík, atvinnuleysi er nán- ast óþekkt og hefur alltaf verið og við vonum að svo verði áfram. Ég bind miklar vonir við það, að í náinni framtíð verði stærri og stærri hluti af framleiðslu verksmiðjunnar unninn í verðmætari neyt- endapakkningar. Sama gildir vissulega um bolfiskvinnsl- una hjá fyrirtækinu. Þetta skapar ekki aðeins mikil verð- mæti, heldur einnig mikla vinnu í byggðarlaginu.“ Nýting húsanna í gömlu byggðinni „Við horfum einnig til eflingar atvinnu í byggðarlag- inu á fleiri sviðum. Þessa dag- ana erum við að koma á fót hlutafélagi um rekstur hús- anna í gömlu byggðinni. Eftir að fólkinu var gert kleift að flytja sig undan hlíðinni, þá hefur hreppurinn með atbeina Ofanflóðasjóðs eignast 54 hús og íbúðir. Af þeim er nú búið að selja níu, en við erum að skoða með hvaða hætti má nýta þetta mikla húsnæði sem við eigum eftir. Helst viljum við sjá eitthvað í þessum húsum sem hefur margfeldis- áhrif fyrir byggðarlagið. Við horfum einkum til þess að hluta af þessari byggð megi nota fyrir sumardvalaraðstöðu og hugsum þá fyrst og fremst til verkalýðsfélaga og annarra félagasamtaka.“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.