Bæjarins besta - 16.09.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Netfang prentsmiðju:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Hlynur Þór Magnússon
Netfang ritstjórnar:
bb@snerpa.is
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Leiðari
Boltafélag Ísafjarðar
Uppskeruhátíð
Ísafjarðarbær
Jóhanna aðalbókari
Ísafjarðarbær
Förgun katta
Uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar fyrir nýliðið keppn-
istímabil fer fram í sal Grunnskóla Ísafjarðar laugardaginn
19. ágúst nk. og hefst kl. 15. Á uppskeruhátíðinni verða
veitt vegleg verðlaun fyrir góðan árangur, ástundun og
fleira í öllum flokkum auk þess sem boðið verður upp á
kaffiveitingar. Foreldrar og börn þeirra eru hvött til að mæta.
Jóhanna Eyfjörð sem undanfarið hefur gegnt starfi aðal-
gjaldkera Ísafjarðarbæjar hefur verið ráðin aðalbókari bæj-
arins. Í fyrra starf hennar hefur verið ráðin Pálína Kristín
Garðarsdóttir úr Mosfellsbæ. Auk Pálínu sóttu um stöð-
una þeir Bergur Torfason á Þingeyri og Grétar Krist-
jónsson frá Reykjavík. Þær hafa báðar tekið til starfa.
Golfmót
Kristinn Þ. Kristjánsson
GÍ sigraði án forgjafar á
Juliusar-Brand mótinu í
golfi sem fram fór á Tungu-
dalsvelli um síðustu helgi.
Kristinn lék á 77 högg-
um en í öðru sæti varð Unn-
steinn Sigurjónsson GB á
88 höggum. Í þriðja sæti
varð Hreinn Pálsson GÍ á
89 höggum og Tryggvi
Guðmundsson GÍ varð í
fjórða sæti, einnig á 89
höggum.
Karl Fannar GBO sigr-
aði með forgjöf á 63 högg-
um nettó, annar varð Mag-
nús Gíslason GÍ á 64 högg-
um, þriðji Kristinn Krist-
jánsson GÍ á 67 höggum
og Hreinn Pálsson GÍ varð
fjórði, einnig á 67 höggum.
Verðlaun fyrir að vera
næst holu á 7. braut fékk
Kristinn Þ. Kristjánsson.
Kristinn
sigraði
Kristinn Þ. Kristjánsson.
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir stuttu var gengið
frá ráðningu tveggja einstaklinga til að fara með förgun
katta í sveitarfélaginu. Á Ísafirði mun Þorbjörn Jóhannesson
sjá um verkið og Kristján Einarsson á Flateyri. Á sama
fundi var lagt fram bréf frá Friðnýju Jóhannesdóttur lækni
þar sem hún segir upp starfi sínu sem læknir Hlífar.
Seljaland
Ísafjarðarbær hefur tekið
tilboði Forverks ehf. í
hönnun snjóflóðamann-
virkja í Seljalandshlíð á
Ísafirði.
Tilboð Forverks hljóðaði
upp á rúmar 4,9 milljónir
króna eða 60,8% af kostn-
aðaráætlun. Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen bauð
tæpar 6,2 milljónir í verkið
eða 75,6% af áætlun, VSÓ-
Ráðgjöf ehf., bauð rúmar
7,5 milljónir eða 92,2% og
Hönnun hf. bauð 7,8 millj-
ónir króna sem svarar til
95,1% af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun hljóð-
aði hins vegar upp á 8,2
milljónir króna. Bæjarráð
hefur gert athugasemdir
við fyrirhugaða legu garðs-
ins.
Forverk
með lægsta
tilboð
Skíðafélag Ísafjarðar í stórhug
Efri lyftan í gagnið
fyrir skíðatímann?
Vonir standa til þess að efri
skíðalyfta á Seljalandsdal við
Ísafjörð komist í gagnið áður
en skíðatíminn hefst í vetur. Í
vor tók til starfa óformlegur
hópur áhugafólks um málið
og hóf undirbúning og lagði
inn erindi um það til bæjar-
yfirvalda. Það fékk ekki af-
greiðslu þá og ekkert gerðist í
þessum efnum í sumar.
Nú er málið vaknað af sum-
ardvalanum og hefur fengið
jákvæðar undirtektir í bæjar-
ráði. „Við ætlum okkur að taka
þetta með látum. Mörg af
öflugustu fyrirtækjum bæjar-
ins ætla að styðja okkur í
þessu og fyrirhugað er að
stofna sérstaka deild innan
Skíðafélags Ísafjarðar um
þetta eina verkefni, en síðan
yrði hún lögð niður að loknu
verki og lyftan afhent bænum
til reksturs án nokkurra lang-
tímaskulda“, sagði Tryggvi
Guðmundsson lögfræðingur,
einn í hópnum í samtali við
blaðið.
Lyfta þessi á að verða mjög
svipuð og gamla efri lyftan á
Dalnum var og á að enda á
sama stað uppi í skálinni. Hún
verður þó heldur styttri og
endastöðin niðri verður örlítið
utar en gamla endastöðin og á
næsta hjalla fyrir ofan. Til-
gangurinn með þeirri breyt-
ingu er að skemma ekki svæð-
ið við hina nýju lyftu sem
komin er utan við gilið.
Nákvæmar kostnaðartölur
liggja ekki fyrir, en ýmis fyrir-
tæki og einstaklingar koma
til með að gefa töluvert mikla
vinnu, segir Tryggvi. „En við
erum með það víðtækan
stuðning, að við treystum
okkur alveg til að ljúka þessu
verki.“
Stefnt er að því að lyftan
verði tilbúin fyrir vetur, þó að
sumir álíti það töluverða bjart-
sýni. „Okkur þykir það brýn
nauðsyn að koma Seljalands-
dalnum í full not á ný, en
hann hefur aðeins verið svipur
hjá sjón síðustu árin. Það er
orðið svo slæmt, að stundum
er Ísafjörður alls ekki nefndur
þegar verið er að segja frá
öllum helstu skíðasvæðum á
landinu, gagnstætt því sem var
fyrir nokkrum árum þegar Ísa-
fjörður var að heita má staður
númer eitt. Við teljum þessa
lyftu lykilatriði í því að snúa
þessari þróun við“, segir
Tryggvi.
Væntanlega verður Gunnar
Þórðarson starfsmaður hóp-
sins næstu tvo til þrjá mánuði.
Aftur til miðalda
Aðför Kenneths Starrs að Clinton forseta Bandaríkj-
anna hefur réttilega verið líkt við rannsóknarréttinn á
Spáni á miðöldum. Þegar þessum sérskipaða saksóknara
tókst ekki að finna höggstað á forsetanum fyrir
fjármálamisferli snéri hann
sér að einkalífi hans. Af
þessu verður aðeins eitt
ráðið: Forsetanum skyldi
komið á kné hvað sem það kostaði. Og til þess voru
engin meðöl of dýru verði keypt.
Líklega er pólitísku lífi Clintons lokið. Sitji hann
áfram á forsetastóli, sem engan veginn er víst, verður
það eingöngu til að þjóna pólitískum hagsmunum annarra
en forsetans sjálfs. Samþykkt mikils meirihluta
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að birta skýrslu Starrs
og meina forsetanum aðgang að henni áður, sýnir
vonlausa stöðu forsetans gagnvart þinginu.
Fjölmiðlar hafa velt sér upp úr nákvæmum lýsingum
Monicu Lewinsky á sambandi hennar og forsetans,
stúlkuteturs, sem borið hafði ljúgvitni, en var látin njóta
friðhelgi dómstóla og gefnar upp sakir til þess eins að
unnt væri að klekkja á forsetanum fyrir fjölþreifni, þegar
aðrar ávirðingar fundust ekki. Fjöldi stórblaða krefst
afsagnar forsetans. Stjórnmálamenn bíða átekta og hafa
gát á tungu sinni.
Fram til þessa hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti
Bandaríkjamanna vill að Clinton verði áfram forseti.
Þessi afstaða bendir til þess að vinsældir forsetans séu
enn, þrátt fyrir allt, það miklar að hann geti vænst
fyrirgefningar. Þá er líklegt að bandarískir skattgreiðendur
séu óhressir. Starr er þegar búinn að eyða nokkrum
milljörðum íslenskra króna í verk sitt, sem opinberar á
einstæðan hátt innræti höfundar, og er dýrasta klámrit
sem sögur fara af.
Íslenskir fjölmiðlar hafa ekki látið sitt eftir liggja við
að koma kynlífsævintýrum Clintons og stúlkunnar
Monicu á framfæri. Ef til vill má flokka það undir
þjónustu við lesendur. En, þegar íslenskir skriffinnar
hafa þá tilburði helsta í greinum sínum að sparka í
forseta Bandaríkjanna af því hann liggur í svaðinu að
þeirra mati, skal spurt: Erum við Íslendingar virkilega
reiðubúnir að fara inn á þá braut sem Bandaríkjamenn
eru komnir út á með aðförinni að forseta sínum?
Hingað til höfum við að mestu virt einkalíf stjórnmála-
manna og haldið því utan við deilur um störf og stefnur.
Og þótt það hafi hent íslenska fjölmiðla að velta sér upp
úr foraði þá verður því ekki trúað að nornaveiðar í
líkingu við ofsóknir Starrs á hendur Bandaríkjaforseta
sé það sem koma skal í íslenskri pólitík.
s.h.
Viðgerðir í Sorpbrennslunni Funa
Brennt á Skarfaskeri
um óákveðinn tíma
Langvinnar viðgerðir eru
framundan í Sorpbrennslunni
Funa í Engidal og verður ekki
brennt þar um óákveðinn
tíma. Á meðan verður sorp
Ísfirðinga brennt í gömlu
stöðinni á Skarfaskeri við
Hnífsdal. Komið hefur upp
óeðlilegt slit á rörum í katli í
Funa, sem starfsmenn hafa
verið að berjast við. Hætt var
að taka við sorpi í Funa í gær
og verður lokið við að brenna
því sem þangað er komið, en
það mun taka einhverja daga.
Víðir Ólafsson stöðvarstjóri
biður fólk um að sýna skilning
og þolinmæði, og jafnframt
að slaka alls ekki á flokkun
sorpsins, vegna þess að járn
og gler sé ekki síður slæmt í
stöðinni á Skarfaskeri en inni
í Funa.
Víðir kveðst ekki þora að
segja til um hversu langan
tíma viðgerðin tekur, en það
getur orðið „töluvert langur
tími“ og þarf að fá efni og
varahluti frá útlöndum. Að
sögn Víðis er leyfi fyrir því að
nota stöðina á Skarfaskeri á
meðan – „það er besti kostur-
inn þegar Funi er ekki í gangi.
Í brennslunni á Skarfaskeri er
blástur inn í ofninn og bruninn
þar er góður“, segir hann.
Ekki liggur fyrir hvað við-
gerðirnar í Funa muni kosta,
en reikna má með einhverjum
milljónum króna. Það sem bil-
að hefur er ekki lengur í
ábyrgð.
Sorp Ísfirðinga verður brennt á Skarfaskeri við Hnífsdal
um óákveðinn tíma vegna viðgerða á vélbúnaði Funa.