Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.09.1998, Page 3

Bæjarins besta - 16.09.1998, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 3 Ísafjarðarbær Af bæjarmálum Fyrsti fundur bæjarstjórn- ar Ísafjarðarbæjar eftir sum- arleyfi var haldinn á Þing- eyri í síðustu viku. Áður en fundurinn hófst fór dagskrá fundarins í dreifingu en þar kennir margra grasa eins og oft áður. Bæjaryfirvöld í Ísafjarð- arbæ hafa ákveðið að taka kauptilboði Pálínu J. Jens- dóttur í fjósið á Kirkjubæ í Skutulsfirði. Pálína er dóttir Jens Guðmundssonar frá Bæjum sem er látinn, en hann bjó á Kirkjubæ um árabil. Brynja Pála Helgadóttir hefur sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem óskað er eftir endurskoðun á leikskóla- gjaldi fyrir þá er hefja munu fjarnám í hjúkrunarfræði á Ísafirði við Háskólann á Ak- ureyri í haust. Bæjarráð vís- aði málinu til skóla- og menningarfulltrúa bæjarins. Ragnar Edvaldsson forn- leifafræðingur hefur ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem hann spyrst fyrir um áhuga Ísafjarðarbæjar á skráningu fornleifa í bæjar- félaginu. Ragnar hefur und- anfarin misseri séð um skráningu fornleifa í Bol- ungarvík. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar. Kolbrún Sverrisdóttir hef- ur ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem hún fer fram á styrk til námskeiða í ís- lensku fyrir nýbúa í Ísafjarð- arbæ. Erindinu var vísað til félagsmálanefndar og fræðslunefndar. Ólafía Karlsdóttir og Rögnvaldur Bjarnason Smárateigi 1 í Hnífsdal hafa ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem óskað er eftir að þinglýstri kvöð um dvalar- tíma í húsinu við Smárateig 1 verði aflétt, en umrætt hús var selt á niðursettu verði þar sem það stendur á snjó- flóðahættusvæði. Bæjar- yfirvöldum er ekki heimilt að verða við erindinu segir í bæjardagskrá. Sumarbústaðaeigendur í Tungudal hafa ritað bæjar- yfirvöldum bréf þar sem óskað er eftir úrbótum á að- gengi að sumarbústöðum þeirra, með lagningu vega. Erindinu var vísað til um- hvefisnefndar. Önfirðingafélagið í Reykjavík hefur ritað bæj- aryfirvöldum bréf þar sem félagið óskar formlega eftir kaupum á húseigninni Sól- bakka 6 á Flateyri. Bæjarráð óskaði eftir formlegu kaup- tilboði frá félaginu og fól bæjarstjóra að óska eftir heimild Ofanflóðasjóðs til sölu eignarinnar. Íbúar við Seljalandsveg á Ísafirði, frá númer 76 og inn að Engi hafa ritað bæjar- yfirvöldum bréf þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda, þar sem þessar húseignir eru á svo- kölluðu rauðu svæði vegna hugsanlegra snjóflóða úr Eyrarfjalli. Í fundargerð bæjarráðs segir að ráðið hafi ekki heimild til niðurfell- ingar fasteignagjalda, en bæjarstjóra var falið að kanna málið nánar. Lögmannastofan Skeif- unni 11a í Reykjavík hefur sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem fram kemur að Kvenfélagið Ósk á Ísafirði hefur falið stofunni málefni sín vegna viðskipta við Ísa- fjarðarbæ um Austurveg 11 á Ísafirði, þar sem Tónlist- arskóli Ísafjarðar er til húsa. Norðanverðir Vestfirðir Bæjarfélög móta vímuvarnastefnu Bæjarstjórnir Bolungar- víkur og Ísafjarðarbæjar og hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps ásamt félags- og fræðslunefndum sveitarfé- laganna munu koma saman á Núpi í Dýrafirði nk. laug- ardag til að hefja vinnu við mótun samræmdrar vímu- varnastefnu sveitarfélag- anna. Auk framangreindra aðila hefur mörgum öðrum verið boðið að taka þátt í mótun- inni með því að mæta til vinnufundarins. Þar á meðal eru stjórnir íþróttafélaga, björgunarsveita og þjálfarar. Allir frá heilsugæslu, kenn- arafélögum, foreldrafélög- um, nemendafélögum og lögreglu, svo fáir séu nefnd- ir, hafa einnig fengið boð um að taka þátt í mótuninni. Móðir fjallar um áfengissölu til unglinga og fíkniefni Hvers vegna er ekki farið að lögum? Móðir sem vill ekki láta nafns síns getið opinberlega kom að máli við blaðið og hafði eftirfarandi að segja: „Í þessu landi eru lög um það, hvað má og hvað má ekki. Til dæmis mega unglingar yngri en 18 ára ekki fá af- greiddar sígarettur. En þeir fá samt afgreiðslu hér vestra og það skiptir sér enginn af því. Það er iðulega verið að klaga þetta til lögreglunnar og hún er jafnvel að fara á staðina, en það er í rauninni enginn þrýst- ingur á þá sem selja þetta að fara að lögum. Á skemmtistöðunum hérna, Eyrinni, Sjallanum, Vagnin- um á Flateyri – ég þori ekki að segja um Finnabæ í Bol- ungarvík, ég þekki það ekki nógu vel, en ég veit fullkom- lega um hina staðina þrjá – þar komast inn börn allt niður í 16 ára aldur og fá afgreitt áfengi eins og ekkert sé. Í vor hafði ég persónulega samband við lögregluna, til þess að sautján ára sonur minn fengi ekki inngöngu og afgreitt áfengi á Eyrinni. Það hafði ekkert að segja. Lögreglan á að halda uppi lögum. Hún tek- ur þessa sömu unglinga fyrir að aka of hratt, sem betur fer, og þeir þurfa að borga mörg þúsund krónur í sekt fyrir það. En hvers vegna fylgjast ekki sýslumaður og lögregla og bæjaryfirvöld með því, að þeir sem hafa leyfi til að reka vínveitingahús fari að lögum? Hvers vegna fylgjast þessir aðilar ekki með því, að börnin okkar fái ekki afgreiðslu þar? Þau fá líka afgreiðslu í verslun ÁTVR á Ísafirði allt niður á 18 ára gömul. Ég veit um móður sem kvartaði við lögreglu um þetta út af syni sínum í vor, en þetta hefur ekki breyst. Þessi sami piltur gengur ennþá inn í áfengis- verslunina og fær afgreiðslu. Ég þekki pilt sem er kominn yfir tvítugt í dag, og hann sagði mér að þegar hann var 16 ára gamall og var að byrja í Fram- haldsskólanum, þá fékk hann afgreiðslu af því að hann var með skegg, og hann sá um að kaupa brennivínið fyrir krakk- ana sem bjuggu á heimavist- inni. Ég er þeirrar skoðunar, að þegar börnin hafa óhindraðan aðgang að sígarettum og áfengi í trássi við lög, án þess að nokkur skipti sér af því, þá muni leiðin hjá mörgum liggja áfram út í fíkniefnin. Hér er fullt af sölumönnum og sífellt eru að bætast við nýir ein- staklingar sem eru í þessum efnum. Mér finnst eins og ekkert sé að gerast. Samtökin VÁ VEST (Vímuvarnir á norðanverðum Vestfjörðum) verða að hafa dyggan stuðning sveitarfélaganna og yfirvalda almennt til þess að geta náð þeim árangri sem þau stefna að. Mér er nóg boðið. Hvers vegna er fólkið sem rekur þessa staði ekki látið fylgja lögum? Hvers vegna er versl- un ÁTVR ekki látin fylgja lögum? Mér finnst ekki síður brýnt að farið sé að lögum í þessum efnum og því fylgt eftir en í umferðinni. Bæjar- yfirvöld virðast bæði sofandi og skilningslaus og ég er hrædd um að lögreglan sé of vanmáttug. Það þarf að gera fleira en að stöðva þá sem aka of hratt.“ Skipasmíðastöðin á Ísafirði Framkvæmdastjóraskipti – og nýr læknir tekur til starfa á Heilbrigðisstofnuninni í Ísafjarðarbæ Framkvæmdas t jó ra - skipti verða í Skipasmíða- stöðinni á Ísafirði um mán- aðamótin. Sigurður Jónsson skipatæknifræðingur sem hefur gegnt starfinu undan- farin ár mun hverfa til ann- arra verkefna, sem ekki er tímabært að greina frá að svo stöddu. Við tekur Matthías Einars- son, 33 ára viðskiptafræðing- ur, sonur Einars Matthíasson- ar sem á sínum tíma var kaup- félagsstjóri á Ísafirði. Eigin- kona Matthíasar er Þóra Gunnarsdóttir læknir, og mun hún koma í stað Helga Sig- mundssonar læknis á Heilsu- gæslunni, sem fór til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum í sumar. Matthías hefur áður starfað hjá Ríkisbókhaldi og síðan hjá Siglingastofnun. Stjórn Skipasmíðastöðv- arinnar á Ísafirði hefur ráðið nýjan framkvæmda- stjóra. Nokkrir fulltrúar íbúa í Hnífsdal gengu í síðustu viku á fund bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ og afhentu undirskriftalista með tilmælum um að Hnífsdalsútibú Grunnskólans á Ísafirði verði starfrækt áfram fyrir 1.-4. bekk. Á myndinni taka þau Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar, sem einnig á sæti í fræðslunefnd, og Halldór Halldórsson bæjarstjóri við erindi Hnífsdælinga. Vilja hafa skóla áfram í Hnífsdal

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.