Bæjarins besta - 16.09.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998
Öll börn Elísabetar og Sigurðar sem enn eru á lífi við leiði móður sinnar, ömmu og systur
í Hnífsdals-kirkjugarði. Tómas, Bjarni, Arnór, Kristjana, Olga, Jón og Kristján.
Rammvestfirskt ættarmót
Dalsættin
kemur saman
í Hnífsdal
Fyrir nokkru var haldið í
Hnífsdal ættarmót Dalsætt-
arinnar svonefndu, sem
kennd er við Unaðsdal á
Snæfjallaströnd. Ættfor-
eldrar Dalsættarinnar voru
þau Elísabet Rósinkransa
Jónsdóttir frá Höfðaströnd
í Jökulfjörðum, f. 1881, og
Sigurður Guðmundur Guð-
mundsson, f. 1874 á Hóli í
Bolungarvík, en hann flutt-
ist ungur með foreldrum að
Unaðsdal. Hann var strax
kenndur við Unaðsdal og
gekk æ síðan undir nafninu
Sigurður í Dal, enda þótt
hann hafi flust þaðan til
Hnífsdals ásamt eiginkonu
sinni árið 1908 og átt þar
heima í fjörutíu ár. Elísabet
andaðist árið 1930 en Sig-
urður í Dal fluttist nær hálf-
áttræður til barna sinna á
Siglufirði, þar sem hann lést
árið 1955.
Þau Elísabet og Sigurður
eignuðust 11 börn. Tvö
þeirra dóu í frumbernsku,
ein dóttir andaðist á átjánda
ári, en átta komust til efri
ára og eru sjö þeirra á lífi.
Öll nema tvö sem upp kom-
ust fluttust á sínum tíma til
Siglufjarðar, en eru nú flest
komin til Reykjavíkur. Af-
komendur Elísabetar og
Sigurðar eru orðnir afar
margir, en af þeim býr hér
Ættforeldrarnir Elísabet Rósinkransa Jónsdóttir frá Höfða-
strönd í Jökulfjörðum og Sigurður Guðmundur Guðmunds-
son frá Unaðsdal (Sigurður í Dal).
Ystahúsið í Hnífsdal. Nú liggur vegurinn til Bolungarvíkur þar sem það stóð. Hjörtur
Sturlaugsson í Fagrahvammi í Skutulsfirði eignaðist húsið síðastur manna, reif það,
flutti inn eftir og byggði úr því útihús.
vestra aðeins eitt barnabarn
ásamt fjölskyldu sinni, Birgir
S. Jónsson matreiðslumeistari
á Ísafirði, sem fluttist hingað
vestur fyrir rúmu ári. „Við
höfum yfirleitt kennt okkur
við Siglufjörð, vegna þess að
þar fæddumst við flestöll
barnabörnin og ólumst upp“,
segir Birgir. „Þegar ég kom
hingað í fyrra gerði ég mér
fyrst almennilega grein fyrir
upprunanum hér vestra. Börn
afa og ömmu voru alltaf mjög
samtaka og birtist það meðal
annars í því að við erum fimm
barnabörnin sem erum fimm-
tug á þessu ári. Við fórum að
tala um það í fyrra að gera
eitthvað í tilefni þess, og
niðurstaðan varð sú að efna
til ættarmóts. Þeirri hugmynd
var mjög vel tekið og undir-
búningur hófst á síðasta
hausti. Ætlunin var upphaf-
lega að vera allan tímann úti í
Hnífsdal, en aðstaðan til þess
var tæplega nógu góð, sérstak-
lega vegna þess að öll systkin-
in sjö sem enn lifa ákváðu að
koma, þótt þau séu nokkuð
við aldur og sum orðin dálítið
lasburða, og fyrir vikið var
þátttakan alveg meiriháttar“,
segir Birgir.
Elstur af börnum Elísabetar
og Sigurðar er Kristján Guð-
mundur, sem kominn er fast
að níræðu. Þrjú önnur eru
komin á níræðisaldur en
yngstur er Tómas, sem er 76
ára. Lengst af bjuggu þau
Elísabet og Sigurður í Ysta-
húsinu svonefnda í Hnífsdal,
sem var ysta húsið í plássinu
eins og nafnið bendir til og
stóð skammt frá sjónum fyrir
neðan þar sem hesthúsa-
byggðin er núna. Nú liggur
bílvegurinn þar sem húsið
stóð. Í sunnudagsblaði Tím-
ans fyrir þrjátíu árum er ítarleg
samantekt eftir Guðjón Guð-
laugsson um Ystahúsið í
Hnífsdal og fólkið sem þar
bjó.
„Þarna ólust faðir minn og
systkini hans upp og léku sér
í fjörunni. Og núna á gamals
aldri urðu þau börn í annað
sinn, þegar þau þekktu aftur
steinana í fjörunni og lækinn
þar sem þau sóttu vatnið“,
segir Birgir. Mjög gestkvæmt
var í Ystahúsinu, því að þar
var áningarstaður þeirra sem
leið áttu á milli Ísafjarðar og
Bolungarvíkur. Í lok búsetu
sinnar í Hnífsdal átti Sigurður
í Dal heima í Grænadal, húsi
sem hann keypti ásamt sonum
sínum. Guðjón Guðlaugsson
ritar svo um Sigurð í Dal:
„Hefur af því nafni ætíð stafað
ljómi og sérstök hughrif…
Hann var mikill heimilisfaðir
og umhyggjusamur, sívinn-
andi heima og heiman, enda
eftirsóttur verkmaður, bæði
á sjó og landi, afburðamaður
að afköstum og trúmenn-
sku… Eitt þeirra verka, sem
hann vann að heima í hjá-
verkum, var að sauma
skinnföt – sjóklæði. Mun
hann vera með síðustu
mönnum, er kunnu þá
list…“
Ættarmóti Dalsættarinnar
lauk með því, að séra Skúli
Ólafsson söng messu í
Hnífsdalskapellu og minnt-
ist ættforeldranna.
Jón Þorleifur Sigurðsson ásamt börnum sínum sem upp
komust: Fremri röð: Elísabet, Jón, Hörður. Aftari röð:
Birgir, Lilja, Tómas.
Bjarni Sigurðsson (77 ára) fær viðurkenningu fyrir aflraunir
úr hendi Árna Birgissonar.
Elísabet (Bettý) Jónsdóttir með gítarinn.
Hér stendur Jón (86 ára) við lækinn, þar sem fólkið í
Ystahúsinu sótti vatnið á sinni tíð.
Forkólfar ættarmótsins: Hlín og Birgir.