Bæjarins besta - 16.09.1998, Síða 16
Bæjarins besta
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
SONY
ATV
AIWA
PANASONIC
Þorbergur Kjartansson starfsmaður hjá Íslandspósti á
Ísafirði er mikill áhugmaður um gömul mótorhjól og
dundar í frístundum sínum við að gera þau upp. Hjólið
sem Þorbergur og dóttir hans Oddný eru við á myndinni
hér að ofan er af Ariel gerð, 53 ára gamalt, eða sautján
árum eldra en eigandinn. Þorbergur segir lesendum
blaðsins nánar frá mótorhjólaáhuganum, endurbygg-
ingu þeirra og fleiru á bls. 4.
Söguritun Bolungarvíkur í undirbúningi
Hugmyndir uppi um
tvö bindi á 3-4 árum
Bæjaryfirvöld í Bolungar-
vík hafa ákveðið að hefja und-
irbúning að ritun sögu Bol-
ungarvíkur. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins hefur þegar
verið rætt óformlega við Jón
Þ. Þór sagnfræðing um að taka
verkið að sér. Hann er sem
kunnugt er höfundur Sögu Ísa-
fjarðar og Eyrarhrepps hins
forna, sem út kom í fjórum
bindum hjá Sögufélagi Ísfirð-
inga á um tíu ára tímabili ekki
alls fyrir löngu. Vegna vinnu
sinnar að því verki og rann-
sókna á heimildum um sögu
svæðisins í heilan áratug verð-
ur Jón að teljast afar vel í
stakk búinn til að takast á
hendur að rita sögu Bolung-
arvíkur.
Guðmundur heitinn Krist-
jánsson, fyrrum bæjarstjóri í
Bolungarvík, hafði iðulega
orð á því fyrir meira en tuttugu
árum að æskilegt væri að rita
sögu Bolungarvíkur. Til tals
kom á þeim tíma að fá Guð-
mund Jakobsson til að annast
ritstjórn og fá til liðs við hann
ýmsa Bolvíkinga sem þekktu
vel til fyrri tíma í atvinnulífi,
menningar- og félagsmálum
og á öðrum sviðum og fá þá
til að skrifa einstaka kafla. En
þegar Ásgeir Jakobsson hóf
að skrifa Einars sögu Guð-
finnssonar, sem út kom árið
1979, var ákveðið að bíða um
sinn með söguritun Bolung-
arvíkur. Síðar kom til upp-
bygging Ósvarar og ýmis önn-
ur verkefni, svo og fjárhags-
örðugleikar í sveitarfélaginu,
og málið lá niðri um árabil.
Nú eru upp ráðagerðir um
að koma á samstarfi milli bæj-
arstjórnar Bolungarvíkur,
Bolvíkingafélagsins og Sögu-
félags Ísfirðinga um ritun sögu
Bolungarvíkur. Fyrstu hug-
myndir ganga út á að sagan
verði í tveimur bindum og
verkið taki þrjú til fjögur ár.
Ísfisktogarinn Óseyri ÍS-4
lagði úr höfn á mánudags-
kvöldið í sinn fyrsta túr hjá
nýjum eigendum, Bakka í
Bolungarvík. Skipið sem hét
áður Eyvindur vopni og þar
áður Drangey er um 500 tonn,
smíðað á Spáni árið 1974. Að
sögn Agnars Ebeneserssonar
framkvæmdastjóra Bakka
verður skipið eingöngu á
rækjuveiðum, til að byrja með
að minnsta kosti. Í fyrsta túr-
num verður farið vestur og
norður fyrir land. Skipstjóri á
Óseyrinni er Bolvíkingurinn
Ólafur Ólafsson.
Þokkalegar atvinnuhorfur
eru hjá Bakka, að sögn Agn-
ars, mikið að gera í rækjunni
en minna í bolfiskinum um
þessar mundir. „Við stólum
þar mest á smábátana og þeir
hafa lítið komist á sjó vegna
brælu, eins og við má búast á
haustin."
Óseyri í Ísafjarðarhöfn á laugardag en þá var unnið að því að gera skipið klárt á veiðar.
Óseyri fyrsta túrnum
Nýtt skip til Bakka hf., í Bolungarvík
Þessa dagana er
Vegagerðin að vinna
að gerð eins af fyrir-
huguðum snjóflóða-
skápum á leiðinni um
Óshlíð, en það eru gil
sem grafin eru inn í
hlíðina til þess að taka
við snjóflóðum. Skáp-
ur sá sem nú er verið
að gera er mjög inn-
arlega á hlíðinni, rétt
utan við Skarfasker, og
hafa orðið lítilsháttar
tafir á umferð vegna
framkvæmdarinnar.
Snjóflóðaskápur
á Óshlíðarveg
Frá framkvæmdum við gerð ,,snjóflóðaskápsins" á
Óshlíð.